Ekki sama Jón og frú Ingibjörg Sólrún!
19.8.2008 | 01:54
Það er ekki sama Jón og frú Ingibjörg. Eða kannske frekar ekki sama Gísli Marteinn og frú Ingibjörg Sólrún.
Ég hef heyrt nokkra Samfylkingarmenn nánast missa sig út af þeirri ósvinnu að frændi minn Gísli Marteinn skyldi skyldi taka sig upp og halda til Edinborgar í meistaranám í borgarfræðum - og ætla að mæta samt á borgarstjórnarfundi.
Þá hafa einhverjir fjölmiðlar verið að fjargviðrast yfir þessu annars ágæta framtaki stráksins!
Mér fannst þetta reyndar gott hjá kallinum!
Ég veit það sjálfur hvað það er gott að rífa sig upp - og halda áfram að læra. Líka í útlöndum.
Mér fannst reyndar heldur ekki tiltökumál þótt Gísli Marteinn héldi áfram að sækja borgarstjórnarfundi eftir mætti - enda flugsamgöngur milli Skotlands og Íslands tíðari en flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.
Gísli gæti jafnvel deilt vel völdum gullkornum úr lærdóminum í borgarfræðunum til félaga sinna í borgarstjórn! Það ætti ekki að skaða neinn!
Minnti reyndar að Gísli Marteinn væri ekki sá fyrsti sem hefði þetta fyrirkomulag - en var ekki viss.
Gísli Marteinn staðfesta þennan grun minn í pistli sínum á Eyjunni í kvöld:
"Fjölmörg dæmi eru um að menn hafi verið borgarfulltrúar en sinnt öðrum verkefnum samhliða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór til dæmis í nám til Lundúna í London School of Economics þar sem hún var gestastúdent í Evrópufræðum, á meðan hún sat sem borgarfulltrúi. Þetta var frá áramótum og fram á sumar 2004."
Vænti þess að Samfylkingarfólkið sem var að missa sig yfir Gísla Marteini hafi einnig hneykslast yfir þessari ósvinnu frú Ingibjargar! Og að fjölmiðlar landsins spyrji utanríkisráðherrann út í það hvort henni finnist það við hæfi að Gísli Marteinn skuli skunda til útlanda í nám - án þess að segja sig frá borgarstjórn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:00 | Facebook
Athugasemdir
afhverju ertu að hnýta í samfylkingarfæólkið vegna þessa ? Ég sé ekki betur á fréttaflutningnum að sjálfstæðismenn hafi verið háværastir í gagnrýni sinni á Gísla Martein.
Kannski hafa síðustu atburðir í borgarstjórn og tilburðir Guðna við Geir haft sín áhrif á þín skrif ;)
Óskar Þorkelsson, 19.8.2008 kl. 07:56
Athugaðu það Hallur að það hafa fleiri en sjálfstæðismenn og samfylkingarfólk leyfi til að hafa skoðanir.Þetta er algjör skandall ,hvort sem það er Gísli Marteinn,Ingibjörg Sólrún eða einhver annar.Venjulegt launafólk sem fer út í nám þarf að sjá fyrir sér sjálft en getur ekki sótt í sjóði borgarinnar.Alveg finnst mér furðulegt að þér finnist þetta sjálfsagt mál.Til hvers eru svo varamennirnir?
hh (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 08:20
Það er ekki nema lítill hluti af vinnu sveitarstjórnarmanns að sitja fundi í sveitarstjórninni. Þetta veit ég af eigin reynslu. Þess vegna tel ég að hann muni ekki geta sinnt starfi sínu með því að vera erlendis þrátt fyrir alla nútímatækni.
Sigurður Árnason, 19.8.2008 kl. 08:31
Góð ábending Hallur - finnst þetta góður leikur hjá Gísla og alveg ljóst að Gísli og I.Sólrún er ekki það sama.
Ólafur H. Guðgeirsson, 19.8.2008 kl. 08:57
Er það tilfellið að það sé hægt að réttlæta vitleysuna með því að einhver hafi einhverntíman gert eitthvað svipað? Finns Sveinn Andri haf verið með bestu lýsinguna á þessu rugli, enn sem komið er.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 10:08
Ég get vel verið sammála því að það orki tvímælis að fara í nám erlendis - en halda áfram sem borgarfulltrúi. En mín skoðun er sú að það geti gengið - ef menn treysta sér til þess. Sérstaklega í svo stórum borgarstjórnarflokki og raunin er hjá Sjálfstæðismönnum.
Ég er hins vegar fyrst og fremst að benda á tvískinnunginn í málflutningi fjölmiðla - og þess Samfylkingarfólks sem hefur verið að fjargviðrast yfir Gísla kallinum - en fannst ekkert óeðlilegt við að Ingibjörg Sólrún hafi gert það sama á sínum tíma.
Ef fólki finnst þetta ekki ganga hjá Gísla - þá hefði það líka átt að gagnrýna Ingibjörgu. Það er kjarni málsins.
Það sama er að gerast þegar menn eru að bulla um "ekki meirihluta" Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Flokkarnir eru ekki með 50% atkvæða á bak við sig - en meirihluta borgarfulltrúa. Það telur.
Það sama átti við síðasta kjörtímabil R - listans. Þá var atkvæðamagn á bak við listann minna en 50% og minna en atkvæðamagn Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra - sem reyndar höfðu samtals yfir 50%.
Þeir sem hæst láta nú um "ekki meirihluta" voru ekki að tjá sig um "ekki meirihluta" meirihluta R- listans á sínum tíma!
Enn og aftur - tvískinnungur.
Hallur Magnússon, 19.8.2008 kl. 10:35
Hvort að einhver hafi gert þetta í fortíðinni réttlætir þetta ekki í nútíðinni!
Spurningarnar sem að ber að svara hérna eru:
Heldur hann fullum launum ? Ef svo, af hverju ? Ef ekki, hversu miklu ?
Hver greiðir ferðakostnaðinn ?
Mér finnst persónulega vera búið að fara nógu illa með peningana mína með öllu þessu bulli sem að ALLIR borgarfulltrúar hafa tekið þátt í ljósi þess að ekki er hægt að velta þessu fólki úr embætti og kjósa aftur. Það er ekkert annað í gangi þarna í ráðhúsinu en ýtrasti óheiðarleiki, hroki og vanvirðing fyrir borgarbúum.
Tölurnar ljúga aldrei, og tölurnar segja að 3 af hverjum 4 borgarbúum vilja ekki þetta fólk við stjórnvöllinn!
Skammarlegt!
Áddni, 19.8.2008 kl. 12:16
Það er að sjálfsögðu ekki hægt að miða Gísla við Ingibjörgu þótt hún sé mjög slöpp að mínu mati.
Hinsvegar étur Sjálfstæðisflokkurinn sig innanfrá þar sem forustan er nánast einlituð af opinberum starfsmönnum og hugarfari þeirra.
Best er fyrir flokkinn að losa sig við Gísla, eða er hann orðin svo verðmætur í prófkjörum að hann verði gerður að útvarpsstjóra.
Þótt sjálfstæðismenn reyni nú að stimpla samfylkinguna sem fordæmisgefandi fyrir menntun flokksmanna, þá get ég bent á að Guðmundur Þóroddsson fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar fór á launaskrá hjá Vatnsveitu Reykjavíkur 12 ára gamall og sá Vatnsveitan um alla hans menntun og frama , til að halda við ættarveldinu Sjálfstæðisflokksins.
Steini Pípari
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.8.2008 kl. 12:27
Mér og öðrum samfylkingarmönnum, sem ég þekki, finnst þetta alveg frábært hjá Gísla Marteini að stinga af frá ruglinu á þennan máta. Ég hef ekki fundið neinn samfylkingarmann sem hefur verið að "missa sig" út af þessu. Ég held að þú Hallur sért að ímynda þér þetta. Ef ekki, ættirðu að nafngreina þessa samfylkingamenn sem þú segir að séu að missa sig.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:09
Svavar.
Held það sé nóg að vísa í eftirfarandi frétt á visir.is sem bendir til að formaðurinn þinn sé þé rósammála:
"Varaborgarfulltrúi var ekki kallaður inn í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar hún fór í fjögurra mánaða námsleyfi til Lundúna fyrir fjórum árum. Hún telur það ekki sambærilegt við flutning Gísla Marteins Baldurssonar til Edinborgar."
Hallur Magnússon, 19.8.2008 kl. 21:31
Ég styð nafna minn Martein, þ.e. í þessu. Sjálfsagt er að stjórnendur og stjórnmálamenn (endur)mennti sig með sveigjanleika af hálfu vinnuveitenda eins og háskólafólk og annað launafólk á oft heimtingu á samkvæmt kjarasamningum. Slíkt hef ég bæði sótt og varið og þess notið.
Gísli Tryggvason, 19.8.2008 kl. 21:48
Blessaður Hallur.
Á að vera hægt að lesa úr þessu "svari" þínu að nokkrir samfylkingarmenn hafi "misst sig" ? Þú et stundum alveg sprenghlægilegur!!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.