Eðlilegur lýðræðislegur réttur að mótmæla nýjum meirihluta!

Það er jákvætt að ungir andstæðingar nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ætli að nýta eðlilegan lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla! Það er einnig jákvætt að Ungir jafnaðarmenn og Ungir vinstri grænir hafi tekið ákvörðun um að mótmælin fari fram utan Ráðhússins, en ekki á áhorfendapöllunum í Ráðhúsinu.

Þrátt fyrir að menn séu reiðir - þá er það ekki sæmandi að vera með ósmekkleg frammíköll af áhorfendapöllum - hvorki í borgarstjórn né á Alþingi. Því er það skynsamlegra af unga fólkinu að halda mótmælin utandyra.

Reyndar eru ungliðarnir óheppnir að borgarstjórnarfundurinn er ekki haldinn í blíðunni í dag - heldur að líkindum í rigningunni á morgun - en veit að það mun ekki aftra þeim að mótmæla!

Reyndar breyta mótmælin ekki þeim lýðræðislega rétti sem kjörnir fulltrúar sem mynda nýjan meirihluta hafa til þess að mynda slíkan meirihluta. Það var enginn annar möguleiki í stöðunni fyrst Sjálfstæðismenn treystu sér ekki lengur að vinna með Ólafi Friðriki - sem lítur lýðræði, samvinnu og samstarf afar sérstökum augum!

En ég skil að ungliðum Samfylkingar og Vinstri grænna sárnar að sá möguleiki að endurreisa Tjarnarkvartettinn var ekki raunverulega til staðar á meðan Ólafur Friðrik var til staðar sem borgarfulltrúi.

Það var fleirum sem sárnaði það - því Tjarnarkvartettinn með traustum meirihluta borgarfulltrúa innanborðs hefði getað orðið góður kostur. Hann var bara ekki inn í myndinni - og því skylda Óskars Bergssonar að freista þess að ná ásættanlegum málefnasamningi við Sjálfstæðismenn og koma á traustri og starfhæfri stjórn í borginni.


mbl.is Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur minn kæri, finnast nógu margir Framsóknarmenn í Reykjavík til að fylla pallana og tryggja að þessi óaldalýður fari ekki að gera hróp að sínum manni? Kannski sjáumst við á pöllunum, þ.e.a.s. ef mér verður hleypt inn.

Sigurður Hrellir, 20.8.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi!

Já, það finnast örugglega nógu margir til að fylla pallana, nefndir og ráð!

Hallur Magnússon, 20.8.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband