Drög að vinstri miðjustjórn um aðildarviðræður að Evrópusambandinu!
3.10.2008 | 16:16
Mér sýnist vera að myndast drög að vinstri stjórn sem hafi það að markmiði að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandinu! Reyndar ekki alveg í augnablikinu því forystumennirnir telja - eðlilega - brýnast að ná tökum á núverandi ófremdarastandi.
Það er frétt að formaður Vinstri grænna opnar á að afstaða VG til Evrópusambandsins kunni að breytast þegar búið sé að vinna úr þeim ósköpum sem nú ganga á. Það er ljóst hvar Samfylkingin stendur. Þá undirstrikar Guðni Ágústsson að Framsóknarmenn séu sammála um að vera ósammála um Evrópusambandið!
Ég er þess fullviss að þessir þrír flokkar muni ná saman um að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið til að fá á hreint hvað er í boði. Á grundvelli þess verði síðan ákveðið hvort skrefið verði tekið. Þar geta menn haft mismunandi skoðanir innan þessar flokka.
Ég er til að mynda ekki reiðubúinn að segja að við eigum skilyrðislaust að ganga í Evrópusambandið. Ég vil sjá niðurstöður aðildarviðræðnanna fyrst.
En ég vil gjarnan sjá vinstri miðjustjórn sem hafi þetta að markmiði. Það þarf nefnilega tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni.
Tel mikilvægt að í slíku ferli sé gott jafnvægi milli manna eins og Guðna og Steingríms sem munu vera afar varfærnir í að ganga í Evrópusambandið og munu aldrei gera það nema mjög góðir samningar náist - á meðan Ingibjörg Sólrún sé ákveðin að vilja inn. Það er bara gott - því við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað sem það kostar!
Evran ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Þorsteinn Már Baldvinsson. mbl.is
Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins
Adolf (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:03
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 17:26
Ef þessum vanhæfa seðlabankastjóra verður ekki sagt upp og við sækjum ekki tafarlaust um aðild - þá er kominn tími á stjórnarslit - það er alveg ljóst!
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 3.10.2008 kl. 20:15
Af hverju ertu alltaf að flýta þér svona mikið? Ég náði varla andanum við lesturinn. En burtséð frá því, er miðjustjórnin þín framsókn, vinstri grænir og samfylking? Ef svo er er þetta vinstri stjórn vegna þess að framsókn er svo lítil í dag að hún vegur ekki upp á móti vinstri flokkunum. Frá því að ég man eftir mér hefur sjálfstæðisflokkurinn verið við stjórn. Honum hefur gengið misvel að stjórna en hins vegar vel að drepa flokkana af sér sem hafa stjórnað með honum. Nú er talað um bankakerfið. Hvað um sparisjóðina? Eru þeir ekki bankar? Erum við ekki í Evrópu? Ef ég er í Evrópu ætla ég að ganga í Evrópusambandið á morgun eða hinn daginn.
Bið kærlega að heilsa mömmu þinni.
Kveðja
Ben.Ax.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 20:16
Takk Benedikt!
Skila kveðjunni til mömmu.
Samfylkingin er orðin að hluta til miðflokkur. Þess vegna kalla ég þetta vinstri miðflokkastjórn
Hallur Magnússon, 3.10.2008 kl. 23:08
sæll og takk fyrir þetta blogg - eins og fyrri daginn erum við sammála um margt hallur og líklega allt sem máli skiptir sem er:
1. við göngum ekki í esb í einhverju bráðræði og því er málið alls ekki á dagskrá þessa dagana en við skulum taka það áfram til umræðu þegar um hægist.
2. vinstri stjórn með þátttöku framsóknar er um margt líklegri til að leysa efnahagsvandann heldur en sú stjórn sem nú er við völd.
3. við erum sammála um að báðir hópar eiga rétt á sér innan okkar flokks, aðildarsinnar og við hinir sem viljum alls ekki fórna fullveldinu.
ps. mér þykir benedikt axelsson muna stutt aftur. vitaskuld eru til orðnir í okkar landi kjósendur sem ekki muna annað en að íhaldið hafi verið í stjórnarráðinu en síðast þegar verulega reyndi á landsstjórnina þá var það undir fimm flokka vinstri stjórn steingríms og það var sú stjórn sem mestu grettistaki hefur lyft í landsstjórninni. veikur sjálfstæðisflokkur eins og var hjá þorsteini og er hjá geir er vondur kostur til landsstjórnar!
pps. minn málskilningur er að það heiti einfaldlega vinstri stjórn þegar framsókn vinnur með vinstri flokkunum, - vinstri stjórn án framsóknar er einfaldlega vond vinstristjórn...
Bjarni Harðarson, 4.10.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.