Ánægjuleg samvera með heilbrigðisráðherra og borgarstjóra!

Það er því miður ekki allt of mikið af góðum fréttum frá ríkisstjórninni þessa dagana og klukkustundirnar - þannig að ég vildi koma á framfæri góðum fréttum - og deila því með ykkur að ég átti ásamt fleirum afar ánægjulega samveru með heilbrigðisráðherra og borgarstjóra á Kjarvalstöðum í morgun!

Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undirrituðu nefnilega tímamótayfirlýsingu þar sem lýst er yfir vilja til þess að sameina félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík undir einn hatt. Sameiningin mun taka gildi um áramótin en undirbúningur þessa hefur staðið um nokkurt skeið.

Með þessu mun heimahjúkrun færast af forræði ríkisins yfir til Reykjavíkurborgar.

Sameining og samþætting þessi er mjög mikilvæg fyrir þá sem njóta heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík. Með sameiningunni er unnt að skipuleggja enn betur samvinnu þeirra aðilja sem koma að heimaþjónustu og heimahjúkrun. Vinnan verður markvissari og betri.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta eigi að vera á einni hendi hjá sveitarfélögunum - enda stóð ég að slíkri samþættingu er ég starfaði á Hornafirði. Þar sá ég og sannfærist um að slíkt fyrirkomuleg geti verið til miklla bóta.

Já, það er afar ánægjulegt að taka þátt í svona jákvæðu verkefni - og að sjá viljayfirlýsingu undirritaða mitt í þeim élum sem dynja á okkur í efnahagsmálunum.

Nú verð ég að rjúka af stað - því það er fundur í stjórn Velferðarráðs - þar sem meðal annars verður fjallað um sameiningu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu - því framundan eru spennandi verkefni á því sviði!

PS:

Ég vona að þið fyrirgefið mér að tengja þetta við frekar neikvæða frétt um Geir Haarde, Gordon Brown og Alistairs Darlings, en mig langaði svo að koma jákvæðri frétt á framfæri í efnahagsélunum!


mbl.is Geir tjáir sig ekki um ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heilsa 107

Sæll Hallur

Við sem þjóð eigum nú að sækjast eftir efnahagssamvinnu og myntbandlagi við Norðmenn!

Sögulega sóttu norskir sjálfstæðisbaráttumenn hingað til Íslands á landnámstíma og nú er komin sá tími að þeir íslensku “norðmenn” sem hér hafa verið í sjálfstæðisbáráttu í nálægt 1200 ár hefji kröftuga samvinnu við gamla Noreg í efnahags-sjálfstæðisbáráttu nýrra tíma og við dyr nýs heims.

Í dag liggja hagsmunir þessara tveggja þjóða saman með margskonar hætti. Fiskiðnaður, orkumál, utanríkismál (eru bæði utan ESB, Danmörk og Svíþjóð eru innan ESB) og í raun á flestum sviðum samfélagsmála.

Í dag liggur líka fyrir að hagsmunir Norðmanna vegna Glitnis eru miklir og ættu ríkisstjórnir Íslands og Noregs saman að reka þann banka áfram. Glitnir er með miklar skuldbindingar í Noregi og yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, um að Íslenska ríkið geti ekki borgað skuldir bankanna erlendis, ættu að valda ugg í Noregi

Við höfum margt að færa Norðmönnum í framtíðar samvinnu í gjörbreyttri heimsmynd, þar sem fyrirliggur að núverandi peningamarkaðshagfræði (=gjaldmiðlagræðgisbrálæði) (peningamarkaður er aðskilið eining frá framleiðslu og atvinnumarkaði), er hruninn. Ljóst virðist líka vera að glundroði innan ESB í björgunaraðgerðum dagsins í dag sýni að þar er ekki mikil samstaða og styrkur í efnahagstjórn. Þangað höfum við ekkert að gera.

Þetta vita Norðmenn! Þeir þekkja og meta vel raunvirði Íslands, virði lands og þjóðar. Við þurfum enga minnimáttarkenda að sýna í slíkri samvinnu.

Kær kveðja,

Kristján Emil Jónasson

Heilsa 107, 8.10.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Heilsa 107

Í bók Jóns J. Aðils, “Gullöld íslendinga” gefin út árið 1948 segir:

” En hún [byggingarsaga Íslands] er einnig fögur, því það er um leið saga um frelsisást og karlmannlegt sjálfstæði. “Frelsi” er í orði kveðnu tignað og tilbeðið um allan heim nú á dögum [1948] ; en því miður hættir mönnum oft til að afneita því og snúa við því bakinu þegar á herðir og ofsóknum er að mæta. Forfeður vorir tignuðu ekki frelsið með háróma lofsöngvum á strætum og gatnamótum en þeir vissu vel, hvað það var, og tignuðu og tilbáðu það í hjarta sínu, það sýndu þeir með því að leggja fyrir það allt, sem hjartanu er talið helgast og dýrmætast: óðöl, frændur og fósturjörð, eftir að þeir voru búnir að fórna blóði sínu á vigvellinum. Ísland varð þannig síðasti griðastaður þjóðfrelsis á Norðurlöndum. Þar tókst forferðum vorum að varðveita frelsi sitt óskert enn um langan aldur. og þar hefir niðjum þeirra tekizt að varðveita þjóðerni sitt og tungu óbreytta að heita má fram á þennan dag”

Kveðja,

Kristján Emil Jónasson

Heilsa 107, 8.10.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband