Það er ótrúlega öflugt og fórnfúst starf sem Hjálpræðisherinn vinnur í dagsetri hersins fyrir útigangsfólk að Eyjaslóð 7. Ég leit þar við ásamt félögum mínum í meirihluta Velferðaráðs til að kynna okkur aðstöðuna og starfsemina. Varð afar snortin af þeirri fórnfýsi sem felst í þessari vinnu Hjálpræðishersins í þágu útigangsfólks, en það koma um 20 sjálfboðaliðar að vinnunni. Einungis einn starfsmaður í dagsetrinu þiggur laun!
Í dagsetrinu sem Hjálpræðisherinn opnaði fyrir um ári síðan gefst fólki tækifæri að fá sér að borða, fara í sturtu, hvílast, fá fótsnyrtingu, þvo fötin sín svo eitthvað sé nefnt! Athvarf þetta er útigangsfólki ómetanlegt enda koma oft allt að 30 manns í mat og hvíld í dagetrinu.
Eitthvað er um það að fyrirtæki styrki Hjálpræðisherinn með hráefni í matargjafir hersins - en stærsti hluti matarins er aðkeyptur. Það mættu fleiri leggja þeim lið á því sviði!
Á jarðhæðinn er nytjamarkaður Hjálpræðishersins þar sem unnt er að gera góð kaup á ýmsum notuðum munum og fatnaði.
Hagnaður af sölunni í nytjamarkaðnum rennur til reksturs dagsetursins.
Ég hvet fólk sem er að taka til í geymslum og bílskúrum að hafa Hjálpræðisherinn í huga!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta og takk fyrir komuna.Það er svo frábært hvað allir eru áhugasamir um að legga sitt af mörkum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:55
Takk sjálf Birna Dís!
Í svona verkefnum verðum við öll að taka höndum saman.
Já! Og takk fyrir kaffið!
Hallur Magnússon, 19.9.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.