Setið við banalegu krónunnar?

Það læðist að mann sá grunur að ráðalausir ráðamenn þjóðarinnar sitju nú við banalegu krónunnar og undibúi líkvökuna!

Vonandi eru menn þó að undirbúa öflugar efnahagsaðgerðir

Undarlegt þó að heyra Geir Haarde ítrekað reyna að segja okkur að fundarhöldin séu nánast saklaust teboð en hafi ekkert með efnahagsmálin sérstaklega að gera!


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða barnaskapur er þetta Hallur minn. Auðvitað geta þeir ekki gert neitt annað en þetta.

Að taka upp Evru er ekki hægt í stöðunni þetta er eins og hvert annað bull. Þeir eyddu núna stórum hluta gjaldeyrisvarasjóðs Íslendinga til að "bjarga" Glitni en það fylgir böggull skammrifi, honum fylgja stórar skuldir og væntanlega rúllar hér einnig FL-"ENRON" þeas Stoðir og væntanlega á Baugur í erfiðleikum. Hinn möguleikinn hefði náttúrulega verið að láta þetta rúlla.

Núna eru menn í fleirri vikur og mánuði hamast á Seðlabankanum og hafa þvingað hann til að segja það sem marga hefur kanski verið farið að gruna að við fáum ekki skiptasamning við Seðlabanka Bandaríkjanna enn sem komið er. Hefði þar satt kyrrt legið. Men héldu því fram að Seðlabankinn hefði þarna sökum leti og vankunnáttu komið þessu til leiðar sem auðvitað reyndist ekki rétt. Barnaskapurinn er svo mikill að menn tala um aðgerðaleysi Seðlabankans til að styrkja krónunna og það getur hann á tvennan hátt annars vegar hækka vexti og hins vegar keypt krónur og það hefur hann ekki bolmagn til. Við erum í gríðarlegum erfiðleikum og það virðast ekki mörg tækifæri til sóknar í stöðunni núna en langtímahorfur enn sem komið er eru taldar góðar. Það er alla vega jákvætt. En niðursveiflan hún kemur til með að verða staðreynd. Kmæ

Gunn (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband