Sparisjóður Hafnarfjarðar endurreistur í upphaflegri mynd?
10.10.2008 | 16:01
Það er jákvætt að fyrrverandi starfsfólks Landsbanka sé eitthvað öruggara með sín mál en áður, en það hefði verið afar sérstakt ef ríkisvaldið hefði ekki tryggt að staðið yrði við alla kjarasamningar í kjölfar þjóðnýtingar.
En það eru fleiri óöruggir en starfsfólk þeirra banka sem þegar hafa verið þjóðnýttir. Starfsfólk Sparisjóðana horfir væntanlega með kvíða fram á veginn. Hvenær kemur að þeim?
Sparisjóðurinn Byr var nýlega breytt í hlutafélag og stóð í sameiningarviðræðum við Glitni þegar ósköpin dundu yfir. Að sjálfsögðu eru menn smeykir um að BYR geti lent í sambærilegum vandræðum.
Einn af stofnaðiljum Byrs var Sparisjóður Hafnarfjarðar. Ég var að lesa athyglisvert blogg hjá Gaflaaranum Gunnari Axel Axelssyni þar sem hann leggur til að ef Byr fer í þrot verði Sparisjóður Hafnarfjarðar endurreistur með fé sem lagt var til hliðar til samfélagslegra verkefna við stofnun Byrs.
Þetta athyglisverða blogg er á slóðinni:
Sparisjóður Hafnarfjarðar endurreistur
,,Mikill léttir að hafa fast land undir fótum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.