Góðar fréttir!

Ég held það séu góðar fréttir að lífeyrissjóðirnir óski eftir því að kaupa eignir og rekstur Kaupþings. Væntanlega yrðu lífeyrissjóðir fólksins meirihlutaeigendur hins nýja Kaupþingsbanka - með þann styrk sem það hlýtur að þýða fyrir bankann.

Þannig fækkar hreinum ríkisbönkum um einn - sem ég held að sé hið besta mál!


mbl.is Óska viðræðna um Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki sannfærður um að lífeyrissjóðir eigi að vera að reka banka. Það hefur sýnt sig vera langt því frá örugg fjárfesting.

Ragnar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hlutabréfakaup eru ekki heldur örugg fjárfesting. Staðreyndin er hins vegar sú að menn ná ekki góðri ávöxtun nema með því að taka áhættu. Hér yrðu aðeins um að ræða hlutabréfakaup þar, sem fimm lífeyrissjóðir myndu skipta milli sín kaupum á 51% hlut í bankanum. Þar, sem allt eigið fé bankans var látið fylgja erlendu þrotabúunum þá er innlenda starfsemin væntanlega án eigin fjár og því ætti kaupverðið varla að vera hátt.

Sigurður M Grétarsson, 14.10.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband