Bretar í fórspor Íslendinga í kreppunni?

Upphrópanir og yfirgangur breskra stjórnvalda í garð Íslendinga hljóma dálítið holar þegar ljóst er að breska ríkisstjórnin sé að yfirtaka stóra og áður öfluga banka heima í Bretlandi!  Ekki er fall þeirra banka Íslendingum að kenna?

Það skyldi þó aldrei enda svo að Ísland verði ofaná í umræðunni! Aðför Breta að Kaupthingi verði þeim hneysa og orðstí Íslendinga til bjargar?


mbl.is Breskir bankar yfirteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nákvæmlega.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Til að ísland verði ofaná í umræðunn i verður einhver annar að taka við forystu landsins en sauðurinn hann Geir.. það verður að hafa mann þarna sem hefur bein í nefinu og svarar fyrir sig og er ekki með eitthvað múður.  Mín tilfinning er sú að okkar málstaður hefur tapast í aumingjahætti Sjálftektarflokksins undanfarið..  Það þarf líka að hafa menn í sðelabankanum sem ekki eru þar á vegum Sjálftektarinnar heldur eru alvöru fagmenn !!  Hvorugt gerist á meðan Sjálftektin er við völd.

Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það sem ég velti líka fyrir mér, Hallur, er hvort matsfyrirtækin felli nú lánshæfismat ríkissjóðs Bretlands.  Ef við skoðum skuldir RBS um síðustu áramót þá voru þær meira en $377 milljarðar eða um 200 milljarðar punda.  Ef ríkisstjórn Bretlands tekur yfir bankann (talað um að hún taki hann yfir 70%), þá hlýtur hún að ganga í ábyrgðir og það þar með skerða lánshæfi o.s.frv. eða er það bara litlu skuldlausu ríkissjóðunum sem ekki treyst?

Marinó G. Njálsson, 12.10.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband