Íbúđalánasjóđur stofni dótturfélag í hlutafélagsformi um íbúđalán bankanna!

Ţađ er farsćlast ađ Íbúđalánasjóđur stofni dótturfélag í hlutafélagsformi um íbúđalán bankanna en setji ţau ekki undir sama hatt og hefđbundin íbúđalán sjóđsins. Fyrir  ţessu má fćra ýmis rök.

Ţađ er ekki ástćđa til ađ hćtta mikilvćgu jafnvćgi sem ríkir í fjárstýringu núverandi lánasafns Íbúđalánasjóđs. Rík áhersla hefur veriđ lögđ á ađ afborganir af lánum Íbúđalánsjóđs haldist í hendur viđ greiđslur Íbúđalánasjóđs af fjármögnunarlánum sjóđsins. Međ öđru öđrum orđum ţá er beint samband á milli lengdar og ávöxtunarkröfu fjármögnunarlána og útlána Íbúđalánasjóđs.

Bankarnir lentu hins vegar međal annars í krísu vegna ţess ađ langtímalán ţeirra á tiltölulega lágum vöxtum voru fjármögnuđ međ skammtímalánun. Nú síđustu mánuđi gátu bankarnir ekki endurfjármagnađ langtímaútlán sín á tiltölulega lágum vöxtum međ nýjum lánum á sambćrilegum vöxtum eđa lánum yfirleitt!

Núverandi útlán Íbúđalánasjóđs eru einsleit. Ţau eru verđtryggđ annúitetslán međ föstum vöxtum  í íslenskum krónum. Fjármögnun ţeirra er einnig einsleit. Verđtryggđ íbúđabréf í íslenskum krónum.

Íbúđalán bankanna eru hins vegar margskonar. Verđtryggđ annuitetslán í íslenskum krónum til langs tíma međ föstum vöxtum, verđtryggđ lán í íslenskum krónum međ rétti til breytinga á vöxtum á 5 ára fresti og ýmsar útfćrslur á erlendum lánum.

Ţá er ekki ljóst hvernig og á hvađa kjörum ţessi lán verđa tekin yfir. Ţađ er ákvörđunarefni út af fyrir sig, eins og talsmađur neytenda hefur bent á í pistli: Hagur neytenda verđi tryggđur viđ yfirtöku á erlendum íbúđarlánum

Ef Íbúđalánasjóđur tekur ţessi lán yfir ţá verđur núverandi jafnvćgi í fjárstýringu fyrir bí og sjóđurinn veikist í kjölfariđ.

Íbúđalánasjóđur er hreint ríkisfyrirtćki međ öllum ţeim réttindum og skyldum sem ţví fylgir.

Ţótt stór hluti fjármálakerfisins verđi ríkisvćddur á nćstu vikum og mánuđum til ţess ađ bjarga efnahagslífi ţjóđarinnar, ţá verđum viđ ađ líta til lengri framtíđar. Ţađ er engin ástćđa til ţess ađ hafa öll íbúđalán landsmanna í ríkisfyrirtćki og međ ríkisábyrgđ um alla framtíđ.

Viđ hljótum ţví ađ miđa ađgerđir okkar viđ ađ ríkiđ muni aftur draga sig til hlés í fjármálalífinu, en tryggi ţess í stađ tryggar og öruggari leikreglur á ţeim markađi. Mikilvćgt skref í endurreisn fjármálamarkađa og hlutabréfamarkađar getur veriđ endurkoma bankanna á íbúđalánamarkađi.

Ein leiđ gćti einmitt veriđ sú ađ endurreistir bankar kaupi hlut í dótturfélagi Íbúđalánasjóđs ţótt ríkiđ haldi meirihluta sínum um einhverja hríđ. Slíkt fyrirtćki í sameiginlegri eigu ríkisfyrirtćkisins Íbúđalánasjóđs og bankanna gćti í framtíđinni orđiđ traustur fjármögnunarađili fyrir vönduđ íbúđalán á Íslandi án beinnar ríkisábyrgđar.

Rökin fyrir ţví ađ Íbúđalánasjóđur stofni dótturfélag í hlutafélagsformi um íbúđalán bankanna eru fleiri - en ég lćt stađar numiđ hér ađ sinni.

 


mbl.is Ernst&Young tekur yfir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband