Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB næsta vor!
18.9.2008 | 16:20
Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið næsta vor - takk fyrir! Það er ekki seinna vænna!
Birkir Jón Jónsson alþingismaður Framsóknarflokksins, Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og Páll Magnússon fyrrum varaþingmaður Framsóknarflokksins rita grein í Fréttablaðið þar sem þau hvetja til þess að stefna Framsóknarflokksins um að þjóðin ætti að greiða þjóðaratkvæði um þaðhvort ganga eigi til viðræðna við Evrópusambandið verði hrynt í framkvæmd - og hvetja til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin vorið 2009.
Valgerður Sverrisdóttir talaði skýrt um málið eftir að gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins skilaði skýrslu um gjaldmiðilsmál á þriðjudaginn. Hún vill aðildarviðræður við Evrópusambandið. Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins hvetur til hins sama!
Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að miklu fleiri Framsóknarmenn vilja að Evra verði tekin upp en þeir sem vilja halda í krónuna. Það var áður en í ljós kom hvað það er hræðilega dýrt að hafa krónuna sem gjaldmiðil til framtíðar!
Já. kjósum um aðildarviðræður næsta vor!
Greinin er hér:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður fari fram vorið 2009
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.