Evrópusambandsaðild afleiðing mistaka Davíðs?
4.10.2008 | 23:09
Það var ekki seinna vænna að ræða við norrænu seðlabankanna. Betur hefði verið að Davíð og félagar í seðlabankanum hefðu verið með þegar norrænu seðlabankarnir ræddu við þann bandaríska á dögunum og fengu lánalínur þangað!
Mæli með að það verði samhlið rætt við evrópska seðlabankann - enda virðist vera að við séum á hraðleið inn í Evrópusambandið hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Það er kaldhæðnislegt að Davíð kunni ekki einungis að hafa stútað krónunni með því að gera allt rangt um síðustu helgi og í vikunni - heldur verði athafnir hans til að koma okkur inn í Evrópusambandið - eins og ASÍ og flestir í SA vilja - og reyndar krefjast!
Rætt við norræna seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
Athugasemdir
það er tími til kominn að sameinast Norðurlöndum í ESB...til FRAMTÍÐAR
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.10.2008 kl. 23:19
Í hvaða heimi eru menn ? " koma okkur inn í Evrópusambandið". - Mörg ár - ef ekki áratugur - þarf til. Ýmsar mjög erfiðar kvaðir þarf að uppfylla. "Palli er nefnilega ekki einn í heiminum" !
Menn eiga að halda sig við kjarnann, þ.e. " Þegar býður þjóðarsómi, þá á Ísland eina sál". Umræður um önnur mál leiða aðeins á villigötur.
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:28
Komið þið sæl; Hallur og Anna, sem aðrir skrifarar og lesendur !
Þótt margt megi finna; Norðmönnum til hnjóðs, veit ég ekki til þess, að þeir hyggist skríða, auðmjúkir mjög, fyrir fætur skriffinna gömlu nýlenduveldanna, suður í Brussel, að svo komnu.
Þótt á hafi bjátað; hjá þeim sem öðrum, gegnum tíðina, að þá hafa þeir; Norðmenn, haft manndóm til, að vinna sig út úr erfiðleikum, ýmsum.
Anna Benkovic ! Minnstu niðurlægingar; frænda þinna, Króata, á sínum tíma, þá þeir gengu auðsveipir, undir ægivald Fjórða ríkisins. Lítil var reisnin þá, í króatískri sögu, Anna mín.
Hugsið ykkar gang; Hallur og Anna, áður en þið hvetjið landsmenn, til svo afdrifaríkra, sem illra verka, sem innganga í ESB yrði, fyrir komandi kynslóðir Íslendinga !
Með; fremur, þurrum kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:30
Óskar - enn og aftur!
Af hverju í ósköpunum ertu með rússneska, tvíhöfða örninn á blogginu þínu?
Eigum við kannske að ganga í rússneska ríkjasambandið?
Hallur Magnússon, 4.10.2008 kl. 23:34
Komið þið sæl; sem fyrr !
Hallur ! Getur verið; að skammtíma minni þitt, sé öllu lakara, en mitt eigið ? Man ekki betur; en að ég hafi uppfrætt þig, sem aðra lesendur síðu þinnar, á dögunum, um ástæðu þess. Tvíhöfða örninn er; til marks um minningar gildi Miklagarðsríkis (395 - 1453)(Austur- Rómverska ríkisins), en í núverandi mynd rússneska ríkjasambandsins, svo ljóst megi vera, þér sem öðrum Hallur minn.
Vona; að ekki hafi átt að vera, orðhengilsháttur, af þinni hálfu. Minni þig samt; á grein mína, í gær, um nauðsyn efnahagsbandalags Kanada - Grænlands - Íslands - Færeyja - Noregs og Rússlands, hvað gagnlegast yrði Norður- Íshafs þjóðum mjög, á komandi tímum.
Með enn; nokkuð þurrum kveðjum, en mildandi þó /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:49
Óskar segir..."Anna Benkovic ! Minnstu niðurlægingar; frænda þinna, Króata, á sínum tíma, þá þeir gengu auðsveipir, undir ægivald Fjórða ríkisins. Lítil var reisnin þá, í króatískri sögu, Anna mín. "...
Svar mitt er ; Óskar ÞAÐ ER EINMITT ÞAÐ SEM ÉG GERI, ENDA ERU KRÓATAR Í BIÐRÖÐ Í esb TIL AÐ TRYGGJA SJÁLFSTÆÐI SITT!...ekki blekkja fólk Óskar!
Sja td.
Croatia expects to wrap up EU accession talks by October 2009
17/09/2008
BRUSSELS, Belgium -- Croatia expects to wrap up EU accession talks within the mandate of the current European Commission (EC), which ends in October 2009, Croatian Prime Minister Ivo Sanader and EC President Jose Manuel Barroso agreed after meeting in Brussels on Tuesday (September 16th). Barroso praised Croatia for its progress on the road to the EU but added it still has work to do, especially in addressing its judiciary, economic competitiveness and shipbuilding industry. Sanader agreed that his country still has "homework". He also expressed Croatia's readiness to overcome problems cited in the EC's latest progress report. (Vecernji List, HRT, BTA - 16/09/08)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.10.2008 kl. 23:53
En ég átta mig ekki á því hvað ísvona þjóðlegur íslendingur er að gera með tvíhöfða örninn?
Hugmyndin um efnahagsbandalagið er nú ekki það vitlausasta sem komið hefur frá þér :)
Hallur Magnússon, 4.10.2008 kl. 23:55
Skulum nú sjá hvernig ESB / Evran fer úr þessari kreppu áður en allir fara á hné og lofsyngja það sem einhverja töfralausn.
Og allt tal um ESB Aðild eða Upptaka Evru er misleiðing frá þeim atriðum sem skipta máli í dag, Því lausn á þeim efnahagsvandamálum sem eru að stríða okkur núna koma fyrir, ekki eitthvað sem gerist eða gerist ekki eftir nokkuð mörg ár.
Komið eftir 2 ár þegar þetta ástand er runnið yfir og lofsamið þá ESB og Evruna, þegar það skiptir einhverju máli. Því einsog staðan er núna, þá skiptir ESB aðild og Upptaka Evru ekki nokkru máli og sinnir aðeins því hlutverki að slá ryki í augu almennings.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 00:04
Hallur þú fullyrðir að Davíð hafi gert mistök. Í hverju eru þau mistök fólgin og hvað hefur þú fyrir þér í þessu annað en sögusagnir?
Calvín, 5.10.2008 kl. 00:36
Komið þið sæl; enn !
Anna ! Það er ekki háttur minn; að blekkja fólk. Króatía; sem önnur lönd, hver undirgangast ESB, eru að ganga beint, í gin þýzku hrægammanna, svari þetta þér, að nokkru. Minnumst þess; að allt frá 10. öld, hóf Ottó I. keisari draum Þjóðverja, um að verða, sem einskonar yfirþjóð Evrópu, á stall. Því lauk ekkert, með ósigri skrattakollsins Hitlers, haldir þú, sem annað hrekklaust fólk, það.
Hallur ! Tryggð mín; við sögu, sem hin illu örlög Býzans - Miklagarðsríkis, hefir með mér blundað, allt frá æsku. Sem unnandi fornra fræða, vil ég fá, að halda þeirri sérvizku, sem verið hefir. Þakka þér; ígrundun orða minna, um framtíð Norður- Íshafs þjóða. Sýnir; að vel megi reifa, hinar ýmsu uppástungur, við þig Hallur minn, þrátt fyrir allt.
Með; mun betri kveðjum, en þeim fyrri, að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 01:07
Kominn tími til að sameina norðurlöndin já, nokkuð til í því. Saman við værum eitt sterkasta efnhagssvæði í heiminum ef við ynnum saman með okkar krónur. Og sé ég ekki hvernig evrópusambandið kemur inní, það batterí. sem á eftir að fella fleiri en margur getur ímyndað sér hvar haldið þið virkilega að evran þessi "töfra gjaldmiðill" sem á að bjarga Íslandi verði eftir fá misseri þegar átökin í heiminum munu dreifast víðar og heimsmyndin breitist.. það þarf ekki mikið til að fella þann gjaldeyri þegar á lengri tíma er litið þó mikið sé farið að halla á nú þegar hjá mörgum,, þar af segja ef fólk hefur áhuga á að líta raunsætt á hlutina þar sem því miður fáir íslendingar sjá í gegnum súpuna sem matreidd eru ofan í þá. að kyngja sjálfstæðinu, sögunni, valdinu og stoltinu öllu saman á einu bretti ætti í raun að vera glæpsamlegt atferli sem því miður of margir í þessu landi vinna hörðum höndum að því málefni. Samanber Samfylging og Baugsmenn og fleiri. Látum ekki "lýðskrumarana" hafa betur..
Ps gefiði Davíð smá breik maðurinn ætti nú að hafa stærri yfirsjón á málin en flestir kaffiblokkarar í þessu landi.
