Hefjum öflugar hvalveiðar á ný!
16.10.2008 | 19:24
Við eigum að hefja öflugar hvalveiðar á ný! Kjötið getum við nýtt í fóður fyrir hænur og svín og sparað okkur verulegar fjárhæðir í dýrmætum gjaldeyri því hvíta kjötið náttúrlega framleitt fyrst og með innfluttri fóðurgjöf.
Við getum notað lýsið í að knýja hluta skipaflota okkar og sparað þannig olíu.
Við þurfum engar áhyggjur hafa af öfgafullum umhverfissinnum í Bretlandi - því hverju geta bresk stjórnvöld hótað okkur nú eftir efnahagsleg hryðjuverk þeirra í okkar garð?
Gjaldeyri sem við spörum með þessu getum við notað til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar.
Við vorum sammála um þetta félagarnir í gufuklúbbnum í dag - og það gerist ekki alltaf!
Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Athugasemdir
og ég er þér algerlega sammála líka þó ég hafi ekki verið með í gufunni...
Bjarni Harðarson, 16.10.2008 kl. 19:48
Aumingja hvalirnir, hvað hafa þeir gert okkur?
The outlaw (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:31
Sammála látum Kístján L redda okkur
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2008 kl. 20:43
Alltaf eru þið Framsóknarmenn jafn skemmtilegir. Nú eiga nokkur kíló eða tonn af hvalkjöti að bjarga efnahagsvandanum, sem þið að stórum hluta komuð á.
Rúnar Sveinbjörnsson, 16.10.2008 kl. 20:45
Ertu nokkuð fullur, Hallur? Fóðra kjúklinga með hvalketi? Er þá ekki vitlegra að éta hvalketið sjálft?
Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2008 kl. 21:16
Æ æ - „við eigum að hefja öflugar hvalveiðar á ný“. Þessar hugmyndir eru jafnvitlausar og sú pólitík sem hefur verið ráðandi hér í langan tíma. Þetta er vanmáttug reiði - „við skulum sko sýna heiminum...“ Barnalegt.
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.10.2008 kl. 21:28
Tips til Island-2 : Munið eftir at tryggja þessu mót skakkaföllum i stjòrnsyslu ... hm t.d. hjá Lloyds
The outlaw (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:31
Mér líst vel á hvalveiðar en hvers vegna leggurðu ekki til auknar þorskveiðar?
Sigurjón Þórðarson, 16.10.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.