Velferðaráð semur við SÁÁ um félagslegt búsetuúrræði!
22.10.2008 | 21:32
Velferðaráð mun að líkindum ganga frá samningum við SÁÁ um rekstur sértæks búseturúrræðis fyrir einstaklinga sem glíma við áfengis -og/eða vímuefnavanda á næstu dögum. Slík samvinna Velferðarráðs og SÁÁ er mikið ánægjuefni.
Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu þess efnis að gengið verði til samninga við SÁÁ um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. Búsetuúrræðið er samvinnuverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins.
Um er að ræða búsetuúrræði fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Markmiðið er að veita húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu fyrir einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- og vímuefna en þarfnast sérstaks stuðnings við athafnir daglegs lífs til að geta búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án neyslu áfengis- og vímuefna. Heimilinu er ætlað að tryggja jafnrétti og skapa skilyrði til eðlilegs lífs þrátt fyrir að viðkomandi hafi átt við erfiðleika að stríða og fær heimilisfólk stuðning til að vinna að eigin endurhæfingu.
Á heimilinu verður sólarhringsvakt og verður einstaklingum ekki heimilt að neyta áfengis- eða vímuefna á meðan þeir búa á heimilinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel gert Hallur, vel gert.
Baldvin Jónsson, 22.10.2008 kl. 22:07
flott hjá ykkur :)
Óskar Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 22:41
Þetta var nauðsyn
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.