Guðni meðflutningsmaður Birkis Jóns um þjóðaratkvæði um Evrópusambandið?

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hlýtur að fylgja stefnu Framsóknarflokksins um þjóðaratkvæði um það hvort ganga eigi til viðræðna við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu og verða meðflutningsmaður Birkis Jóns Jónssonar á boðaðri þingsályktunartillögu hans þess efnis.

Eins og kunnugt er sýndi Guðni leiðtogahæfileika sína þegar hann gekk fram fyrir skjöldu í Evrópumálunum og sameinaði fylgismenn Evrópusambandsins, andstæðinga þess og þann stóra hóp sem er beggja blands í Framsóknarflokknum með tillögu um að ákveða ætti í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort ganga ætti til viðræðna við ESB. Einnig að kjósa skuli um hvort ganga skuli í Evrópusambandið á grunni niðurstöðu samningsviðræðna eða ekki.

Nánast allir Framsóknarmenn fylktu liði bak við leiðtoga sinn í þessu máli og víðtæk sátt náðist um aðferðafræðina.

Nú ríður á forystuhæfileika Guðna í að koma þessu stefnumáli Framsóknarflokksins í framkvæmd á farsælan hátt. Það gerir hann best með því að standa að baki Birkis Jóns - þessa unga og öfluga þingmanns Framsóknarflokksins. Best væri ef Guðni yrði fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar - enda óskoraður leiðtogi flokksins sem á að vera í fararbroddi í framkvæmd helstu stefnumála flokksins!

Það þarf ekki að draga dul á það að skiptar skoðanir eru um afstöðu til Evrópusambandsins innan Framsóknarflokksins. Það er hins vegar algert aukaatriði í þessu máli - því málið snýst um að láta þjóðin ákveða hvort ganga skuli til viðræðna - en ekki um það að ganga í Evrópusambandið.

Sumir hafa haldið því fram að ganga þurfi frá breytingum á stjórnarskrá áður en unnt er að ganga til slíkra kosningar vegna valdaframsals. Það er alvarlegur misskilningur. Þessi atkvæðagreiðsla er um það hvort skuli ganga til viðræðna við Evrópusambandið. Ekki um það að Ísland afsali sér völd til Evrópusambandsins. Slíkt valdaframsal hefur farið fram - og reyndar má leiða rök fyrir að við höfum verið að brjóta stjórnarskrá undanfarin ár með því að taka upp tilskipanir Evrópusambandsins. Breyting á stjórnarskrá sé því óhjákvæmileg óháð þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Ég hef trú á Guðna sem raunverulegum leiðtoga Framsóknarflokksins. Einnig að flokksþing muni á komandi vori staðfesta formennsku hans - sem hann hlaut með því að taka við sem varaformaður Jóns Sigurðssonar þegar hann hélt á braut á sínum tíma - með því að kjósa Guðna sem formann. Það er afar mikilvægt fyrir Guðna að vera þannig óskoraður kjörinn formaður flokksins!

Framganga hans í þessu lykilstefnumáli Framsóknarflokksins - það er að þjóðin ákvarði beint hvort ganga skuli til viðræðna við Evrópusambandið - er ákveðinn prófsteinn á Guðna sem framtíðarformanns.

Því trúi ég og treysti að Guðni flytji þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæði á Alþingi í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki allt í lagi að þýða nýju stjórnarskrá ESB yfir á íslensku áður en umræðunni um ESb heldur hér áfram svo fólk sjái hvert sambandið ætlar sér í framtíðinni?

Það skiftir miklu máli að kjósendur fái að taka upplýsta afstöðu hvort það vilji aðild að ESB eða ei. Til að svo geti orðið verða kjósendur að fá að lesa nýju stjórnarskrána sem er væntanleg(seinkun er á henni tímbundið á að hún taki gildi þar sem Holland, Frakkland og nú síðast Írland höfnuðu henni í þjóðaratkvæðagreiðlu.) 

Það væri ráð hjá þeim sem tala hæst um inngöngu í ESB lýðræðis vegna að þeir hæfu nú þegar að koma því í höfn að þessi stjórnarskrá verði þýdd yfir á íslensku sem fyrst og sett svo á netið í framhaldinu og það vel áður en farið er af stað með þjóðaratkvæðagreiðlu.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég held að það sé afar góð hugmynd að þýða gildandi stjórnarskrá ESB yfir á íslensku!

Sú þýðing ætti að geta legið fyrir áður en gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli til viðræðna við ESB vorið 2009.

Góð hugmynd!

Takk fyrir ábendinguna - sem við verðum að koma á framfæri við stjórnvöld.

Hallur Magnússon, 25.9.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Annaðhvort verður Guðni formaður áfram eða hann verður það ekki.Ég er nokkuð viss um það.Það á heldur ekki að vera í andstöðu við stefnu Framsóknarflokksins.En hann er meiri skipstjóri með óróa skipshöfn en ég hélt.Og honum gengur vonum framar að vinna með stýrimanninum sem útgerðin skikkaði hann til að hafa sér við hönd, til að líta eftir honum.

Sigurgeir Jónsson, 25.9.2008 kl. 21:23

4 identicon

Það væri nú gott líka Hallur að sjá það á prenti líka á íslensku hvað þessar þjóðir voru að hafna sem ég vitnaði hér ofar í þ.a.s. stjórnarskráni sem ESB vil og ætlar sér að innleiða. Ég hef heyrt að þeir ætli sér að keyra hana í gegnum þjóðþing ESb landanna eftirleiðis Búlgaría er búin að samþykkja hana. Hvað var það sem Hollendingar,Frakkar og Írar vildu ekki í þessari væntanlegu stjórnarskrá ESB? Það er engin ítarleg umræða um þetta hér á landi í fjölmiðlun eins og um evrunna sem dæmi. Afhverju er þessi matreiðla ofan í lýðinn  þegar það kemur að ESB málunum??

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 23:14

5 Smámynd: 365

Ég hef ekki trú á því að Guðni komi þessu máli í framkvæmd á Alþingi í haust. Íslenskir stjórnmálamenn vinna á hraða snigilsins, Guðni ætti að kannast við það.  En af verður og þetta næst í gegn er alveg nauðsynlegt að stjórnarskrá ESB verði þýdd yfir á íslensku

365, 26.9.2008 kl. 08:47

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann er að verða óþolandi þessi sífellu-áróður þinn fyrir innlimun okkar í Evrópubandalagið, Hallur Magnússon.

Jón Valur Jensson, 26.9.2008 kl. 08:48

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Valur!

Er hann farinn að bíta?

Hallur Magnússon, 26.9.2008 kl. 08:52

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, hann er vita-bitlaus gagnvart mér og flestum þjóðhollum mönnum, þeim sem meðvitaðir eru, en þeim mun sorglegra er þetta ástand á ykkur og öllum nytsömu sakleysingjunum í Framsóknarflokknum sem átta sig ekki á því að flokksbýrókratarnir eru að leiða þá eins og fé í sláturhús.

PS. Hefurðu komið til Brussel?

Jón Valur Jensson, 27.9.2008 kl. 01:50

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Jón Valur!

Já ég hef komið til Brussel. Nokkrum sinnum. Að eiga við yfirþjóðlega Brusselvaldið! Það er nefnilega búið að framselja ákveðinn hluta fullveldisins með EES samningnum - eins og Denni og aðrir Framsóknarmenn bentu á hér um árið!

Ég færi hægt í að saka mig um óþjóðhollustu! Aðild að ESB hefur ekkert með óþjóðhollustu að gera!  Spurðu td. Bretónana að því. Eða Skotana!

En annað mál.

Var að hlusta á þig hjá Halldóri E. á Útvarpi Sögu! 

Þótt ég sé ekki sammála þér nema í svona sirka 23% mála - þá verður þú að halda áfram að hringja inn á Sögu!  Annað væri ósigur fyrir málfrelsið á Íslandi.  En þú mátt samt stundum vera örlítið stuttorðari ....

Hallur Magnússon, 27.9.2008 kl. 09:49

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér hvatninguna, Hallur. En segðu mér, var þér boðið til Brussel og þá af hverjum?

Jón Valur Jensson, 27.9.2008 kl. 16:39

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Það voru nú vinnuferðir - að berjast fyrir hagsmunum Íslands!

Hallur Magnússon, 27.9.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband