Vildi Tjarnarkvartettinn Bitruvirkun og atvinnuuppbyggingu?
14.8.2008 | 15:30
Vildi Tjarnarkvartettinn Bitruvirkjun og atvinnuuppbyggingu? Mínar heimildir segja að svo hafi alls ekki verið. Menn verða að muna að alvarlegir brestir komu í samstöðu minnihlutans við fagnarðarlæti vinstri grænna og Samfylkingar yfir Bitruvirkjun. Óskar hefur lagt megináherslu á Bitruvirkjun og atvinnuuppbyggingu!
Átti Óskar Bergsson og Framsóknarflokkurinn að treysta orðum Ólafs Friðriks?
Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna hefur látið hafa eftir sér að Óskar Bergsson hafi haft úrslitaáhrif í málinu og valið að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.
Sóley - varstu til í Bitruvirkjun?
Ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ná saman - þá hlýtur það að verða um atvinnumál í borginni - og þar með talin bygging Bitruvirkjunar!
Ólafur vildi Tjarnarkvartett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Vildi (rangt nafn Tjarnarkvartettinn) Stopp Stopp-bandalag Bitruvirkjun og atvinnuuppbyggingu? Nei
Stopp Stopp-bandalagið vann ofsalega vel saman að drepa niður atvinnumöguleika launþega í RVK
Yfirlýsing lá fyrir um það í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Stopp Stopp-bandalag á ný. Óskar Bergsson hafði úrslitaáhrif í málinu og valdi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Stopp stopp Vinstri - grænna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðisflokksins, hefði slitið meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra fyrr í dag. Ákveðið var að ganga í samstarf með Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Verður Hanna Birna borgarstjóri, Óskar formaður borgarráðs og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson forseti borgarstjórnar.
Aðspurð um viðbrögð við þessu segir Sóley að Óskar verði að svara því hvers vegna hann hafi tekið Sjálfstæðisflokkinn fram yfir Stopp Stopp-bandalagið . „Þetta veldur að sjálfsögðu vonbrigðum því Stopp Stopp-bandalagið vann ofsalega vel saman að drepa niður atvinnumöguleika launþega í RVK.. En þetta var hans ákvörðun," segir Sóley.
Rauða Ljónið, 14.8.2008 kl. 15:55
Ólafur er hinn mætasti maður, var í einelti hjá samfylkingar fréttastofunni. RUV.
var of einstrengislegur í umhverfismálum . Við lifum ekki á lánum.
Við verðum að nýta orkuauðlindir. Allar virkjanir eru gullkvarnir
Haukur Ísleifsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:05
Svona athugsemdir eins og hér að ofan er náttúrulega dæmigerð. Það er eins og menn hafi ekki áttað sig á að fyrri meirihluti sat aðeins í 100 daga. þ.e. 3 mánuði. Fysti mánuður fór í að reyna að finna grundvöll til að leysa REI málið og síðan var það vinna við fjárlög þessa árs. Ólafur sleit því áður en það náði lengr.
Held að Borginn sé nú ekki í aðstöðu til að vinna að atvinnuuppbygginu. Minni á að Bitruvirkjun er hugsuð fyrir álver í Helguvík. Þannig að það er nú ekki mikil atvinnuuppbygging fyrir borgina í því.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.8.2008 kl. 16:33
Þá er það orðið ljóst að viðvarandi spilling mun áfram vera viðloðandi borgarstjórn.. Rei málið ?
Óskar Þorkelsson, 14.8.2008 kl. 16:39
Hallur minn,
Hefur þú gengið um svæðið þar sem fyrirhugað er að Bitruvirkjun muni rísa?
Hefur þú farið með krakkana þína í Reykjadal og setið þar í heitum læk að sumri eða vetri?
Veistu hvað það bárust margar athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna þessa máls? (Svar: um 600).
Veistu hvað það bárust margar athugasemdir til bæjarstjórnarinnar í Ölfusi vegna þess að þeir vilja skilgreina svæðið sem iðnaðarsvæði? (Svar: um 1000).
Veistu að Skipulagsstofnun lagðist gegn byggingu Bitruvirkjunar m.a. vegna þess að einstæðri náttúru yrði varanlega spillt?
Telur þú að Óskar Bergsson hafi umboð Reykvíkinga til að ganga gegn þeim úrskurði og þessum fjölmörgu athugasemdum?
Veistu örugglega um hvað þú ert að tala?
Sigurður Hrellir, 14.8.2008 kl. 21:24
Áfram R.vík. Áfram Hallur og Óskar.
Sigurgeir Jónsson, 14.8.2008 kl. 21:56
Hallur, er Óskar sæmilega varinn fyrir hnífasettum? ...hann gæti særst greyið.
Haraldur Bjarnason, 14.8.2008 kl. 21:58
Hallur þú veist það vel að það er ekkert samansem merki á milli Bitruvirkjunar og atvinnuuppbyggingar. Að halda öðru fram er hrein og helber spuni.
Að fá upplýsingar að morgni, skömmu fyrir fund og vera búinn að ákveða sig á hádegi lýsir best þeim gríðarlega tíma sem fór raunverulega í að íhuga hvaða málefnasamningi hefði verið hægt að ná í slíku fjórflokkasamstarfi. Ekki gleyma því að allt samstarf byggir á málamiðlunum allra aðila og hverjar málamiðlanir hefðu verið í þessu samstarfi liggur engan veginn fyrir:
Bitruvirkjun ... kannski, við vitum það ekki, því Óskar gaf því ekki séns.
Atvinnuuppbygging ... alveg-hreint-örugglega, því það eru til önnur form atvinnuuppbyggingar en að reisa virkjun í landi annars sveitarfélags til þess að selja orkuna til fyrirtækis í því þriðja.
Ekki gleyma því að áróður þinn á þessari bloggsíðu hefur í margar vikur hljóðað uppá þrýsting á Óskar að slíta sig frá Tjarnarkvartetti til þess að fara í stjórn með sjálfstæðisflokki - löngu áður en umræðan um Bitruvirkjun komst aftur í fjölmiðla - sem undirstrikar tvímælalaust að Bitruvirkjun er ekkert betra en eftiráafsökun fyrir jákvæðni þinni gagnvart því samstarfi sem nú hefur verið myndað.
Vonandi færðu greitt fyrir þinn hluta af spunanum.
lesandi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:35
Lesandi.
Á sýnum tíma var Samfylkingu og VG boðið upp á nýtt R-lista samstarf sem Dagur afþakkaði pent. Sem var vísbending um að hann vildi helst ekki hafa Framsóknarfólk með eftir næstu kosningar - nema það nauðsynlega þyrfti.
Það var hins vegar Bitruvirkjunarmálið - og klækjastjórnmál og "gleymska" Dags B. Eggertsson sem sýndi mér fram á að svokallaður Tjarnarkvartett var einnig út úr myndinni sem raunhæfur, starfhæfur möguleiki í stöðunni. Fráfarandi Í kjölfar þess fór ég að benda á eina raunhæfa möguleikan á nýjum starfhæfum meirihluta til að losa borgarbúa við nú fráfarandi borgarstjórn með óhæfan borgarstjóra - var Framsókn og Sjálfstæðisflokkur.
Staðhæfingar þínar um annað eru hreinlegar rangar.
... verð að hryggja þig með því að "spuninn" er pro bono - eingöngu drifinn áfram af áhuga á þjóðmálum.
Hallur Magnússon, 15.8.2008 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.