Reykjavíkurflugvöll í Kársnesið?

Fyrst Gunnar Birgis er ekki að hafa samráð við Reykjavvíkurborg um landfyllingar sem nánast ná yfir í Nauthólsvíkina - þá þarf ekkert að ræða við Kópavogsbæ um að flytja megnið af Reykjavíkurflugvelli út í sjó - jafnvel langleiðina yfir í Kópavog!

Hvernig væri bara að drífa í því?


mbl.is Reykjavík gagnrýnir áform um landfyllingu á Kársnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð hugmynd

Óskar Þorkelsson, 23.9.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Einar G. Harðarson

Talandi um flugvöllinn Hallur. Það er bara einn staður fyrir þennan flugvöll. Það er þar sem hann er núna. Þegar hann fer (sem ég tel eðlilegt og nauðsynlegt). Þá í raun fer hann ekki neitt. það á að leggja þennan völl niður sem atvinnuflugvöll. Í Keflavík er fínn flugvöllur og þegar 2016 eða 2024 kemur verður orðið nóg af útlendingum hér (ok yfir strikið) til að halda uppi hraðlest til Keflavíkur og tæknin orðin næg til að lestin fari nógu hratt til að ferðin þangað taki 15-20 mínútur. Að leggja niður flugvöll og byggja upp annan er ansi mikill kostnaður.

Sonur minn spurði þegar mótmælt var að leggja niður flugvöllinn vegna fólks af landsbyggðinni. Hvot ekki væri best að leggja niður flugvöllinn og landsbyggðina líka.

En svona má ekki tala við framsóknarmenn.  Kv. Einar

Einar G. Harðarson, 24.9.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég bloggaði víst eitthvað um möguleika á ýmsum hugmyndum varðandi staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli hér:

REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR - NÝJIR MÖGULEIKAR Á STAÐSETNINGU - KORT + MYNDIR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/633318/

Spurning um að bæta Kársnesinu og Álftarnesinu við?

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.9.2008 kl. 09:25

4 identicon

Það á að drífa í því að byggja brú yfir Skerjafjörðin frá Suðurgötu yfir til Bessastaða. Það styttir ferðatímann frá Keflavík í miðbæinn það mikið að flugvöllurinn verður um leið óþarfur.

Daníel (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:57

5 Smámynd: Vilberg Helgason

Það á náttúrulega að flytja innanlandsflug til Keflavíkur og millilandaflug til Egilsstaða. Með þessu móti hætta Reykjavíkingar að nenna að fara til útlanda og útá land og þeir útá landi hætta að nenna að fljúga til Reykjavíkur.

Og með þessu móti skapast hellingur af plássi í Kyoto sáttmálanum og við getum örugglega skellt upp svona 4-5 nýjum stóriðjum 

Vilberg Helgason, 24.9.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband