Í draumi hvers manns er fall hans falið!

Í draumi hvers manns er fall hans falið, sagði skáldið á sínum tíma.

Draumur að líkindum fráfarandi borgarstjóra hefur verið að breytast í martröð. Ástæðan einfaldlega sú að hann umgekkst vald sitt og draum með hroka - en ekki af þeirri auðmýkt  sem þeim sem við felum valdið bera að sýna.

Stjórnmálamenn almennt ættu að hafa orð skáldsins í huga þegar þeir taka við stjórnartaumunum - og muna að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins en ekki hrokafullir valdafíklar sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag.

Ef fer sem horfir að Sjálfstæðismenn slíta samstarfinu við Ólaf Friðrik og taki upp samstarf við Framsóknarmenn og Óskar Bergsson - ef Framsóknarmenn og Óskar eru reiðubúnir í slíkt samstarf - þá verður slíkt samstarf að byggja á málefnum sem eru borgarbúum, landi og þjóð til framdráttar.

Því samstarf sem byggir einungis á draumi um valdi byggt á hroka mun einungis fela í sér fall. Ef samstarfið er grundvallað af auðmýkt fyrir verkefninu og þeir sem að því  koma hugsa fyrst og fremst um að vinna að framgangi góðra mála - þá verður samstarfið farsælt og þeir sem af því koma munu uppskera í samræmi við verk sín.

Ef núverandi samstarf heldur áfram og Hanna Birna tekur strax við sem borgarstjóri - þá ætti hún einnig að hafa þetta í huga! Annars fer illa.


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ef framsókn og Nafni eru tilbúin í meirihlutasamstarf segir þú.. er eitthvað EF ?  Þetta er síðasta tækifæri framsóknar á völdum í borginni um langt árabil.. ef þið farið í samstarf með sjöllunum AFTUR á sama kjörtímabilinu EFTIR að hafa slitið samstarfi við þá með eftirminnilegum hætti s.l haust þá er framsókn búin að opinbera sitt eðli.. allt fyrir völdin. ! 

Hvernig væri nú að koma sjöllunum frá ?  Það væri það besta sem fyrir þessa borg gæti komið þessa síðustu og verstu daga..  Verum minnugir þess að Óli FF og villi Vill komu borginni í þessar ógöngur.  alger óþarfi að halda sjálftektarflokknum við völdin. 

Óskar Þorkelsson, 14.8.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er algjörlega sammála Halli í þessu máli og framsóknarmenn myndu sýna mikla ábyrgð, styrk, þroska og skynsemi ef þeir björguðu okkur sjálfstæðismönnum út úr þessu sambandi. Það væri ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn sýndi slíkar dyggðir.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.8.2008 kl. 09:35

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hvar tapaðist siðferði Framsóknarmanna? Eru orð borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna í þeirra garð fyrir tæpu ári síðan löngu gleymd í gullfiskaminninu? Þykjast Framsóknarmenn nú ætla í samstarf "borgarbúum, landi og þjóð til framdráttar"?!

Sigurður Hrellir, 14.8.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Nú verður framsóknarflokkurinn að sýna festu og bjarga borginni og stýra henni til betri vega það er það eina í stöðunni, það væri dauðadómur ef stopp stopp flokkarnir kæmust að.

Rauða Ljónið, 14.8.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég myndi segja að skrípaleikurinn væri fullkomnaður ef Íhaldið ætlar í samstarf við Framsókn tvisvar á sama kjörtímabilinu. Ég trúi því ekki að þeir falli í þá gryfju. Eina vitið er að fá nýjar borgarstjórnarkostningar og það strax.

Brynjar Jóhannsson, 14.8.2008 kl. 13:30

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Hallur

Það er sól og sumar.

Óskar Bergsson á hrós skil fyrir að hafa axlað ábyrgð.

Óðinn Þórisson, 14.8.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband