Marsibil mun ekki fella meirihlutann!
15.8.2008 | 15:00
Marsibil Sæmundsdóttir varaborgarfulltrúi mun ekki fella meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk í Reykjavíkurborg ef ég skil orð hennar rétt. Það er ljóst að Marsibil treystir sér ekki í samstarf við Sjálfstæðismenn um stjórn borgarinnar þótt hún virði ákvörðun Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins um samstarf um nýjan meirihluta.
Hins vegar mun Marsibil verja meirihlutann falli þótt hún taki tímabundið sæti í borgarstjórn ef Óskar Bergsson forfallast tímsbundið og hún taki sæti hans sem varaborgarfulltrúi. Get ekki skilið orð hennar öðruvísi.
Afstaða Marsibilar endurspeglar tilfinningar margra Framsóknarmanna sem líta á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ekki sem óskasamstarf. Hins vegar standa flokksmenn að baki Óskars í samstarfinu, enda ljóst að annar kostur var ekki í stöðunni, hvað sem klækjastjórnmálamenn annarra flokka reyna að halda fram.
Framsóknarmenn hafa því skilning á tilfinningum Marsibilar og afstöðu hennar þótt hún kunni að fipa flokkinn næstu daga.
Það er mikilvægt að gagnkvæm virðing og vinátta ríkir enn á milli Óskars og Marsibilar og að trúnaðarsamband þeirra heldur eins og fram hefur komið. Á visir.is er eftirfarandi frétt sem staðfestir þetta:
Fundarmenn virtu afstöðu Marsibil
Marsibil Sæmundardóttir ,varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem ekki styður meirihlutasamstarf Óskars Bergssonar og Sjálfstæðisflokksins fór á fund með framsóknarmönnum í hádeginu. Marsibil segir fundarmenn hafa skilið sína afstöðu en lykilfólk í flokknum, aðallega úr Reykjavík, sat fundinn.
Ég ákvað að fara á þennan fund og ræða við fólk og útskýra mína afstöðu. Ég get ekki sagt annað en að fundurinn hafi stutt Óskar og þetta meirihlutasamstarf heilshugar. En á sama tíma virtu þau mína afstöðu og sýndu mér virðingu," segir Marsibil sem sagði við Vísi fyrr í morgun að hana hlakkaði ekkert sérstaklega til fundarins.
Það er auðvitað erfitt að þetta skuli vera svona en þetta er allt flott fólk sem skilur að svona getur gerst."
Hleypir spennu í sambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
Athugasemdir
Hallur minn það eru ekki allir sáttir við þetta bull samanber þetta.
Eggert Hjelm Herbertsson, 15.8.2008 kl. 15:13
Marsibil er að bjarga andliti framsóknar, hún er alvöru stjórnmálamaður.. annað en hægt er að segja um hann nafna minn Bergson.
Óskar Þorkelsson, 15.8.2008 kl. 15:24
Málfarslöggan mætt á svæðið!
"...segir Marsibil sem sagði við Vísi fyrr í morgun að hana hlakkaði ekkert sérstaklega til fundarins"
Rétt er að segja "...að hún hlakkaði ekkert sérstaklega til..."
Er þessi hræðilega málvilla frá Marsibil sjálfri komin eða Vísi? Mér er spurn.
Emil Örn Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 16:27
Því miður heldur ruglið áfram hjá Framsóknarmönnum í R.vík. Eðlilegast hefði verið að fundurinn hefði skorað á Marsibil að segja af sér sem varaborgarfulltrúi, og hún hefði samþykkt það.Það sjá allir að Óskar getur ekki kallað hana inn sem varamann nema tilneyddur.Nú reynir á Guðna að reyna að koma skikk á liðið.En kanski telur hann þetta eðlilegt.Ef stýrimaður getur ekki unnið með skipstjóra á að reka hann, ef hann hefur ekki vit á að fara sjálfur.
Sigurgeir Jónsson, 15.8.2008 kl. 16:28
Emil Örn , leiðinlegasta fólk í heimi er fólk sem tuðar um málfar í svona þráðum í stað þess að segja eitthvað af viti.
Óskar Þorkelsson, 15.8.2008 kl. 16:48
Fyrigefðu Óskar en ég sammála þér.
Óðinn Þórisson, 15.8.2008 kl. 17:15
Fyrirgefið, Óskar og Óðinn, en skilgreiningar okkar á "eitthvað af viti" fara greinilega ekki saman.
Emil Örn Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 17:26
Áfram Emil Örn!
Ef eitthvað er raunverulega af viti í þessu spjalli öllu, er það einmitt málfarsvaktin, þar er eitthvað hreint og tært að finna, annað en hið grugguga vatn í forarpyttum bloggpólitíkusa. Hvað sem skarar Óskara halda fram, mér og mínum að meinalausu,
Viðar Eggertsson, 15.8.2008 kl. 17:34
Var að hlusta á Marsibil í þætti á Bylgjunni og miðað við það sem hún sagði þar þá held ég að hún muni segja sig úr flokknum á næstu dögum.
Óðinn Þórisson, 15.8.2008 kl. 17:39
Það sem er aðalvandi þessa máls er að það er runnið undan rifjum tveggja formanna flokka sem að eru að fara á taugum yfir fylgi flokka sinna. Þetta er ekki í takt við stemminguna meðal fólksins í borginni eða að borgarfulltrúar fái tíma til að ræða bestu fleti á stöðunni.
Nú hefur Ólafur sjálfur staðfest að hann hafi frekar viljað víkja en að sjá samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þannig að allt tal um að það sé ekkki rétt að Óskar og Framsóknarflokkurinn hafi ekki átt möguleika á endurnýjun Tjarnarkvartets er ekki rétt.
Það var bara enginn vinstri vinkill í handritinu frá Guðna og Geir sem Óskar hafði fengið. Það gleymdist greinilega líka að ræða við konuna varamanninn, líkt og Ólafur gleymdi að ræða við konuna varamanninn.
Jafnvel þó Marsibil segi sig úr Framsóknarflokknum þá er hún enn varamaður Óskars og ef hún er gengin í annan flokk sem er í minnihlutanum er það sjálfgefið að hún styðji vantraust á meirihlutann, ef hún er kölluð inn.
Skringileg staða ...
Gunnlaugur B Ólafsson, 15.8.2008 kl. 18:08
Hvergi hefur komið fram að Marsibil standi gegn málefnagrunni hins nýja meirihluta, sjá:
http://fridrik.eyjan.is
Friðrik Jónsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:51
Mér hefur alltaf þótt vænt um Framsóknarmenn enda alin upp af þeim.
En nú þykir mér illa fyrir þeim komið.
Klofinn flokkur í Reykjavík og týndir 3 alþingismenn.
Feillinn var náttúrlega sá, hjá Óskari, að mæta einn á fundinn hjá Hönnu Birnu.
Framsóknarmenn ættu aldrei að láta sjá sig á fundum færri en 12 saman.
Þá ber minna á því hve fámennur flokkurinn er.
Sterkasti leikurinn hjá Framsókn nú, til að auka fylgið, er að efna til rétta á heimaslóðum
formannsins, þó fjárlausar verði og hafa fríar sætaferðir úr Reykjavík.
Og syngja mikið
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:51
Góður punktur, Andrés Björgvin. Fyrirsögnin er virkilega sláandi og á að sjálfsögðu að vera Fundarmenn virtu afstöðu Marsibilar
Heitir þetta ekki eingarfallsfælni?
Emil Örn Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 23:11
Hallur minn flokkurinn þinn er nú að verða annsi fámennur, og ekki verur séð að fjölgi mikið í honum á næstu árum, því fáir bitlingar og atvinnutækifæri eru í höndum hans nú. Framsóknarmadaman gerist æ lauslátari, og minkar kröfurnar með hverjum mánuði sem líður.
Hverjir kusu Óskar?
haraldurhar, 16.8.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.