Íbúðalánasjóður til aðstoðar viðskiptavinum bankanna?
3.9.2008 | 07:50
Frysting lána Íbúðalánasjóðs hjá fólki sem lenda í fjárhagslegum erfiðleikum hefur alla tíð verið mikilvægt greiðsluerfiðleikaúrræði hjá sjóðnum. Hundruð fjölskykdna hefur náð að halda húsnæði sínu og komist gegnum greiðsuerfiðleika með þessari hjálp Íbúðalánasjóð.
Sú útvíkkun á greiðsluerfiðleikareglum Íbúðalánasjóðs að bjóða þeim sem sitja uppi með tvær íbúðir vegna sölutregðu er rökrétt framhald hjá Íbúðalánasjóði og gott til þess að vita að það er að nýtast fjölda fólks.
Því miður eru margir sem tóku lán í bankakerfinu ekki í eins góðum málum í greiðsluerfiðleikunum. Það hafa margir haft samband við mig vegna þessa og skilja ekki af hverju bankinn kemur ekki á móts við þá í stöðu sem þessari. Skilja reyndar ekki heldur af hverju Íbúðalánasjóður - sem tekinn er af ríkinu - geti ekki veitt þeim greiðsluerfiðleikaaðstoð - með því að veita Íbúðalánasjóðslán til að greiða upp bankalánið sem innheimt er af fullri hörku. Fá síðan frystingu á Íbúðalánasjóðsláninu til þriggja ára - eins og réttur þeirra hefði verið - ef lánið hefði verið tekið hjá sjóðnum í upphafi.
Kannske ættu stjórnvöld að heimila Íbúðalánasjóði að veita almenningi lán til þess að greiða upp íbúðalán bankanna!
Allavega ættu stjórnvöld í alvöru að athuga hvort heimila eigi sjóðnum að veita slík lán til uppgreiðslu íbúðalána bankanan sem eru með 5 ára endurskoðun vaxta - því ljóst er að vextir munu hækka mjög verulega á slíkum lánum bankanna á næsta ári.
Fyrst ég er að ræða um stjórnvöld og Íbúðalánasjóð er vert að ítreka fyrra blogg mitt:
Rangfærslur Ingibjargar Sólrúnar um ESA og Íbúðalánasjóð!
Mikill áhugi á frystingu lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábært að ég þurfi með mínu skattfé að hjálpa fólki sem tók heimskulega ákvörðun og skuldsetti sig um efni fram. Bankarnir semja við þá sem þeir telja í lagi að semja við. Annars ganga þeir að veðinu, þeir vilja miklu frekar hafa eitthvað cash flow af láninu frekar en að sitja uppi með fasteign. Það er ljóst að þeir sem bankarnir vilja ekki semja við eru þeir sem eru í vonlausri stöðu. Þess vegna munu lánin þeirra lenda undantekningalaust á okkur sem borgum skattana okkar og höfum ekki tekið heimskuleg lán.
IG (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:12
Þar sem þú ert vel að þér og margfróður um Íbúðalánasjóð m.m. langar mig að spyrja þig Hallur hvort ekki sé hægt að greiða inn á höfuðstól Ibúðasjóðslána á gjalddaga og lækka þar með höfuðstól um það sem innborguninni nemur?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2008 kl. 13:44
Góðan dag Hallur..... Mig langar að vekja athygli þín á því að ég lenti í fjárhagsvandræðum hjá íbúðalanasjóði þar sem mitt íbúðalan er og mætti þar nú ekki beint góðum skilningi...... Þannig að ég er nú ekki alveg að skilja hvað "þeir" hjá íbúðalánasjóði ætla að gera fyrir þá, sem "ösnuðust" til að taka lán á sínum tima hjá bönkunum, þegar þeir eru ekki tilbúnir að hliðra til, með sínum viðskiftavinum !!!!..... Annars hef ég aldrei skilið það fólk sem tók þá ákvörðun að kaupa fasteign , og eiga eftir að selja aðra..... Hvað lysir svona fólki best??
Undirrituð er reyndar búin að fá sig fullsadda af rugli borgarinnar og flutt út á land.....
Inga Jóna Traustadóttir, 3.9.2008 kl. 14:27
...... Afargóð spurning Heimir, vona að þú fáir svar
Inga Jóna Traustadóttir, 3.9.2008 kl. 14:31
Mig langar aðeins að spyrja hinn fróða Hall tveggja spurninga um þetta.
Fyrri spurningin snýr að því hvað gerist þegar þrjú árin eru liðin og greiðslur hefjast á ný? Höfuðstóllinn hefur þá hækkað um það, sem nemur vöxtunum af láninu og verðtryggingar og það hækkar þá væntanlega afborganir af láninu miðað við það, sem áður var að raungildi. Hins vegar kemur upp í huga minn spurningin um lengd lánsins í árum. Flyst allur pakkinn aftur um þrjú ár eða þarf að greiða eftirstöðvarnar upp á þremur árum skemmri tíma en annars hefði verið ef lánið hefði ekki verið fryst og þannig komi til enn meiri hækkun mánaðargreiðslna en var fyrir? Svo ég útskýri spurninguna betur, hafi lánið átt að greiðast upp á næstu 20 árum áður en lánið var fryst í þrjú ár hvað þarf þá að greiða þá upphæð, sem lánið stendur í þegar fyrstingunni lýkur á mörgum árum? Eru það 17 eða 20 ár?
Hin spurningin snýr að því þegar fryst er lán á íbúð, sem er til sölu og síðan kemur kaupandi að íbúðinni áður en umsaminni frystingu er lokið, sem vill yfirtaka lánið. Hver er hans staða gagnvart þessari frystingu?
Ég er bara að spyrja að þessu mér og hugsanlega öðrum til fróðleiks.
Sigurður M Grétarsson, 3.9.2008 kl. 15:18
Þetta er furðuleg hugmynd ef tillit er tekið til verðbóta og verðólgunnar í dag. Flestir sem nú eru í stórum erfiðleikum munu ekki komast út úr þeim á þennan hátt heldur mun skuldin aðeins verða óyfirstíganlegri og þar að auki er líklegt að fasteignaverð eigi eftir að lækka um 20 - 30% að raunvirði á næstunni sem er mun eðlilegra verð en það er í dag. Ekki verður annað séð en að þessi hugmynd muni koma bönkunum best þar sem þeir munu koma tapinu yfir á skattgreiðendur en hálpin fyrir skuldara er lítið meiri en gálgafrestur, það er sagt að Bush stórnin hafi verið að bjarga amerískum fármagnseigendum með svipuðum aðgerðum.
Sumum er sennilega best borgið með því að hætta að borga, láta bankana taka á sig fasteigaverðslækkunin og einfaldlega byrja upp á nýtt.
Magnús (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:07
IG.
Enn einu sinni. Þú ert ekki að setja krónu af þínu skattfé til Íbúðalánasjóðs. Ætlar þú aldrei að skilja það?
Þarft ekki að hafa áhyggjur af því að skattpeningarnir þínir fari í það. í flest öllum tilfellum sem Íbúðalánasjóður hefur beitt greiðsluerfiðleika úrræðum með frystingu lána og síðan lengingu lána - þá hafa viðskiptavinir sjóðsins getað staðið í skilum að tímabilinu loknu - og haldið áfram að greiða lánið sitt. Ekki króna töpuð. Allir græða.
Heimir!
Jú, það er munurinn á Íbúðalánasjóði og bönkunum. Þú getur greitt lánið þitt hraðar niður með þessu - án sérstaks gjalds - eins og þú þyrftir að gera hjá bönkunum. Þú getur líka óskað eftir því að lánið þitt verði stytt og hver afborgun verði þar af leiðir hærri - og lánið greitt hraðar niður. Sparað þannig. Kostar ekki krónu.+
IJT.
Ekki get ég tjáð mig um þitt mál - þekki það ekki - en það er algjör undantekning að ekki fái frysting. Hvernig voru fjárhagsvandræði þín hjá Íbúðalánasjóði og hver voru rök sjóðsiuns fyrir að frysta ekki lánið?
Sigurður.
Það er unnt að lengja í láninu í allt að 15 ár eftir frystingu. Greiðslubyrði lækkar því - en á móti þá hækkar heildargreiðsla lánsins í heild. Þetta er ákveðið val og ákvörðun sem fólk verður að taka - vill það reyna að selja - eða vill það halda íbúðinni og lengja í láninu.
Kaupanfi að íbúð yfirtekur lánið samkvæmt þeirri stöðu sem það er í og byrjar að greiða af láninu í samræmi við greiðslubyrði af heildarláninu. Kaupandi getur lent í láninu í allt að 40 ár ef hann vill.
Magnús.
Í fyrsta lagi getur þú ekki byrjað upp á nýtt ef íbúðin stendur ekki undir kröfu bankans - þar sem það þýðir væntanlega persónulegt gjaldþrot.
Yfirleitt þá ganga efnahagsörðugleikar yfir á þremur árum. Lenging lánsins um allt að 15 ár gerir það að verkum að greiðslubyrði á ekki að þurfa að hækka. Ekki gleyma því að þeir peningar sem annars hefðu farið í greiðslu ÍLS lánsins geta nýst til þess að greiða niður dýrar skammtímaskuldir - og heildar greiðslubyrði því lækkað eftir tímabilið.
Þetta er hins vegar alltaf mat - og frjálst var hvers og eins. Annar möguleiki er hreinlega að selja íbúðina og gera upp áhvílandi skuldir ef greiðslubyrði er of´há. Það er ekki skylda að nýta sér greiðsluerfiðleikaaðstoð ÍLS.
Ég efast hins vegar um að það verði 30% raunlækkun á húsnæði til langs tíma.
Enn einu sinni. Málið kemir skattgreiðendum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þeir greiða ekki til Íbúðalánasjóðs.
Þ
Hallur Magnússon, 3.9.2008 kl. 21:43
Ókosturinn við að hætta að borga er galdþrot og tíu ára þar sem ekki er hægt að eyða meyru en er aflað og eignamyndun getur ekki orðið (t.d húsaleiga upp á 120 þús á mán skuld 0 á eftir, í stað 120 þús afborgunar sem kemur þó ekki í veg fyrir 300 þús hækkunar verðtryggingarþátts á yfir 20 millj höfuðstól), hin leiðin getur þýtt 40 ára ánauð í besta falli fyrir þá sem eru of skuldsettir, en kannski í versta falli nokkura ára vonlausa baráttu og síðan gjaldþrot.
Ég vona mín og margra vegna að 30% verðlækkun verði ekki raunin, en barnnna minna vegna vona ég að íbúðarhúsnæði verði á vitrænu verði, hækkunin síðustu 3-4 árin nemur sennilega 40 - 50% sem er langt umfram launahækkanir og kaupgetu.
Það þarf að skýra það betur út fyrir mér hvernig Íslenskir skattgreiðendur getað verið stikkfrí vegna opinberra íbúðarlána, þó svo að hingað til hafi svo verið. Eins hlýtur það að vera spurning hvort það á að vera hlutverk ÍLS að verja það fasteignaverð sem er úr takkt við kaupgetu fólks?
Magnús (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.