Framsóknarflokkurinn - er það ég?
13.8.2008 | 16:52
Kunningi minn var að hringja og spyrja hvort Sjálfstæðismenn væru að tala um mig þegar þeir segja að Framsóknarflokkurinn hafi sent Sjálfstæðismönnum skilaboð um að þeir væru reiðubúnir til viðræðna um nýjan meirihluta!
Ekki veit ég um það og veit reyndar ekki til þess að Framsóknarflokkurinn hafi sent Sjálfstæðisflokknum slík skilaboð - enda ekki innsti koppur í búri á þeim bæ.
Hins vegar get ég persónulega ekki annað en gengist við bloggi mínu í gær: Hanna Birna - hringdu í Óskar!
Kannske eru menn að vísa í þetta!!!
En ég er hins vegar alveg örugglega ekki Framsóknarflokkurinn!
Frumkvæði frá Framsókn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna, Hallur! Þú hefur mikið á samviskunni ef þú þvælir Óskari inn í það hlutverk að losa íhaldið úr snörunni. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 13.8.2008 kl. 17:59
Ef ég væri fréttamaður þá væri ég búinn að leyta uppi Alfreð...:)
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hangir einhvers staðar í snöru þá er Alfreð ekki langt undan.......
Kv.BÖG
Björgmundur Örn Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 18:34
"L'etat - c'est moi" sagði annar sólkonungur en sá er nú situr.
Gísli Tryggvason, 13.8.2008 kl. 22:38
Skrifaði einmitt eftirfarandi athugasemd við frétt Eyjunnar um málið í gær:
lesandi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.