Mikilvæg vaxtalækkun Kaupþings
27.9.2008 | 10:47
Vaxtalækkun Kaupþings á verðtryggðum íbúðalánum er mikilvæg í því ástandi sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Kaupþing hefur fengið góð kjör í fjármögnunarútboðinu eða 5,0 að meðaltali. Útlánavextir Kaupþings eru því 5,9% sem er 1% hærra en útlánavextir Íbúðalánasjóðs sem nú eru 4,9% á sambærilegum lánum.
Menn kynnu að spyrja af hverju þetta sé svo mikilvægt þegar vextir Kaupþings eru heilu prósenti hærra en vextir Íbúðalánasjóðs!
Svarið liggur í óeðlilega lágu hámarksláni Íbúðalánasjóðs - sem nú er 20 milljónir króna. Það dugir ekki til kaupa á millistórri eign!
En þar sem ekki er slíkt hámark á lánum Kaupþings þá skiptir þessu lækkun vaxta mála. Hún gæti hjálpað til við að halda einhverju lífi í fasteignamarkaðinn.
En vandamálið er hins vegar hve lág fjárhæðin er sem Kaupþing hefur til umráð á þessum lágu vöxtum - einungis 1 milljarður.
Kaupþing lækkar vexti á íbúðalánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður að taka mið af verðbólguinni þegar á að kaupa sér íbúð. Það er talið að hún verði jafvel 20% í November ef krónan fer ekki að styrkjast. Ég ráðlegg engum að fara út í fasteignakaup eins og staðan er núna. Allavegana þarf fólk að vera vel undirbúið og helst að eiga góðan sjóð.
Jón V Viðarsson, 27.9.2008 kl. 11:33
Sæll,
Hvernig líst þér á að fólk skuldi bara 20mil. og ef það er að kaupa sér fyrir 30mil. þá eigi það bara mismuninn sjálft?
En þetta hjálpar verðinu að haldast á stærri eignum.
Ég vona að Kaupþing haldi ótrauðir áfram í skuldabréfaútgáfunni, go Kaupþing.
Johnny Bravo, 27.9.2008 kl. 12:06
Undarleg er sú ákvörðun Íbó að heimila ekki veðsetningar fyrir framan sín lán (án þess að skerða íbó-lán) eins og alltaf var mögulegt fram til ca. 2004. Það er ranglega talað um að Íbó láni allt að 80% þegar svona er, þeir lána bara 80% af ódýrustu eignunum. Ef þessu yrði breytt aftur í sama horf myndi það hafa verulega góð áhrif á markaðinn og eignir yfir 30 millj. færu að hreifast eitthvað
kaup maður (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.