Góðar Stundir Rikilius
Rikilius (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 04:12
Já, göngum í ESB og tökum upp bankareglur sem þar gilda. Þá ætti okkur að vera borgið. Ekki eru bankar í ESB í neinum vandræðum sem sýnir að þeirra reglur eru að virka og vernda almenning. Ég geri það hér með að minni tillögu að Ísland taki upp reglur ESB um fjármálastofnanir og frjálst flæði fjármagns. Aðeins þannig getum við komið okkur á réttan kjöl.
Björn Heiðdal, 5.10.2008 kl. 04:42
Þetta er nú rakalaust bull hjá þér Hallur minn, með allri virðingu. Þú feller í þá gryfju að persónugera þetta allt saman. Þetta eru hagsmunaárekstrar af versta tagi þar sem fjárhagsöflin sem hafa dregið okkur niður í svaðið verja sína hagsmuni með kjafti og klóm.
Það kom skírsla frá Alþjóðabankanum - IMF í vor og nú aftur í haust (engir íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað um hana... !) og einnig margfræg grein professors Robert Wade við London School of Economics sem birtist í Financial Times sem bentu á það sem hefur gerst. Áróðursmaskínur fjármálastofnanna, takið eftir Richard Porter og Friðrik Már Baldursson vísuðu þessu á bug. Nú er þessi umræddi Richard Porter einnig farinn að gagrýna Íslenska Seðlabankann fyrir að hrinda þessu af stað. Hmm, traustvekjandi?
Takið nú eftir þessari umræðu um Davíð. Þetta er auðvitað ekki Davíð þetta er Seðlabanki Íslands og Ríkisstjórnin. Mitt álit er að þeir hafa vitað þetta í talsverðan tíma og í raun vitað að þeir höfðu ekki fjárhagslega burði til að bjarga íslenska fjármálakerfinu. Atburðir síðustu 3-4 vikna hafi flytt þessu ferli.
Leigupennar hagsmunnaaðila (bankanna og hluthafa þeirra) hafa hamrað á Seðlabankanum og hafa notað sér grunnhyggni almennings og stjórnmálamanna með að persónugera þetta. Þeir urðu að gera þessar aðgerðir með Glitni sem er gjaldþrota, hvað sem hver segir. Sjá viðtal við Jón Daníelsson professor í London School of Economics á RUV - Speglinum þann 3.10.2008 http://www.ruv.is/spegillinn/
Þetta snýst að lokum allt spurning um hver á að "borga brúsann" og hverjum á að bjarga. Um hvort eigi að fórna hagsmunum eiganda fjármálastofnanna eða framtíðarhagsmunum íslensku þjóðarinnar.
Seðlabanki og rikistjórn þurfa að hafa "pókerfés" þeir geta ekki svarða þessum ásökunum sem hrannast á þá en við skulum nú samt ekki vera svo vitlaus enn eina ferðina. Ég vona að niðurstaðan verði sem best fyrir fólkið í landinu. Erfiðir tímar eru framundan.
Gunn (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 08:24
Hallur:
Enn og aftur
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 08:29
Hlustið á hvað aðilar og einstaklingar hafa að segja í þessari umræðu. Greinið hvaða hagsmuni er verið að verja (pólitíska, efnahagslega) og hverju er verið að koma á framfæri? og hverjum er verið að veita högg og hvers vegna? Almenningur er grunnhygginn og lætur létt plata sig.
Það er augljóslega vegið að Davíð, en hvers vegna? Það skyldi kanski vera út af því að hann sé að verja hagsmuni þjóðarinnar á kostnað bankanna og fjárhagsaflanna? Hef aldrei haft sérstakt álit á Davíð sem stjórnmálamanni en mig grunar að þetta er að gerast núna. ... Sjáum hvað setur. Þeir sem gagrýna Davíð minst eru Vinstri Grænir, held að Steingrímur Sigfússon sé búinn að fatta þetta.
Gunn (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 08:41
Davíð Oddsson er og verður einn stærsti stjórnmálamaður, sem þetta land hefur alið af sér. Hann hefði hins vegar átt að draga sig í hlé eftir að hann hætti sem utanríkisráðherra. Það var afleikur hjá honum að láta skipa sig sem seðlabankastjóra. Að kenna honum um hvernig hefur farið er óréttlátt og heimskulegt. Davíð kom þjóðinni aftur á sporið, það voru aðrir aðilar, sem komu þjóðinni út af sporinu.
Tími stjórnmálamanna kemur og fer og tími sumra stjórnmálamanna mun koma. Ég held að tími ýmissa stjórnmálamanna sé nú á þrotum, þar á meðal stjórnmálamannsins Davíðs.
