Myndugleiki Hönnu Birnu lofar góðu!

Myndugleiki Hönnu Birnu lofar góðu. Bæði í viðtölum við fjölmiðlamenn fyrir fund þeirra Hönnu Birnu og Óskars fyrir stjórnarmyndunarviðræður kvöldsins og ekki síður eftir að samkomulag náðist um nýjan meirihluta.

Óskar var einnig öruggur og náði greinilega fram áherslum sínum í efnhags og atvinnumálum - og óhræddur að takast á við erfið verkefni eins og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna næsta árs.

Óskar mun koma borgarbúum á óvart á jákvæðan hátt á næstu vikum!  Verst hvað hann er kvefaður! En það fer væntanlega bráðlega úr honum.

Það besta er hins vegar hve góð "kemistra" er á milli þeirra Hönnu Birnu og Óskars. Þeim finnst greinilega gaman að vinna saman og ætla að leiða hvor sinn flokk af ábyrgð og festu.

 Þá er ekki verra að þau þekkja hvort annað afar vel. Áttu gott samstarf í skipulagsráði á sínum tíma - hafa lent í andstöðu við hvort annað - og eru aftur farin að vinna saman - þekkjandi hvort annað enn betur eftir bæði tímabil samvinnu - og tímabil þar sem tekist var á!

Ég verð að segja að Hanna Birna er fyrsti leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni frá því Davíð var og hét - sem er með nauðsynlegan myndugleik borgarstjóra!  Vonandi stendur hún undir því!

Og Óskar ... Óskar klikkar ekki!


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Framfarir í Rvk, er tryggð, til hamingju borgarbúar.

Rauða Ljónið, 14.8.2008 kl. 23:07

2 identicon

Þið hljótið að vera að grínast!!!  Þessi farsi minnir helst á raunveruleikaþættina Survivor þar sem allir stinga alla í bakið á endanum og þá eru Hanna Birna og Óskar alls ekki undanskilin.

Held að það ætti að reka allt þetta lið eins og það leggur sig!!  Ef þetta hefði verið einkafyrirtæki sem hefði verið rekið á sama hátt væri búið að reka allt þetta lið.  En nei af því að þetta er almenningseign að þá má allt.  Þau mega sólunda peningunum okkar, spilla landinu okkar og svo segja þau bara... ÚPS.. öll í kór!

Held þau ættu að finna sér eitthvað annað að gera!

Trúi því ekki að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn séu stoltir af apakattaleik sinna manna.  Myndi segja mig tafarlaust úr þessum flokkum ef ég væri flokksbundin!  Tek það fram að ég er ekki flokksbundin í neinum flokki en kristilegir öfgamenn eru farnir að líta vel út ef sá flokkur væri til!  Allt skárra heldur en þetta drasl sem er fyrir!

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 04:25

3 Smámynd: Skarfurinn

Það er naumast að Framsókn leggst lágt til að geta orðið sprungið dekk undir ónýtum vagni, þessi Óskar virðist óheiðarlegur og sagði ósatt í gær.

Skarfurinn, 15.8.2008 kl. 09:03

4 Smámynd: Skarfurinn

Hvar er heiðarleikinn ? Kjartan og Hanna Birna geta ekki einu sinni viðurkennt núna  það sem allir vita  þ.e.a.s. myndun stjórnar í janúar með Ólafi F. hafi verið mistök.

Skarfurinn, 15.8.2008 kl. 09:04

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Jæja Skarfur!

Hvað sagði Óskar ósatt í gær?

Hallur Magnússon, 15.8.2008 kl. 09:05

6 Smámynd: Skarfurinn

Rétt fyrir hádegi hafði hann ekkert heyrt né rætt við sjálfstæðismenn, klukkutíma síðar ert tilkynnt að hann sé verði formaður borgarráðs og hafi ákveðið að snúa baki við vinstri flokkunum sem þóttust með nokkurskonar bandalag, þetta er ekki trúverðugt, svona nokkuð tekur alltaf meira en klukkutíma og hann sagði því ósatt. 

Skarfurinn, 15.8.2008 kl. 09:15

7 Smámynd: Hallur Magnússon

í fyrsta lagi - þá áttu að taka varlega sögusagnir sem birtast á síðum vefblaðanna.

Ég sem gamall blaðamaður var steini lostinn yfir því hvernig blöðin hreinlega skálduðu upp atburði í gær! Ég hefði verið rekinn á sínum tíma fyrir slík vinnubrögð!

Á sama tíma og ég sat við hlið Óskars Bergssonar voru fréttir í gangi um að hann væri að ræða við Sjálfstæðismenn á fundi!!  Það var bara eitt dæmið.

Hvaða bull er þetta?

Hanna Birna hafði fyrst samband við Óskar í hádeginu!  Það er staðreynd málsins.

Það voru getgátur blaðamanna - reyndar þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að Hanna Birna yrði borgarstjóri og Óskar formaður borgarráðs - ef til samstarfs kæmi!!!

Hins vegar höfðu Framsóknarmenn pata af því sem var að gerast hjá Sjálfstæðismönnum - þeir væru að slíta! 

Það vissu reyndar allir í fyrrakvöld!!!!

Framsóknarmenn ræddu að sjálfsögðu möguleikana í stöðunni - en samtal Hönnu Birnu og Óskars hófst fyrst í hádeginu - og gat ekki haldið áfram fyrr en seinni partinn - því það tók töluverðan tíma til að ná sambandi við Marsibil til að bera málið undir hana - en hún vissi jafnvel og aðrir að Sjálfstæðismenn væru að líkindum að slíta - og að einn möguleikinn í stöðunni væri að Sjálfstæðismenn hefðu samband við Óskar Bergsson.

Marsibil hafði nefnilega skroppið í ræktinna á ögurstund :)

Eftir því sem ég skil Marsibil rétt í Fréttablaðinu í morgun - þá ætlaði hún ekki að leggja stein í götur Óskars ef hann vildi semja við Hönnu Birnu - en hún hefði viljað lengri tíma til að hugsa málið - og væri ósátt við Sjálfstæðismenn!

Það er alveg ljóst að "ekki - klækjastjórnmálamaðurinn" Dagur B.Eggertsson - og fjöldi manna - eins og td. þú - munu halda fram að atburðarrásin hafi verið öðruvísi - og reyna að klína lygastimpli á Óskar Bergsson.

Málið er hins vegar að það er ekki rétt!

 Talandi um lygar - hverjir héldu því fram að Ólafur F væri tilbúinn til að endurreisa Tjarnarkvartettinn?

Var það rétt?

Að halda slíku fram á ögurstundu - eru það ekki klækjastjórnamál?  Ég bara spyr.

Hallur Magnússon, 15.8.2008 kl. 09:35

8 identicon

Það er svolítið skrítið að horfa upp á menn bera það upp á Óskar að vera lygari.  Skarfurinn hefur sjálfur ekki hugmynd um hvað er satt og hvað er rétt, en hann virðist ekki velta fyrir sér þeim möguleika að hann sé lygarinn í dæminu.  Við sem þekkjum atburðarásina vitum hver er að ljúga, Skarfurinn.  En postular eins og hann sem telja sannleikan aukaatriði þegar kemur að pólitísku skítkasti verða eflaust alltaf til, og það segir meira um þeirra persónu en þá sem þeir reyna að ata auri.

GVald (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:07

9 Smámynd: Skarfurinn

Það er aldeilis að ég kom við kaunin á ykkur framsóknarmönnum þennan 2% flokk sem er að hverfa. Undir mín sjónarmið taka mjög margir t.d. bloggararnir ágætu  Ólína Þorvarðardóttir og Björgvin Guðmundsson í dag, svo farið varlega í að henda úr glerhúsi drengir. Gvald hvernig get ég verið lygari þegar ég les þetta upp úr virðulegum fréttablöðum ? þið virðist í vörn því þið hafi slappan málstað að verja.

Skarfurinn, 15.8.2008 kl. 10:18

10 identicon

Árni Þór í VG hefur komið fram og sagt að hann hafi talað við Ólaf F um að endurreisa fyrrum meirihluta. Hvernig væri bara að viðurkenna svikin og útskýra afhverju þau voru nauðsynleg. Í staðinn fyrir að reyna að ljúga upp í opið geðið á okkur kjósendum í Reykjavík sem erum orðin ansi þreytt á ruglinu í Reykjavík...

IG (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:24

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Skarfur.

Bullið í þér batnar ekkert við það að Ólína og Björgvin - sem ekkert vita um hvað raunverulega gerist - haldi því sama fram.

Ég veit hvernig atburðarásin var. Ég tók dæmi um "frétt" þar sem Óskar var sagður annars staðar en hann var!

IG

Þú skalt skoða aftur viðtalið við Árna Þór í gærkvöldi.

Hann sagði að hann hefði talað við Ólaf F. - en hann sagði ekki að Ólafur F. hefði fallist á að standa upp fyrir Margréti!!!!!

Svo frábið ég mér lygabrigsl frá þér. Þá ertu kominn á hálan ís - enda var atburðarásin eins og ég lýsti hér fyrir ofan. Því verður ekki breytt - hvað sem þú og þínir líkar reyna að halda fram.

Hallur Magnússon, 15.8.2008 kl. 10:38

12 Smámynd: Skarfurinn

Hallur minn þarftu endilega að vera svona andskoti geðillur þegar þú ræðir um þína flokksmenn og félaga ? mér  er slétt  sama þó þú kallir mig bullara og vinur þinn  gvald  kalli mig lygara, mun ekki missa svefn yfir því, en allt sem ég gerði  var að vitna í merka bloggara (sem þú virðist hafa illan bifur á) og nýjustu fréttablöðin, ja ef þetta kallast ekki að hengja bakara fyrir smið.

Skarfurinn, 15.8.2008 kl. 10:45

13 identicon

Mér fannst gasalega flott armbandið hennar Hönnu Birnu. Smellpassar við eyrnalokkana. Sterkari skoðanir hef ég ekki á þessu stigi málsins enda lítið um þetta að segja sem ekki þegar hefur komið fram.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:45

14 Smámynd: Skarfurinn

Hallur hvað þykir þér um að Marsibil varam. Óskars mun ekki styðja hann og þar með komin upp svipuð staða og varamenn Ólafs F. gerðu ?

Skarfurinn, 15.8.2008 kl. 11:13

15 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég held að við ættum ekki að gera þessu ágæta fólki (sem nú mynda meirihluta) það til geðs að vera að tjá okkur mikið um þessi meirihlutaskipti. Þau eru örugglega ágæt bæði, Hanna Birna og Óskar. Þetta er örugglega ekki versti meirihluti sem hægt er að fá í stöðunni. En þessi atburðarrás sem og sú sem átti sér stað fyrir rúmlega 200 dögum er öllum þeim sem að koma til skammar.

Eggert Hjelm Herbertsson, 15.8.2008 kl. 11:23

16 Smámynd: Hallur Magnússon

Skarfur!

1. Undirstrika það að umfjöllun miðlana var hreinlega röng. Geðilskan felst í því að horfa upp á lygabrigsl sem ekki eru rétt. Fer dálítið í pirrurnar á mér - játa það

2. Staðan með Marsibil er dálítið skrítin og ekki góð. Hún verður hins vegar að eiga þetta við eigin samsvisku. Ég taldi reyndar að hún ætlaði að fara yfir málin með Óskari í dag - áður en hún færi að vera með yfirlýsingar á opinberum vettvangi. En hún hefur greinilega ekki treyst sér í samstarf við Sjálfstæðismenn af tilfinningalegum ástæðum því ekki virðist hún reiðubúin að skoða málefnagrunninn og taka afstöðu til málefnanna. Það ber hins vegar að taka tillit til slíkra tilfinninga.

Marsibil hefur - ef ég skil það sem eftir henni er haft í Fréttablaðinu - að hún hafi ekki viljað leggja stein í götu Óskars við myndun meirihluta - þótt hún sjálf hefði kosið frekar annað samstarf - sem reyndar er misskilningur hjá henni að hafi staðið raunverulega til boða.

Ég hefði kosið að hún hefði farið yfir málefnin - og notað þetta tækifæri til að koma helstu baráttumálum sínum í framkvæmd. Hún hafði alla möguleika á að gera það. En valdi að fylgja tilfinningum sínum. Sem er að mörgu leiti virðingarvert.

Ef Marsibil ætlar ekki að taka þátt í þessari vegferð Framsóknarflokksins í afar erfiðu og krefjandi verkefni - þá koma aðrir í hennar stað til að draga vagninn. Þannig er það bara.

Hallur Magnússon, 15.8.2008 kl. 11:29

17 identicon

Hæ Hallur

Er virkilega hægt að réttlæta þessa uppákomu ? Hvers vegna er Framsók enn og aftur að skríða upp í rassgataið á Sjálfstæðisflokknum ? Er Óskar ekki betri en það að vera notaður sem lím fyrir brotinn borgarfulltrúahóp hægrimanna. Ég á ekki til orð og er farinn að skilja hvers vegna fólk óski þess að "flokkurinn" þurkist út

Þinn vinur Finnbogi

Finnbogi Marinosson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 11:44

18 identicon

Ég tel að Óskar hafi tekið einn fyrir liðið. Það er vitað mál að Ólafur var ekki hæfur sem borgarstjóri og einhver þurfti að skera íhaldið úr þeirri snúru sem það var búið hnýt sjálfu ser. Framsókn tók þetta verk af sér fyrir íhaldið, það versta er að íhaldið mun eins og venjulegir kálfar, ekki þakka ofeldið.

Útfrá sjónarhóli Óskars þá er það áhættunarvirði að fara í samstarf með Íhaldinu, því hann er ekki jafn þekktur og Björn Ingi og þarf að skapa sér orðspor. Því í stöðu sinni innan minnihlutans þá er hann í skugganum af Degi og Svandísi, í þeirri stöðu að láta sig dreyma um að vera nokkur konar "free rider" í R-lista samstarfi er ekki gæfulegt. Þannig miðað við hans forsendur og forsendur framsóknar þá hafa þeir eins og íhaldið, engu að tapa og allt að vinna.

Samt óska ég mér því að fá hreina félagshyggju stjórn í borginni á næsta kjörtímabili. Því eins og er þá er íhaldið ekki með stjórnhæft fólk innanborðs. Á meðan félagshyggjufólk hefur mun stjórnhæfara fólk í sínum röðum, sem er laust við kreddur sem ekki eiga við í sveitastjórnarmálum.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:31

19 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Klukkan hvað þetta og hitt gerðist.   Það er eins og það sé aðal málið.   

Marinó Már Marinósson, 15.8.2008 kl. 15:48

20 identicon

Hanna Birna  er mjög frambærilegur leiðtogi

 

Mér finnst  hún hafa unnið mjög fagmannlega úr mjög erfiðri stöðu,

 

Ég hef verið mjög dyggur kjósandi SF en ég tel að engin hafi sýnt jafn mikla ábyrgð og festu einsog hún í öllum þeim málum sem dúkkað hafa upp.

 

Hún er greinilega stjórnmálamaður sem ert tilbúuinn að taka á málum af festu .

Og er  tilbúinn að sópa upp rykið eftir sóðaskap fyrirrennara sinna þannig að ég ber mikla virðingu fyrir henni.

 

Ég óska henni góðs gengis sem borgarstjóri út þetta kjörtímabil og fagna henni þegar þú kemur sterk inn í landsmálinn .

...

 

Með kv Jobbi Z

Jósef Zarioh (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband