Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast Þorsteins Pálssonar sem formanns!
23.9.2008 | 11:47
Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast Þorsteins Pálssonar sem formanns þegar Geir Haarde hverfur á braut í Öryggisráð Sameinuð þjóðanna. Yngri kynslóðin í Sjálfstæðisflokknum er ekki enn reiðubúin að taka við stjórnartaumunum.
Þorsteinn Pálsson hefur sýnt það með yfirveguðum og vel ígrunduðum skrifum sínum sem ritstjóri Fréttablaðsins undanfarin misseri að hann hefur djúpan og góðan skilning á helstu vandamálum Íslendinga. Einnig að hann hefur raunhæfar lausnir.
Þorsteinn Pálsson er rétti maðurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þeirri óhjákvæmilegu kúvendingu sem flokkurinn mun taka í Evrópumálunum á næstu mánuðum og misserum. Þegar þeirri siglingu er lokið getur unga kynslóðin tekið við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki nóg, að sjálfur þjóðhöfðinginn sé talinn í vinaflokki Baugsmanna? Þarf að setja ritstjóra þeirra í næstæðsta embætti landsins að auki? Og hvað hefur Þorsteinn, sem Geir hefur ekki?!
Jón Valur Jensson, 23.9.2008 kl. 12:12
Trúverðugleika!
Hallur Magnússon, 23.9.2008 kl. 12:22
he he gott svar Hallur :) Þetta er nákvæmlega málið.. trúverðugleiki Geirs er enginn í dag.
Óskar Þorkelsson, 23.9.2008 kl. 12:51
Ég efast nú um að það sé raunhæft að Þorsteinn verði formaður. Það sem stendur Geir fyrir þrifum er að hann er ekki búinn að ná tökum á flokknum. Það eru tveir formenn í honum. Geir nær ekki trúverðugleika fyrr en hann er tilbúinn til að taka lokauppgjör við Davíð Oddson. He needs to grow a pair. Fyrr nær hann ekki trúverðugleika og meira fylgi...
IG (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:12
Ég efast ekki um, að EBé-innlimun geti verið Baugi hagstæð, ef forráðamönnum þar sýnist svo, en það jafngildir ekki hag lands og þjóðar til frambúðar. Að Þorsteinn skrifi eins og eigendum blaðsins kemur vel, á ekki að koma neinum á óvart, en hvorki það né stefna hans gegn sjálfstæði okkar og fullveldi eykur neitt á trúverðugleika hans í mínum augum. Geir H. Haarde hefur þar allan vinninginn. En verði Þorsteini og hans mönnum að þeirri ósk sinni, að Davíð hverfi úr stóli seðlabankastjóra og Geir úr embætti forsætisráðherra, þá veit ég engan betur fallinn til að taka við stjórnartaumum í Sjálfstæðisflokknum en Davíð Oddsson, því að ekki hentar Þorgerður til þess né Árni Mathiesen, og eiginlega sé ég engan góðan kost þar utan Davíð nema þá helzt Einar K. Guðfinnsson, en hann yrði þá um leið að fá þann myndugleika, sem honum ber og hann hafði áður upplag til, þ.e. til að afnema núverandi kvótakerfi í áföngum. Frjálslyndir gætu orðið liðtækir líka í þeirri ríkisstjórn. Hún gæti þannig orðið þjóðarsáttarstjórn og mætti taka inn góða sjálfstæðissinna sem ráðherra (með eða án setu á Alþingi) eins og Styrmi Gunnarsson og Ragnar Arnalds, því að báðir eru hugmynda- og orkumiklir; það er af og frá til lengdar, að reynsluboltinn Ragnar fáist við að skrifa hvert leikritið á fætur öðru; hans er að framkvæma – en ykkar framsóknarmanna að sitja lengur á biðbekknum, unz óbreyttir flokksmenn hafa siðbætt forystuna til meiri þjóðrækni.
Jón Valur Jensson, 23.9.2008 kl. 13:47
Á s.s. að slá ESB umræðu af borðinu því hún hugnast Baugi? Langræknir eruð þið.
Henry (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:48
Það mætti halda að sumir séu að fara aðhyllast Marxismann. Að það sé einhver söguleg nauðsyn að Sjálfstæðisflokkurinn breyti sér í Samfylkinguna á næstu mánuðum eða misserum er nú eflaust efni í lærða ritgerð um fimmaurabrandara.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:51
Hann talar bara tungum á blogginu, blessaður guðsmaðurinn.
Baldur Fjölnisson, 23.9.2008 kl. 16:46
Núna er Framsóknarflokkurinn að standa sig, komnar upplýsingar á heimasíðu flokksins, þar sem fólk getur vafrað um og myndað sér skoðun eða fengið einhver svör við spurningum sínum. Frábært framtak að upplýsa fólk og gera upplýsingar aðgengilegar, þær sem komnar eru. Takk
http://www.framsokn.is/?i=36&expand=13-25-36&b=1,3414,news.html
SH (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:59
Urgh, umræðan er komin út fyrir vitsmunalegt stig mannsins ... það er ekki hægt að sparka Geir því þá sitjum við uppi með ÞG. Það er sjálftryggjandi heimska.
Baldur Fjölnisson, 23.9.2008 kl. 22:52
Geir er miklu meiri jaxl en þið haldið.
Jón Valur Jensson, 23.9.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.