Leiðréttingu launa ljósmæðra strax!
4.9.2008 | 09:33
Fólkið hans Árna á Kirkjuhvoli sem sér um að semja við ljósmæður verður að fá grænt ljós á að leiðrétta laun ljósmæðra og það strax!
Leiðrétting launa ljósmæðra eiga ekki að hafa áhrif á almennar launakröfur!
Það vita það allir að röðun ljósmæðra í launaflokka er röng - og ber að leiðrétta! Strax!
http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM
Eitt barn fæddist á LSH í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Það sama má segja um starfsmenn á frístundaheimilum. Geturðu ekki gert eitthvað í því?
Grímur (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 10:11
Smelltu á linkann hér fyrir neðan til að ná í útprentanlega “flyer-a”
Við hvetjum alla til að sækja sér að minnsta kosti einn og hengja í gluggann hjá sér, við skrifborðið, í bílinn eða búðarborðið, og sýna þannig samstöðu með okkar kæru ljósmæðrum.
www.draumafaeding.net/flyer
Eydís Hentze Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 10:50
Lækkun í launum með því að taka mastersgráðu á ekki að verða til lækkunar launa - en þannig er það hjá ljósmæðrum.
Er það þannig í frístundaheimilunum?
Veit hins vegar að launin þar eru ekki til fyrirmyndar - enda vantar heldur betur starfsfólk!
Hallur Magnússon, 4.9.2008 kl. 10:52
Þú getur sett þetta inn með færslunni, ljósmæðrum til stuðnings - ef þú vilt:
http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:23
Glæsilegt Lára!
Eydís Hentze Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:39
Að sjálfsögðu á að leiðrétta laun ljósmæðra og það strax. Ég hreinlega skil ekki hvers vegna ekki er búið að semja við þær, það sér hver heilvita maður að staðan er ekki eðlileg. Það er ekki eðlilegt að bæta við sig námi í 2 ár og eiga það á hættu að lækka í launum.
Júlíana , 4.9.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.