Vinstri stjórn fyrir haustið!

Það þarf að mynda vinstri stjórn á Íslandi fyrir haustið því það er deginum ljósara að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki við efnahagsmálin á Íslandi - hvorki úr Seðlabankanum né forsætisráðuneytinu.

Seðlabankinn undir stjórn Sjálfstæðismanna hefur brugðist allt frá árinu 2003 þegar hann aulaðist til að lækka bindiskyldu íslensku bankanna - sem til dæmis Spánverjar gerðu ekki og standa sterkir í bankaheiminum  í dag - og með hávaxtastefnu sinni sem lagt hefur íslenskt atvinnulíf í rúst og kyndir nú undir verðbólgu - og mistaka í að auka ekki gjaldeyrisforða landsins í góðærinu þegar krónan var sterk - sem skilar sér í gengishruni í dag og óðaverðbólgu!

Ríkisstjórnin undir stjórn Sjálfstæðismanna sem annars vegar setti allt á hvolf með 20% raunaukningu í verðbólgufjárlögum fyrir árið 2008 - og aðgerðaleysi sitt - fyrir utan smá lífsmark gagnvart Íbúðalánasjóði í sumar - allt þar til hún þjóðnýtti Glitni - úr farþegasætinu - nú um helgina!

Já, það þarf að mynda vinstri stjórn.

Sá áðan í Kastljósinu tvo öfluga ráðherra í slíka ríkisstjórn - núverandi bankamálaráðherra Björgvin G. Sigurðsson -  sem varð að kyngja orðnum hlut Sjálfstæðismanna í þjóðnýtingunni en hefur að öðru leyti staðið sig vel - og fyrrverandi bankamálaráðherra Valgerði Sverrisdóttur - sem var frábær ráðherra í fyrri ríkisstjórn - bæði sem viðskipta- og iðnaðarráðherra og sem utanríkisráðherra!

Hins vegar er jafn nauðsynlegt að halda góðri aðgerðarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík út kjörtímabilið!


mbl.is Moody's lækkar einkunn Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Arnþór!

Hvaða hagstjórnarmistök ertu að tala um sem Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á umfram Sjálfstæðisflokkinn?

Hallur Magnússon, 30.9.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Steingrímur J. SigfússonSvo þú villt þetts.

Rauða Ljónið, 30.9.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurjón!

Þá sérðu hvað ástandið í stjórnun Sjálfstæðisflokknum er orðin slæm!

Hallur Magnússon, 30.9.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það er gott að vita til þess að Arnþór telur allt Framsókn að kenna, það bendir til þess að hann hafi svo mikið álit á framsóknarmönnum að þeim einum sé treystandi til að framkvæma í ríkisstjórn, aðrir eru bara farþegar í þeirri för.  Arnþór komdu í flokkinn og taktu þátt í að koma "vitinu" fyrir Brúnastaðabóndann og bóksalan í stað þess að sitja við tölvuna og bíða eftir okkur hinum.  Ef Framsókn leysir ekki vandann gerir engin það... um það erum við greinilega sammála.

G. Valdimar Valdemarsson, 30.9.2008 kl. 21:39

5 identicon

"sem til dæmis Spánverjar gerðu ekki"

 Þetta er brandari dagsins. Spánverjar eru í algjöru rugli.

birgir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:15

6 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Hættið þessu helvítis pexi strákar og förum að gera eitthvað af viti til að koma á nýrri stjórn sem sækir strax um aðild að EU. Það verður að bjarga landinu!!!!!!

Addi, álversáhrifin eru bara brandari miðað við það gríðarlega innstreymi fjármagns sem varð vegna hagstjórnarmistaka í fyrri stjórn. Hávaxtastefnan geri Ísland að lang bestu bankabókinni og í frjálsu fjármagnsflæði hauguðust peningarnir inn í landið með þeim afleiðingum sem við sjáum nú. Aðal útflutningsvara þjóðarinnar eru vextir. Segðu mér líka hvers vegna ég var að kjósa Samfylkinguna síðast, það þurfti ekkert að skipta um stuðningsfótinn undir Íhaldinu.

G Vald, ég gaf skít í flokkinn okkar í síðustu stjórn (er þó sennilega skráður félagi ennþá) því þeir voru orðnir algjörir jábræður Sjálfstæðisflokks og það var margt gert sem ekki er til fyrirmyndar. Uppgjörið í  framsókn sýndi það líka.

Snúum okkur að því sem máli skiptir. Hallur, farðu ekki að ráða í ráðuneytin strax.

Ef Addi fer í að tala við sítt fólk = 18

G Vald talar við bóndasoninn og bóksalann  = 7

Þá erum við komnir með 25

Hvar í andskotanum fáum við rest?

Einhverja úr Frjálslyndum sem eru að springa?

Svikara frá íhaldinu? (annað eins hefur nú gerst)

VG, myndu þeir sætta sig við að sótt yrði um til að láta reyna á hvað býðst?

Af stað með ykkur. Það þarf að gera eitthvað áður en RESTIN fer til andskotans.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 30.9.2008 kl. 22:29

7 identicon

Þetta er ekki raunhæft án kosninga Hallur. B+S+V gerir 34 þingsæti sem samanstendur af tvístraðri stjórnarandstöðu. S+V+F gerir 31 þingsæti og allir sjá að það er ekki raunhæfur möguleiki miðað við stöðu FF. Kosningar eru ekki valkostur sem hugnast mér ekki í miðri krísu.  Þar með frestaðist allar ákvarðanir í heila tvo mánuði. Þú hefur komið með betri hugmyndir Hallur auk þess að Framsókn þarf meiri tíma til að safna liði. Kosningar er ekki efnahagsúrræði.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:21

8 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Stundum skíta sjálfstæðismenn á sig Hallur og hrópa síðan hver kúkaði í buxurnar mínar?

Þorvaldur Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 10:46

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

VG og Guðna í ríkisstjórn....hjálpi mér. Framóknarflórinn er enn ómokaður eftir 12 ára niðurgang og VG halda að enn sér árið 1958.... ég held ekki Hallur... sama og þegið.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2008 kl. 15:26

10 identicon

Hallur hvað borga Baugs feðgar þér fyrir að vera málpípa þeirra kv Adolf sem sér gengnum holt  hæðir og menn líka

adolf (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:00

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Þú segir nokkuð Adolf!

Ég ætti kannske að semja um bút úr þrotabúinu!

En án gríns ... þá vita þeir sem mig þekkja að hingað til hef ég ekki haft skoðanir eftir pöntun - hvað þá fengið borgað fyrir þær!  Ég segi það sem mér liggur á hjarta - óháð því hvort það hentar einhverjum eða ekki. Þú getur til dæmis fengið það staðfest hjá Guðna Ágústssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Steingrími Hermannssyni - en þeim hefur öllum á einhverjum tímapunkti sviðið gagnrýni mín á þá sem formenn Framsóknarflokksins!

Hallur Magnússon, 1.10.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband