Landsliðið fær gull vegna ólympíuleikana eftir allt!
25.8.2008 | 15:50
Íslenska landsliðið í handbolta fær gull vegna ólympíuleikana eftir allt! Reyndar einnig silfurfálka - sem fer vel við silfurverðlaunin!
Fálkaorðan er nefnilega gullrenndur, innskorinn, hvítsteindur kross og álmuhornin stýfð af inn á við. Framan á krossinum miðjum er gullrenndur, blásteindur skjöldur og á honum silfurfálki er lyftir vængjum til flugs. Aftan á krossinum miðjum er blásteind, sporöskjulöguð gullrönd, og á hana letrað með gullnum stöfum: Seytjándi júní 1944.
Þeir eiga þetta svo sannarlega skilið strákarnir!
Fálkaorðan bætist í orðusafnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.