Ljóst er að landið stefnir hraðbyri inn í ESB og næsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins mun taka af allan efa í þeim efnum. Samkvæmt skoðanakönnun fyrir 2-3 mánuðum voru 60% sjálfstæðismanna hlynntir aðildarviðræðum. Nú grunar mig að prósentan sé komin í 70-80%.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um tvennt að ræða: skipta um skoðun eða taka áhættuna að flokkurinn klofni og/eða að Samfylkingin styrkist mjög og nálgist 50% fylgi. Síðari kosturinn er hræðilegur og myndi kalla yfir landið miklar hörmungar.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að vera í stjórn, því hinn kosturinn er vinstri óstjórn. Sumir myndu segja að við byggjum nú við hægri óstjórn. Ég vil meina að að við búum við vanstjórn og umræðustjórnmál. Það sem þarf eru gömlu góðu aðgerðarstjórnmálin hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.
Að Davíð hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að styðja ESB aðild og þá óskynsamlegu að styðja Schengen samstarfið, sem var auðvitað óþarfi, sbr. aukaaðild Bretlands og Írlands að því samkomulagi. En þessi lönd fá það sem þau vilja út úr samstarfinu, en halda samt áfram uppi vökulu auga á landamærunum. Sambandið er fullt af slíkum möguleikum. Davíð er á móti ESB aðilda og hann hefur rétt á sinni skoðun. Davíð er snillingur, en mannlegur og það er mannlegt að skjátlast.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.10.2008 kl. 08:51
Með að persónugera Seðlabanka Íslands í Davíð sem hefur neikvæða ímynd í hugum margra. Davíð er núna ríkisstarfsmaður og hefur engin áhrif á umsóknaraðild að ESB sem gæti verið rétt spor. Það sem er stóra spurningin núna er: kastar Seðlabanki Evrópu líflínu til okkar? Ef ekki hvað segir það okkur um afstöðu þeirra? Það að ganga í EB tekur mörg ár og ekki víst að við fáum aðild að myntbandalaginu þar sem við erum of skuldug og verðum með of mikin halla á ríkisrekstriunum, en það er rétt skref að hefja aðildarviðræður. Það er samt skynsamlegt að ekki veikja okkar samningstöðu þannig að við sættum okkur við hvað sem er. Munum það að Ísland kemur til með að borga í sjóði bandalagsins mun meira en við fáum út úr þeim og okkar einasti ávinningur er að við fáum evru og það gæti verið okkur dýrt auk þess tekur það mörg ár.
Vandmál okkar núna er að það þarf að taka geysistórar ákvarðanir á næstu 20 klukkustundum þegar bankar opna í Evrópu og það mun hafa afleiðingar á framtíð þjóðarinnar. Það er ljóst að það þarf einnig að senda þetta blessaða fjármálafrumvarp til föðurhúsa, hallalaus fjárlög nú eru frumskilyrði.
Gunn (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 09:04
Það yrði kaldhæðinslegt hlutskipti ef þú reynist sannspár. En við vonum að það rætist ekki. þ.e. að það rætist úr þessu.
Sigurður Þórðarson, 5.10.2008 kl. 09:18
Þótt ég gagnrýni Davíð Oddsson hart þessa dagana - enda er hann holdgervingur Seðlabankans sem aðalbankastjóri hans - þá vil ég taka eftirfarandi skýrt fram:
Davíð Oddsson er einn stórbrotnasti og merkasti stjórnmálamaður 20. aldarinnar.
Davíð Oddsson er einn skemmtilegasti maður og í hópi greindustu manna sem ég hef kynnst.
Davíð Oddsson á stóran hlut í framförum íslensku þjóðarinnar á undanförnum árum - reyndar mest með Framsókn :)
Mér er vel við Davíð - ekki illa við hann.
Stærstu mistök Davíðs var að gerast Seðlabankastjóri. Meðan hann hefur verið aðalbankastjóri hefur Seðlabankinn gert hver mistökin á færur öðrum - allt frá því að ég fór að fylgjast náið með Seðlabankanum 2003. Mistök helgarinnar og undanfarinna daga eru því miður ekki þau fyrstu.
Það er sorglegt að mistök Davíðs í fjölmiðlamálinu og í Íraksmálinu - sem og mistök hans sem Seðlabankastjóri - muni í ljósi sögunnar skyggja á það sem Davíð hefur annars áorkað í íslenskri pólitík - þótt ég hafi fjarri því verið sammála öllu því sem hann hefur gert.
Vildi hafa þetta á hreinu.
... og Hjörtur - gaman að ég geti glatt þig svona
Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.