Seðlabankinn samur við sig!

Seðlabankinn samur við sig! Akkúrat það sem vel rekin fyrirtæki sem nú eru komin á vonarvöl vegna sífelldra mistaka Seðlabankans í hagstjórn þurftu! Náðarhöggið!

Væntanlega er verið að fara eftir tilmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins!

Við verðum að loka þessum Seðlabanka og taka upp Evru. Strax.

Nýi Seðlabankinn - (NCB - New Central Bank of Iceland) - verði reistur á rústum hins gamla. Án núverandi bankastjóra.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við getum tekið evru einhverntíman í kringum 2020.

við uppfyllum ekki þau skilyrði sem þarf til að taka upp evru. 

Samfylkingin ýti síðan reyndar á það að við gætum ekki tekið upp evru næstu fjögur árin með því að setja halla á rekstur ríkissjóðs á næsta ári. 

Ofan á þetta bætist gríðarlegur halla rekstur og afborganir á lánum á næstu árum. 

Þannig að við munum ekki fá að taka upp evru fyrr en við verum ekki lengur með halla rekstur. það er þegar við verðum búinn að bora upp skuldir okkar. 

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 09:24

2 identicon

Mikið rétt Hallur, nú stýra í raun aðrir í seðlabankanum. Sammála með NCB, sem skúffubanka.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Fannar - láttu ekki svona

Getum tekið upp Evru eftir 18 mánuði - um leið og við göngum í Evrópusambandið!

Hallur Magnússon, 28.10.2008 kl. 09:28

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hallur áttu við að Evru ríkin beygi reglur sínar til þess að hleypa okkur inn? ertu svona einfaldur að þú heldur að við myndum fá einhverja sérmeðferð?

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 09:38

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Í ástandinu eins og núna - já

Olli vinur minn hefur margoft bent á að aðildarviðræður ESB og Íslands tækju mjög skamman tíma!

Efnahagsaðstæður eru mjög sérstakar í dag og ljóst að ESB mun slaka á Maastricht reglunum. Við færum þá inn í myntbandalagið og tækjum upp Evru á sama tíma og Danir og Bretar. Eftir 18 mánuði.

Ef þú veist ekki hver Olli er - þá er það finnski Framsóknarmaðurinn í Brussel sem gegnir stöðu stækkunarstjóra Evrópusambandsins!

Hallur Magnússon, 28.10.2008 kl. 09:45

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hallur ertu virkilega að halda því fram á tímum þegar Evran þarf að sínast sterk og vera með mikið traust. Þá muni skilyrðin fyrir upptöku á henni verða felld? Það myndi leiða til vantrausts á Evrunni og það myndu aðildarþjóðirnar ekki samþykkja.

Þú eins og aðrir bókstafstrúarmenn trúið nú öllum sem klerkastjórnin í Brussel segir þannig að ég býst ekki við að þú takir rökum. 

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 09:54

7 identicon

Frettatilkynning frá Himnaríki. Í Himnaríki sem og víða á jörðinni hafa menn áhyggjur af ástandinu á Ísland. Því var send nefnd þriggja aðila

smáenglana og Pa auk púkans Tikk. Þeir hafa dvalið um skeið á Íslandi og kynnt sér ástandið og sent skýrslur til Himnaríkis. Þessar athugasemdir er hægt skoða á wefsíðu Himnaríkis næstu daga, www.puandpa.com klikka á matseðilinn og siðan á pu and Pa. Þeim sem hafa áhuga er GUÐvelkomið nota efni úr skýrslunum

sigurður örn brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:59

8 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:05

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Skorrdal alltaf jafn málefnalegur. orð þín dæma þig sjálfan.

já ég er hægri maður. ég vildi ekki IMF. ég vil lægri vexti. en IMF sem kemur í boði Samfylkingunar. Jú samfylkingin krafðist þess að IMF kæmi til landsins. IMF krefst alltaf stýrivaxta hækkunar.

Hverjum kemur það vel? Þetta kemur engum við. ertu tregur eða ertu bara blindur af reiði?

Skorrdal ef þú þorir ekki að horfast í augu við sannleikan þá geturu stungið hausnum í sandin. 

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 10:18

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

engum vel átti það að vera. ekki við.

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 10:23

11 Smámynd: Kjósandi

Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson slær á móti ríkisstjórninni til að hefna sín því hann vildi ekki að gerður væri samningur við alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Hann er að sýna hvað þessi samningur kostar þjóðina. 

Allir sjá hinsvegar að engin þörf var á þessari vaxtahækkun en það er aukaatriði í stríðinu milli Seðlabankastjórnar og þjóðarinnar

Kjósandi, 28.10.2008 kl. 10:24

12 Smámynd: Depill

Johnny, vextirnir eru hækkaðir til þess að fleirri vilji kaupa hérna Jöklabréfin svo kölluðu og þess vegna í raun og veru fjárfesta í Íslensku krónunni, þannig á gengið að styrkjast.

Íslenska krónan er hins vegar endanlega dauð þannig að það eina sem þú ert að gera er að hækka vexti í bönkunum og kæfa það litla sem er eftir að fjármagni einstaklinga og fyrirtækja.

Þetta hefur verið reynt á morgun stöðum, þar á meðal Noregi og hafði þver öfug áhrif.

Þetta að nota stýrivexti til að ná niður verðbólgu er fræðilegt markmið sem næst bara í ofurhagkrefum eða lokuðum hagkerfum, þar sem hugmyndin er sú að það verði verðhjöðnun vegna þess að allir eru að berjast um síðustu krónu. Verðbólgan hér er bara ekki að þrýstast upp vegna þennslu, hún er að þrýstast upp vegna gengi krónunnar.

Stundum líður mér eins og að þetta sé eitt gigantic plot til þess að henda restinni af okkur heimsku íslendingum út úr landi. Kannski er það bara best, að það verði bara Davíð Oddson og Geir eftir hérna ?

Depill, 28.10.2008 kl. 10:27

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Skorrdal. lestu nýjustu fréttir. IMF vaxtahækkun var krafa IMF. IMF skipar stjórnvöldum fyrir og stjórnvöld skipa Seðlabankanum fyrir. 

Skorrdal ekki láta hatur þitt á einum einstakling blinda þig svona gjörsamlega. 

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 12:56

14 Smámynd: Fannar frá Rifi

Skorrdal. Horfiru mikið á X-files?

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband