Eigum við kannske að taka upp rúblur?

Eigum við kannske að taka upp rúblur - nú þegar ljóst er að krónan er ónýt? Ég mæli reyndar ekki með því - en það að Rússar hafi nú veitt Íslandi lánafyrirgreiðslu á afar góðum kjörum - eru náttúrlega stórtíðindi.

Það er hætt við að einhverjum hafi svelgst á morgunkaffinu sínu við þessi tíðindi.

En fyrst við erum búin að leita til Rússa með góðum árangri - af hverju ekki að leita ekki aðeins lengra til þeirra sem eiga langstærsta dollaraforða utan Bandaríkjanna - vina okkar í Kína?

Hver veit nema við gætum leyst lausafjárkrísuna og gjaldeyriskrísuna á Íslandi á einu bretti með aðstoð Kínverja - og losa okkur þannig við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn?

Allavega er það umhugsunarinnar virði!


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já það kemur í ljós á tímum sem þessum hverjir eru vinir í raun ;)

Óskar Þorkelsson, 7.10.2008 kl. 09:23

2 identicon

Hvað í ósköpunum hefur á móti Alþjóða gjaldeyrissjóðnum?

Erum við of góðir til að þyggja aðstoð frá þeim?

Ég bendi á orð Þorvaldar Gylfasonar varðandi þetta:-)

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Ef menn eru hræddir vi valdaframsal vegna inngöngi í ESB þá ættu  menn að velta fyrir sér valdaframsalini þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tekur til hendinni!

Hallur Magnússon, 7.10.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband