Hlúum að fjölbreyttri nýsköpun samhliða Bitru og Bakka!

Það er afar mikilvægt að hlúa að nýsköpun og fjölbreytileika í samfélags- og atvinnuþróun á Íslandi.

Það dugir ekki að einskorða sig við uppbyggingu álvers á  Bakka og atvinnustarfsemi sem virkjun háhitasvæðanna við Bitru og á Hellisheiðinni mun byggja upp. Það þarf fleira til. Hins vegar væri galið að nýta ekki þau tækifæri sem bygging álvers á Bakka og virkjun orkunnar gefur okkur Íslendingum.

Ég er afar ánægður yfir því að Björk skuli leggja vinnu við undirbúning nýsköpunar á nýjum sviðum lið á þennan hátt. Vonandi mun hún hald áfram að beita sér fyrir nýsköpun - sem ásamt orkufrekum iðnaði mun hlúa að samfélags- og atvinnuþróun á Íslandi. Ekki veitir af.


mbl.is Róttæk endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég er sammála því að það væri galið að nýta ekki þau tækifæri sem eru nærtækust til verðmætasköpunar. Nýting orkuauðlinda landsins hlýtur að vera augljós kostur hverjum hugsandi manni, hvort sem hún er til álverksmiðja eða til annarrar orkufrekrar starfsemi.

Það er ófyrirgefanleg sóun að láta vatnsorkuna renna óbeislaða til sjávar, eða nýta ekki þá varmaorku sem til er. Það sem ekki er virkjað er endanlega tapað og mun aldrei skila okkur verðmætum.

Á sama hátt er það mikil sóun að haga málum þannig að fullfrískt og vinnufært fólk sé atvinnulaust. Þau verðmæti sem þannig tapast eru glötuð endanlega.

Því miður er ennþá mikið af áhrifamiklu gölnu fólki í landinu sem virðist trúa því að virkjun orkuauðlinda landsins komi í veg fyrir að hægt sé að gera ýmsa aðra áhugaverða hluti til verðmætasköpunar og tryggja atvinnu.

Finnur Hrafn Jónsson, 19.10.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband