Tek ofan fyrir Geir ef skilyrði IMF um Bretasátt er hrundið!
24.10.2008 | 08:33
Ég tek ofan fyrir Geir Haarde ef skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um að sátt við ósvífna og ósveigjanlega Breta sem beita hryðjuverkalögum á litla "vinaþjóð" hefur verið hrundið.
En var þetta krafa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins?
Kannske var engu að hrinda í þessu efni
Sátt við Breta ekki skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú mátt taka hattinn ofan fyrir norrænum þrýstingi ef þetta gengur eftir. Þetta er þó ekki komið í hús.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:51
... verst að ég geng ekki með hatt - og hef aldreið þolað húfur!
Hallur Magnússon, 24.10.2008 kl. 08:57
Hann er mjog ordgaetin madur. Og tad er hans godur kostur.
Anna , 24.10.2008 kl. 09:57
Ég mun taka ofan fyrir Geir þegar/ef hugmyndum um "aðstoð" frá IMF er hrundið. Þetta eru engin góðgerðasamtök. Þau gefa okkur ekkert. Og í fullri einlægni, ég óttast það virkilega að þessi "aðstoð" sem menn bíða eftir eigi eftir að reynast okkur bjarnargreiði hinn mesti.
Gestur (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:34
... verst að ég geng ekki með hatt - og hef aldreið þolað húfur!
hmm við eigum þá ýmislegt sameiginlegt Hallur ;)
Óskar Þorkelsson, 24.10.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.