Lélegri mæting en á mjög lélegum Framsóknarfundi!

Það blæs ekki byrlega fyrir ungliðahreyfingum Samfylkingar og Vinstri grænna ef marka má mætingu liðsmanna þeirra fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Mætingin var miklu lélegri en á mjög lélegum illa mættum félagsfundi í Framsóknarflokknum.

Gat með góðum vilja talið 24 til 26 mótmælendur - og 12 frétta og blaðamenn.

Enda átti liðið erfitt með að manna 15 manna stólaleikinn sinn - en það tókst með nokkrum fortölum.

Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með þessi mótmæli. Hélt þau yrðu fjölmenn - enda á fólk að mótmæla ef því ofbýður.

 


mbl.is Mótmælt fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er munur á Jóni og Séra Jóni. Ég héld að þú vissir að það gilda ekki sömu viðmið sem Vinstri menn setja á aðra og svo þau sem þeir setja á sig.

Fannar frá Rifi, 21.8.2008 kl. 11:11

2 identicon

Hehe...  er þetta svona slæmt hjá ykkur Framsóknarmönnum.

Gunn (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér virðist nú af fréttum hafa verið svipað uppi INNI á pöllum. Þar sem áttu að vera fullir pallar af ungum Framsóknar og Sjálfgræðis ...höfðu verið fáir og gamlir. Enda hver getur haft áhuga fyrir þessum valdasjúki ruglustömpum sem þarna eru að koma saman og troða upp?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.8.2008 kl. 16:14

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

"með góðum vilja talið 24 til 26 mótmælendur"

þetta eru nú fleiri en ég hefði átti von á

Óðinn Þórisson, 21.8.2008 kl. 17:29

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Hallur ekki gera grín að ungliðahreyfingunni í Samfylkinguni það er ljót, það DSCF3319mættu allir.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 21.8.2008 kl. 20:35

Rauða Ljónið, 21.8.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hallur. Þú svona skynsamur maður ættir ekki endalust að reyna að verja þessa endemis vitleysu Framsóknarmanna. Sýndu nú þína réttu hlið: Röksemdir og skynsemi umfram valdagræðgi og verktakalæði sem framsókn er að taka að sér að verja fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta á ekkert skylt við það sem við þekkjum úr pólitík.

Haraldur Bjarnason, 21.8.2008 kl. 23:30

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...verktakalýðræði....átti það að vera

Haraldur Bjarnason, 21.8.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband