Spennandi haust fyrir Framsóknarmennina Obama og Guðna!
25.8.2008 | 09:40
Ætli það sé tilviljun að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson hefji fundarherferð sína sama dag og Framsóknarmaðurinn Barack Obama hefur formlega kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum - en Demókratar hefja í dag flokksþing sitt þar sem Barack verður formlega valinn frambjóðandi þeirra!
Allavega er ljóst að fundirnir í kvöld eru báðum Framsóknarmönnunum mikilvægir. Obama stefnir á Hvíta húsið sem forseti og verður því að standa sig vel þessa daga á flokksþinginu og á haustdögum ef hann ætlar að verða forseti!
Guðni stefnir á að endurreisa fylgi Framsóknarflokksins og verður að standa sig vel á Borgarnesfundinum í kvöld og á haustdögum ef hann ætlar að auka fylgið og halda formennskunni í flokknum.
Þetta verður erfitt en spennandi haust - bæði fyrir Framsóknarmanninn Obama og Framsóknarmanninn Guðna!
Þing demókrata hefst í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki er ég viss um, að bændur í Miðríkjunum vilji telja Obama til sinna flokksmanna.
Það hafa hingað til aðallega verið Kratar sem eru að uppveðrast vegna ,,kosningasigra þeirra´manna" í útlandinu en ekki Framsóknarmenn.
Bíð eftir að BJarni Harðar taki undir þetta svífr í þér, þá mun ég vita, að Framsókn er loks orðið að öngvu.
Miðbæjaríhaldið
Telur sinn flokk einstakann í röð stjórnmálaflokka og öngvir á erlendri grundu komist nálægt honum að verðleikum.
Bjarni Kjartansson, 25.8.2008 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.