Mun Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn enn sækja að Íbúðalánasjóði?
7.10.2008 | 07:29
Ætli Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn leggi enn einu sinni til að Íbúðalánasjóður verði lagður niður? Sú krafa hefur nánast verið eins og mantra hjá því ágæta fólki sem komið hefur til landsins að skoða efnahagsmál. Seðlabankastjórarnir íslensku hafa tekið undir þann söng - sem og fleiri í samfélaginu.
Þá vill Eftirlitsstofnun EFTA takmarka starfsemi Íbúðalánsjóðs! Ætli þeir höfðingjar í Brussel séu enn á þeim buxunum?
Sem betur fer stóðu Framsóknarmenn vörð um Íbúðalánasjóð á síðasta kjörtímabili - þrátt fyrir að hart hefði verið sótt að þeim - og sem betur fer hefur Jóhanna Sigurðardóttir staðið að baki Íbúðalánasjóði á þessu kjörtímabili.
Fjölskyldurnar geta nú þakkað Framsóknarflokknum og Jóhönnu fyrir - því varnarbaráttan hefur ekki verið auðveld!
Sjóðurinn taki bæði yfir innlendu og erlendu lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:30 | Facebook
Athugasemdir
Af yfirlýsingum Jóhönnu að dæma um að yfirtaka öll húsnæðislán bankann erlend sem innlend þá má allt eins búast við að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn komi sjálfur til að ákveða hvað verður um Íbúðalánasjóð. Það kemur því ekki á óvart að Geir sjái fram á þjóðargjaldþrot.
Magnús Sigurðsson, 7.10.2008 kl. 08:37
Stór spurning og ekki að ástæðulausu.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.10.2008 kl. 09:00
Ég segi bara; GUÐI SÉ LOF FYRIR ÍBÚÐARLÁNASJÓÐINN. Ekki myndi ég vilja vera með erlent lán núna eða nokkru sinnum. Ég er Íslendingur og vil helst sækja alla þá þjónustu sem hægt er að fá hér á landi.
Já, hún er að standa sig núna kella (Jóhanna Sigurðardóttir). Mér finnst að hún vera sá sem ég treysti mest af þeim í samfylkingunni. Ég held að það séu of margir sem eru hræddi við Davíð Oddson, það er allavega mín tilfinning.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 10.10.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.