Er aðild að ESB töfralausn við efnahagslegum óstöðugleika?
5.10.2008 | 16:37
Er aðild að ESB töfralausn við efnahagslegumóstöðugleika? Ég er persónulega ekki trúaður á törfralausnir yfirleitt, en Árni Páll Árnason röggsamasti þingmaður Samfylkingarinnar er viss í sinni sök ef marka má frétt Viðskiptablaðsins:
"Aðildin að ESB hefur hjálpað Eystrasaltsríkjunum til að halda efnahagslegum stöðugleika," segir Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir að það hafi sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að aðild að ESB sé töfralausn fyrir ríki í svipuðum aðstæðum og nú blasa við hér á landi.
Þótt Eystrasaltsríkin séu ennþá með ósamhverfar hagsveiflur gagnvart evrunni og séu að aðlegast evrunni og þótt þau séu með hávaxtastefnu þá njóta þau þess vegna aðildar að ERM2 að þeim bjóðast öryggislínur frá Evrópska Seðlabankanum. Löngu áður en kemur að evruaðild og upptöku evru njóta ríki fyrirgreiðslu úr Evrópska Seðlabankanum.
Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir," sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við Viðskiptablaðið í dag.
Það sýndi sig hjá Svíum árið 1992 og það sýndi sig hjá Finnunum. Í báðum tilvikum skapaði yfirlýsing um að stefnt væri að aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru forsendur fyrir efnahagslegan stöðugleika, sem ekki var á valdi þessara ríkja að skapa sér sjálf."
Þessi frétt (skálletraði textin að ofan) er á vb.is
Fjölgar í Ráðherrabústaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er það þess vegna sem það er yfir 15% verðbólga í Lettlandi og rúmlega 12% í Litháen?
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 17:09
Veit ekki!
Spurjum Árna Pál!
Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 17:14
Reynsla Svía var sú að eftir hörmungarkynni þeirra af gjaldmiðlasamstarfi við ESB frá 1991-1992 þá drógu Svíar þá rökréttu ályktun að bindast EKKI ERM I eða ERM II og að taka EKKI upp evrur. S V Í Þ J Ó Ð E R E K K I M E Ð E V R U !!
Hvað er maðurinn að tala um???? Finnar voru að flýta sér undan brunarústum síðasta stórverkefnis áætlunargerðarbrjálæðinga í Evrópu - Sovétríkjunum - og hefðu þeir gengið í hvað sem er, bara ekki nýtt Sovét eða miðstýrt ríkjasamband. En það eru kanski farnar að renna tvær grímur á Finna núna eftir atburði gærdagsins.
Var Finnland kanski ekki nógu stórt?.
Haltu bara áfram að galdra Hallur, þetta verður ekki meira satt og rétt við það. ESB hefur ekki hjálpað Svíum, Finnum eða nokkrum örðum nema 170.000 embættismönnum ESB sem vinna við báknið.
Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 17:19
hehehe ég er búsettur i svíthjód en hef ekki séd evrur hér
Pétur Hlíðar Magnússon, 5.10.2008 kl. 17:28
Þessi vtö ágætu ríki hafa verið að berjast við mikla verðbólgu a.m.k. síðastliðin 2 ár. Í maí sl. var verðbólgan í Lettlandi 17,5%. Og hún hefur verið að rokka upp og niður um nokkur prósetustig. Það gengur afskaplega erfiðlega að vinna á henni vegna þess að stýrivextir í löndunum verða að vera í námunda við stýrivexti Seðlabanka Evrópusambandsins sem tekur fyrst og fremst mið af stöðunni í Þýzkalandi þar sem hefur um árabil ríkt stöðnun. Þess vegna hafa nú vextir innan evrusvæðisins verið tiltölulega lágir undanfarin ár. Ekki vegna þess að það sé náttúrulögmál heldur vegna stöðnunar í Þýzkalandi. Svokallaður stöðugleiki evrusvæðsins (þ.e. Þýzkalands) heitir nefnilega stöðnun réttu nafni og hefur m.a. í för með sér stöðugt mikið atvinnuleysi og stöðugan sáralítinn sem engan hagvöxt.
Og hvers vegna eru stórir bankar og fjáramálastofnanir að fara á hausinn eða hafa verið þjóðnýttir ef Seðlabanki Evrópusambandsins er til staðar fyrir þá? Jú, vegna þess að hann er það ekki. Hann hefur hvorki heimild né nauðsynlegt fjármagn til þess að veita bönkum þrautalán og vera þeim þannig bakhjarl. Hann getur aðeins veitt tímabundna aðstoð í stuttan tíma. Og það hefur dugað ansi skammt.
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 17:32
Takk fyrir þetta strákar!
Eru engir sem vilja taka undir með Árna Páli?
Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 17:36
Er eitthvað óeðlilegt við það að það sé meiri verðbólga í Eystrasaltlöndunum en víðast annars staðar í Evrópu? Að sjálfsögðu ekki... til hvers voru þeir annars að rífa niður girðingar. Var það ekki til að freista þess að lífskjör hjá þeim yrðu með tíð og tíma svipuð og í "fyrirheitna landinu" Þýskalandi. ...hvernig gæti það annars öðruvísi gerst en að það kosti tímabundna verðbólgu?
Atli Hermannsson., 5.10.2008 kl. 18:10
Hallur ég get alveg skilið að menn séu að hugsa eitt og annað í kreppu þoku, en vandamálið við þetta ESB dót er bara það að þetta er stórt þjóðmál og það er engin leið til baka fyrir þjóðina. Þessvegna ættu ábyrgir aðilar ekki að vera velta svona máli fyrir sér á meðan það ríkir neyðarástand á Íslandi og ástandið fer einnig að verða svipað og ef ekki enn verra erlendis. Öll næstu ár veða ömurleg fyrir ESB í heild.
Þetta er ekki eitthvað sem bara er hægt að umgangast með einfaldri pólitískri sjanghæ sveiflu á svona tímum, svipað og gert er í frekar einföldum innanlandsstjórnmálum. Þetta mál klýfur allar þjóðir, en á svona tímum þá þverbrýtur þetta þjóðina og þá nauðsynlegu samstöðu sem þjóðin þarf á að halda núna. The timing is wrong!
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.