Guðni hafði rétt fyrir sér - að lækka stýrivexti í 5% fyrir jól!

Guðni Ágústsson hafði rétt fyrir sér í ræðu sinni við stefnuleysisræðu forsætisráðherra þegar hann vildi lækkun stýrivaxta í 5% fyrir jól. Á þeim tíma hafði einungis Glitnir verið yfirtekinn.

Mér fannst Guðni brattur að nefna svo lága tölu svo fljótt. En mín skoðun er sú að Seðlabankinn lækki stýrivexti stras á mánudaginn í 7% - 8% og haldi vaxtaferlinu áfram þar til við kom niður í 5% fyrir jól:

Guðni sagði meðal annars í ræðu sinni:

"Við núverandi aðstæður í peningamálum, eigum við Íslendingar aðeins einn kost, skapa jafnvægi og stöðugleika. Verja íslensku krónuna til skemmri tíma. Evra og gjaldmiðilssamstarf er svo ákvörðun sem tekin verður síðar.

Brýnasta af öllu er að keyra stýrivextina úr 15,5% í 5% fyrir jól.


Ég tel að Maastricht skilyrðin, sem ríki verða að uppfylla til að taka upp Evru, séu hagsældar leið, horft til framtíðar. Við eigum enga aðra leið nú en að verja krónuna. Hins vegar  eigum að vinna í okkar peningamálastefnu, eins og við séum á leið inn í myntbandalagið."

Guðni vildi semsagt í síðustu viku halda krónunni að minsnta kosti til skamms tíma en vera klár í að taka upp Evru síðar ef hann teldi það æskilegt.


mbl.is Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hver skilur hávaxtastefnu Davíðs Oddsonar ??   Ekki ég og enginn sem ég þekki.. Davíð er í seðlabankanum í umboði Geirs Haarde og nýtur fyllsta trausts GHH.... 

Óskar Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 11:19

2 identicon

Hallur minn, Guðni og Framsókn eiga nú sinn hlut að öllum þessum hamförum þ.e. stjórnarseta í 2 ríkisstjórnum, einkavinavæðingin og svo lengi mætti telja. Það er ekki pláss hér til að lista það allt upp í athugasemd á bloggi þínu. Þú ert of góður drengur til að hanga áfram í framsóknarmaddömunni eða a.m.k. þeirri forystu sem nú ræður. Þetta á einnig við um marga aðra framsóknarmenn sem verða nú að velja sér nýja forystu ef þeir ætla að verða marktækir í stjórnmálum framtíðarinnar. Guðni er skemmtilegur maður en það er ekki spurning um það hvort honum finnist æskilegt að taka upp evru eða ekki. Þjóðarhagur krefst þess og framtíð barnana okkar. Krónan verður auðvitað áfram gjaldmiðill okkar þangað til. Á meðan reynum við að verja þessa blessuðu krónu en hvernig? Kannski verður þú einn af leiðtogum framsóknar í nánustu framtíð. Hver veit? Heyrumst.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

 Getur einhver skýrt út fyrir mér hvers vegna að þarf hærri en 1% stýrivexti á gjaldmiðil sem enginn vill eiga. Það getur enginn flutt krónur sínar úr landi, því það er ekki hægt að skipta þeim í verðmæti. Ísland er bara orðið lokað sker með sitt litla einka hagkerfi og það má ekki ganga endanlega frá því litla atvinnulífi sem eftir verður með óþarfa álagi á pappírssnifsin sem við notum til að hafa vöruskipti innanlands.

Mig vantar allaveganna útskýringar einhvers sem hefur á þessu meira vit en ég.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 11.10.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Jóhannes!

Hringdu í Guðna!

Hallur Magnússon, 11.10.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband