Bretar í fórspor Íslendinga í kreppunni?
12.10.2008 | 12:58
Upphrópanir og yfirgangur breskra stjórnvalda í garð Íslendinga hljóma dálítið holar þegar ljóst er að breska ríkisstjórnin sé að yfirtaka stóra og áður öfluga banka heima í Bretlandi! Ekki er fall þeirra banka Íslendingum að kenna?
Það skyldi þó aldrei enda svo að Ísland verði ofaná í umræðunni! Aðför Breta að Kaupthingi verði þeim hneysa og orðstí Íslendinga til bjargar?
Breskir bankar yfirteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Hjörtur J. Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 16:00
Til að ísland verði ofaná í umræðunn i verður einhver annar að taka við forystu landsins en sauðurinn hann Geir.. það verður að hafa mann þarna sem hefur bein í nefinu og svarar fyrir sig og er ekki með eitthvað múður. Mín tilfinning er sú að okkar málstaður hefur tapast í aumingjahætti Sjálftektarflokksins undanfarið.. Það þarf líka að hafa menn í sðelabankanum sem ekki eru þar á vegum Sjálftektarinnar heldur eru alvöru fagmenn !! Hvorugt gerist á meðan Sjálftektin er við völd.
Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 16:19
Það sem ég velti líka fyrir mér, Hallur, er hvort matsfyrirtækin felli nú lánshæfismat ríkissjóðs Bretlands. Ef við skoðum skuldir RBS um síðustu áramót þá voru þær meira en $377 milljarðar eða um 200 milljarðar punda. Ef ríkisstjórn Bretlands tekur yfir bankann (talað um að hún taki hann yfir 70%), þá hlýtur hún að ganga í ábyrgðir og það þar með skerða lánshæfi o.s.frv. eða er það bara litlu skuldlausu ríkissjóðunum sem ekki treyst?
Marinó G. Njálsson, 12.10.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.