Seint í rassinn gripið!

Það er seint í rassinn gripið af ríkisstjórn og Alþingi að herða nú viðurlögum við brotum, sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið komist á snoðir um.

Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið að vilja Framsóknar í síðustu ríkisstjórn sem vildu stórefla eftirlitsaðila með auknum fjárveitingum og herða lagaramman sem bankar og önnur fjármálafyritæki vinna eftir. Í stað þess dró Sjálfstæðisflokkurinn lappirnar með afleiðingum sem við horfum upp á í dag!

En ég mun að sjálfsögðu styðja Geir og ríkisstjórnina í því að ganga nú í það verk sem Framsóknarflokkurinn hafði ekki styrk til að fylgja eftir á sínum tíma nema að litlu leiti þegar Jón Sigurðsson náði því fram að unnt sé að sækja forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga með sér samráð til saka.

Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á því ástandi sem við upplifum nú. Samfylkingin er samsek þar sem hún hefur gert nær allt vitlaust í efnahagsmálum frá því hún tók við. Framsóknarflokkurinn ber einnig ákveðna sök vegna ákveðins dugleysis gagnvart Sjálfstæðisflokknum í síðustu ríkisstjórn eins og að framan greinir!

Vinstri grænir og Frjálslyndir eru náttúrlega stikkfrí þar sem þessir flokkar hafa ekki komið að landsstjórninni. Hins vegar eru þessir flokkar haldnir alvarlegri ábyrgðarfælni eins og glöggt kom fram í hjásetu þeirra um nauðsynleg neyðarlög vegna efnahagsástandsins á dögunum!

Að lokum:

Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?


mbl.is Geir: Herða beri viðurlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur svo góða framtíðarsýn varðandi íbúðalánasjóð, heldurðu að íbúðarlánin munu hætta hjá bönkunum og allt færast til Íbúðalánasjóðs? Heldurðu að það séu vonir til að 20 milljóna króna þakið verði hækkað? Það er alveg með ólíkindum að ekki sé búið að lækka vexti og ekki búið að reka seðlabankastjóra. Ég hefði jafnvel haldið að það væri ráð að gera Íslendinga skattfrjálsa í nokkra mánuði, alveg viss um að það myndi lyfta brúnum á einhverjum sem eru langt niðri. Ekki viss um að það væri slæmur leikur fyrir ríkið, svona til lengri tíma litið.

Guðný Ísaks. (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 18:25

2 identicon

Kæri Hallur. Of seint í rassin gripið segir þú. Á þá ekkert að gera? Nú veit ég ekki hvort framsóknarmenn hafi heyrt talað um hugtakið að læra af reynslunni. Þeir sem bera mestu ábyrgðina á þessu bankaklúðri eru náttúrulega framsóknarmenn sem á sínum tíma með Finn Ingólfsson, bankamálastjóra, í broddi fylkingar einkavæddi Búnaðarbankann í hendur vina og vandamanna. Það er ekkert stórkarlalegt að afneita fortíð framsóknar bara af því að það hentar í dag.

Nei, þar er aldrei of seint í rassinn gripið. Nú læra menn af reynslunni og reyna að fyrirbyggja að þetta komi aftur fyrir. Þú getur kannski bent okkur á frumvörp eða ræður framsóknarmanna á þingi þar sem þeir vöruðu við of miklum vexti bankanna í útlöndum? Það er ekki alltaf nóg að vera vitur eftirá. 

Hlynur (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Því miður erum við framsóknarmenn ekki síður sek, framsóknarflokkurinn stóð með sjöllunum að því að rýmka reglur sem gerði útrásina eins mikla og raunin varð og stóðum okkur ekki í því að styrkja eftirlitið með þessu. Og framsókn hefur fram undir þetta verið ánægð með að eiga 1 seðlabankastjóra hverju sinni, síðustu 2 menn okkar þar hafa þó verið nokkuð vegin faglega ráðnir, en Davíð fór í stólinn í skjóli framsóknar. Svo við getum nú ekki kennt öðrum um en sýnist að flest okkar séum tilbúin að læra af reynslunni og bæta okkur.

Bjarnveig Ingvadóttir, 11.10.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hallur.... ég er undrandi á að þú þokkalega gefin skulir bera svona þvælu á borð. Allir vita að Framsóknarflokkurinn var við völd í 12 ár og heldur þú að einhver trúi því kjaftæði að hann hafi bera verið þarna og látið sjalla ráða öllu. Þá eruð þið enn aumari en ég hélt.

Sjaldan hef ég séð eins umbúðalausa yfirlýsingu um að Framsóknarflokkurinn hafi bara verið hækja íhaldsins.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.10.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Hlynur.

Ég sagði seint í rassinn gripið - ekki of seint í rassinn gripið.

Það er grundvallarmunur á því!

Jón Ingi!

Munurinn á Framsókn og Samfylkingi er sá að Framsókn tók á hlutunum innan stjórnar - náði stundum árangri - og stundum varð hún að láta undan láta. Samfylkingin hins vegar tekur á hlutum utan stjórnar - á bloggsíðum og í fjölmiðlum - en minnst innan stjórnar.

Reyndar hefur Samfylkingin ekki gert neitt nema óskunda í efnahagsmálum frá því hún komst í ríkisstjórn! 

Og sest alltaf á afturlappirnar þegar íhaldið grettir sig - nema vinkona mín Sigríður Ingibjörg - og gerir ekki neitt. Hvorki innan stjórnar né í fjölmiðlum!

Þá var betra að hafa Framsókn með íhaldinu - en auma Samfylkingu!

Framsókn náðu þó stundum raunverulegum árangri - þótt hún hafi ekki komið þessu máli í gegn - á meðan Samfylking nær bara stundum árangri í fjölmiðlum - en ekki í raunverulegum aðgerðum!

En kjarni málisins er þessi: Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?

Við í Framsókn getum síðan kennt ykkur í Samfó hvernig á að ná árangri!

Hallur Magnússon, 11.10.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband