Minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknarflokks!

Fjármálaeftirlitið hefur tekið stjórnina af forsætisráðherra sem hélt því fram í gærkvöldi að ekki lægi á traustum aðgerðum vegna efnahagsvandans sem Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn og Seðlabanka ber fyrst og fremst ábyrgð á. Annað hefur komið á daginn.

Forsætisráðherra er algerlega rúinn trausti eftir atburði helgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur stjórntækur í landsstjórninni.

Lausnin er minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknarflokks með hlutleysi Vinstri grænna. Verkefni minnihlutastjórnarinnar er að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahagsmálum í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins, aðila fjármálamarkaðarins, Seðlabanka og fleiri aðilja.

Í kjölfar nauðsynlegra aðgerða í efnahagsmálum verði boðað til kosninga.


mbl.is Lokað fyrir viðskipti með bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Runólfsson

Hvaða garnagaul er þetta Hallur minn? Fékkstu ekki morgunmatinn þinn

Þórður Runólfsson, 6.10.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þórður! 

.. .svona eins og Geir í gær!!!

Jú, en þetta er besta leiðin nú þegar Geir er búinn að vera. Sjálfstæðisflokknum veitir ekki af að gefa nýjum formanni smá andrými - meðan farið er í nauðsynlegar aðgerðir!

Merkilegt hver munurinn er aðgerðarlausum Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn með Samfylkingunni - og Sjálfstæðisflokknum í meirihluta með Framsókn í aðgerðarstjórn í borginni!

Hallur Magnússon, 6.10.2008 kl. 11:02

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Væri ekki eðlilegra að Samfylking og VG færu saman í stjórn og Framsókn veitti þeim hlutleysi? Reyndar hefur það verið boðið áður og Framsókn fór í fýlu.

Theódór Norðkvist, 6.10.2008 kl. 11:05

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jæja. Skoðanakannanir, svo ekki sé talað um síðustu kosningar sem eru vitanlega mun marktækari, hafa ekki beinlínis bent til þess að þjóðin beri mikið traust til Framsóknarflokksins og vilji hann í ríkisstjórn. Þannig að ég held einhvern veginn að þú ættir að fara þér hægt, Hallur minn, að tala um lítið traust til einhverra annarra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 11:12

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Það veitir ekki af stjórnunarreynslu Framsóknarflokksins í minnihlutastjórnina í þessu ástandi - með fullri virðingu fyrir VG.

Hallur Magnússon, 6.10.2008 kl. 11:16

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sjálfstæðisflokkur er í tilvistarkreppu og er eins og tröll sem hefur dagað uppi. Er ekkert ennþá búinn að fatta að allt sem sá flokkur trúi blint á er allt ekkert að virka. Þetta er eins og að horfa á harðlínukommúnista þegar Sovétríkin féllu.

Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir samvinnuhugsjón og félagshyggju en einmitt núna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.10.2008 kl. 11:16

7 Smámynd: Þórður Runólfsson

Já, það er mikið andrými hér vestur á nesi hjá ágætu fólki. Hann gæti tekið hér kúrs í School of common economy við einhverja höfnina eða bóndanum. Hann á jafnvel nokkra jábræður hér fyrir vestan sem gætu mögulega greitt götu hans. Ég veitt ekki með Fannar frá Rifi hvar hann stendur.

Það á bara að boða til kosninga. Held að þessi minnihlutastjórn mundi ekki virka.  

Þórður Runólfsson, 6.10.2008 kl. 11:19

8 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Góð samlíking, að líkja kreppunni sem Sjálfstæðisflokkurinn er í við gömlu kommana í Sovíet.  Því miður þá er flokkurinn í þvílíkri tilvistarkreppu vegna Evrópumála og leiðtogavandræða að hann getur ekki starfað í ríkisstjórn.  Kosningar eru nauðsynlegar og þær þurfa að snúast um Evrópumál.

Er ekki von til þess að Framsókn taki sig saman og greist framfarasinnaður Evrópuflokkur?  Annars þarf maður að kjósa Samfylkinguna, án þess að það sé svo sem endilega nokkuð slæmt.

Ólafur H. Guðgeirsson, 6.10.2008 kl. 11:45

9 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

En VG stoppa EU umsókn.

? hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að springa núna. Það var greinilega búið að henda Davíð seinnipartinn í gær.  Það þarf hóp úr Sjálfstæðisflokki til að verja slíka stjórn falli (eða vera með).

Salvör, það er ekki nema von að það sé svipur með systkinunum Kommúnistma og Frjálshyggju.  Nákvæmlega eins uppbyggð stjórnkerfi. Örfáir útvaldir sem fljóta ofaná og þurfa ekki að fara eftir leikreglunum. (boðskapnum)

Jóhannes Snævar Haraldsson, 6.10.2008 kl. 11:52

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég endurtek bra spurningu mína frá því á föstudaginn:

 Hvað er langt í landsfund Sjálfstæðismanna?

Mér finnst mega ráða það af fréttum að Samfylkingin er búin að fá nóg en Geir blokki allt.

Marinó G. Njálsson, 6.10.2008 kl. 11:54

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hjörtur.. ertu enn að blogga ? þú sem ert búinn að mæra gjalþrota peningastefnu sjálftektarflokksins undanfarna mánuði.. oftast með hroka og yfirlæti.. magnað að þú skulir yfir höfuð tjá þig opinberlega þessa dagana.

Hallur, nokkrir góðir punktar hjá þér eins og oftast.. en ég er ekki sammála öllu þarna.  Td stjórn Framsóknar og samfylkingar er óhugsandi á meðan guðni er við stjórn framsóknar.. 

annað.. aðgerðastjórn sjalftektarflokksins og framsóknar í rvk.. ertu ekki að gera at í okkur ?  Þessi mikla aðgerðastjórn hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut nema að koma fleirum framsóknarmönnum í há embætti borgarinnar en voru fyrir...  

Óskar Þorkelsson, 6.10.2008 kl. 12:00

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Óskar:

Margur heldur mig sig.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 12:17

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

  klént svar Hjörtur.. enda hefur eflaust ekki mikið ða segja á næstunni.. þinn heimur er hruninn.

Óskar Þorkelsson, 6.10.2008 kl. 12:21

14 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Allt rétt hjá þér Hallur. En fyrst verður þú að skipta Guðna út fyrir Valgerði. Því þið eruð farinn að tala um X B til ESB. Hætt með slagorðið X B en ekki EB.

Vigfús Davíðsson, 6.10.2008 kl. 13:42

15 identicon

Hallur. Nú um mundir þarf að leysa vandann og þjóðin þarf að fá frið fyrir stjórnmálamönnum. Í því ertu ekki friðasinni, Hallur. Auk þess yrði aðildarviðræður við ESB skilyrði sem ég sé ekki Vg hlutleysast. Yfirleitt erfitt að ímynda sér Vg sem burðastoð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:19

16 identicon

Yfirleitt er ég sámmála félaga Gísla Bald en í þessu tilfelli held ég að Hallur hafi rétt fyrir sér. ESB umsókn er óraunhæf í núverandi stjórnarsamstarfi og í því samhengi skiptir engu máli hvort VG stoppi það mál eða ekki. Rétt væri að Samfylkingin myndaði stjórn með öllum stjórnarandstöðuflokkunum sem tækist á við efnahagsvandann og boðaði svo til kosninga í vor þar sem samhliða yrði kosið um ESB-umsókn.

Daníel (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:25

17 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Þo ég sé sammála þér í þessu er ég ekki viss um að stjórnarbreyting nú sé rétta lausnin. Núverandi stjórn mætti þó gjarnan fá ráð frá fleirum en hægri mönnum

Bjarnveig Ingvadóttir, 6.10.2008 kl. 15:00

18 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég vona bara að Geir láti eitthvað af viti út úr sér klukkan fjögur. Best væri ef hann lýsti yfir að undirbúningur væri nú hafinn að aðildarviðræðum við ESB.

Vil ég minna fólk á fantaflott vídeó um ESB og Ísland á vísi.is. 

Þið farið á visir.is, vefmiðla og síðan í ítarefni og þar finnið þið vídeóið. Áfram ESB

Jón Gunnar Bjarkan, 6.10.2008 kl. 15:05

19 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Láttu þig dreyma Hallur minn

Haraldur Bjarnason, 6.10.2008 kl. 15:38

20 identicon

Já í sannleika sagt þarf Guðni að komast til valda eins og staðan er. og þrátt fyrir smæð okkar góða Framsóknarflokks allsstaðar þá er þar fólk með skynsemi sem er úti á meðal fólks og hlustar og tekur eftir. Hef til dæmis grun um að Bjarni Harðar hafi komið því inn hjá Guðna að vextirnir væru farnir að valda verðbólgu í landinu. Það er soldið síðan við stóðum á skrafi við bjarna og bentum honum á ástæðurnar margar og góðar sem bentu til þess að hávaxtastefna Davíðs væri allt að drepa. hans ætlun er að geta leyft þeim sem eiga aura að lifa á að gera ekki neitt. til að hafa 326.462 krónur í ráðstöfunartekjur þarftu bara að eiga 60 miljonir inná MX 12 sparnaðarreikningi Kaupþings Verðtryggðum þannig að áhættan er engin og þú færð vextina greidda mánaðarlega. þeir munu síðan hækka í takt við verðbólgu þannig að þú ert bara með öruggar tekjur sem hver sem er getur verið ánægður með án þess að gera nokkuð. Er þetta ekki soldið bogið ég bara spyr ég veit að peningar kosta en fyrr má nú aldeilis rota en dauðrota hver á að standa undir þessu ég meina það er ekki hægt og því segi ég að vaxta stefna seðlabankans er farinn að valda verðbólgu. Þetta er bara eitt atriði af um það bil 7 sem ég get skrifað í viðbót en ég veit að Guðni fattaði hvað við vorum að benda Bjarna á og hann fór að benda á þetta skömmu síðar sem síðan fleiri hafa tekið upp. held að fleiri og fleiri séu nefnilega að átta sig á stóra vandanum Of háir stýrivextir ásamt fullt af öðrum hlutum en stýrivextirnir eru hlutur sem er hægt að breyta á einfaldan og hraðvirkan máta.

Halldór (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband