Íbúðalán bankanna undir loforðum og væntingum!
20.8.2008 | 23:08
Íbúðalán bankanna eru nokkuð undir loforðum forsvarsmanna þeirra og væntingum Íslendinga. Svo vill Geir Haarde breyta Íbúðalánasjóði í heildsölu - sem er ekki galin hugmynd ef sjóðurinn fær líka að lána landsmönnum beint!
Væntanlega finnst fólki gott að hafa aðgang að Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum þessa dagana!
En banjarnir braggast vonandi!
![]() |
Bankar veittu aðeins 44 íbúðalán í júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er hrein ósvífni af hendi Geirs ef það á að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka fyrir bankana. Bankarnir eiga litla samleið með okkur nema það að hafa veitt viðskiptavinum sínum slæma ráðgjöf í lántökum á afarkjörum. Þjóðin á ekki að samþykkja að framámenn þjóðarinnar bakki upp þessa Mattador-karla. Bankageirinn er í dag undirlagður af áhættufíklum í peningamálum og af þeirra völdum erum við mikið til að fara í þá djúpu efnahagslægð sem er nú að skella á okkur.
DanTh, 20.8.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.