Davíð sofandi eða íslenska krónan ekki tæk í viðskiptum?

Er Davíð Oddsson og félagar hans í Seðlabankanum ekki vakandi þessa dagana eða er íslenska krónan ekki lengur tæk í viðskiptum?

Einhver ástæða hlýtur að liggja að baki þess að íslenski seðlabankinn var skilinn útundan - samanber eftirfarandi frétt á mbl.is:

"Seðlabankar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hafa gert samning um aðgang að lausu fé hjá bandaríska seðlabankanum til að auðvelda skammtímafjármögnun í dollurum. Athygli vekur að íslenski seðlabankinn er ekki þátttakandi í samstarfinu. Norrænu bankarnir munu hafa aðgang að allt að 30 milljörðum dollara."

Nema að íslenska krónan sé svo öflugur gjaldmiðill og Seðlabankinn búinn að tryggja auðvelda skammtímafjarmögnun betur en norrænu seðlabankarnir - að ekki sé þörf á samkomulagi við bandaríska seðlabankann!


mbl.is Krónan styrkist lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður Hallur. Menn hafa neytt Seðlabankann til að tilkynna að hann hafi þráfaldlega reynt að ná gjaldeyrisskiptasamningum við Seðlabanka Bandaríkjanna og ekki tekist. Niðurstaðan er það að það sem þeir voru að reyna að þegja yfir er komið út. Stórorðar yfirlýsingar og fullyrðingar andstæðinga DO og Seðlabankans hafa því gert stöðu okkar Íslendinga mikið mikið verri. Þetta er geysilega neikvæð niðurstaða fyrir okkur Íslendinga. Við erum búinn að skjóta okkur sjálf í fótinn með þessu og þetta grefur ennþá undan krónunni. Það er enginn sem hendir björgunarhring til okkur nema þá af frændsemi og vorkunsemi annað er algjör barnaskapur.

Gunn (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband