Grillur Geirs Haarde hækka skuldatryggingarálag Íslands enn á ný!
5.8.2008 | 19:51
Enn hækkar Geir Haarde skuldatryggingarálag Íslands og íslensku bankanna með grillum sínum! Aðgerðarleysi Geirs og ríkisstjórnar varð með öðru til þess að erlendir aðiljar misstu trú á Íslandi og íslensku bönkunum með þeim afleiðingum að skuldatryggingarálag náði himinhæðum.
Þrátt fyrir aðgerðarleysi Geirs tókst bönkunum að halda sjó og voru að vinna trúnað erelndra aðilja á ný - og skuldatryggingarálagið lækkaði!
En nú kemur Geir með fáránlegar yfirlýsingar þar sem hann staðfestir að aðgerðarleysið sé stefna ríkisstjórnarinnar!
Afleiðingin - skuldatryggingarálagið upp úr öllu valdi á ný og nær nú hæstu hæðum!
Það hefði verið betra að maðurinn væri áfram í sumarfríi - þegjandi!!!
Eftirfarandi var haft eftir Geir í Viðskiptablaðinu - og svipað í RÚV:
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt, við núverandi aðstæður í efnahagsmálum, að fólk gangi ekki með þær grillur í höfðinu um að hægt sé að leysa vandann með einhverjum örþrifaráðum. Hann vísar á bug fullyrðingum stjórnarandstöðunnar og bloggara um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.
Þetta svokallaða aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem stjórnarandstaðan og hinir og þessir á blogginu tala um er nú meðal annars að bera þann ávöxt að vöruskiptajöfnuðurinn í síðasta mánuði var jákvæður og við fáum fína umsögn frá Financial Times vegna afkomu bankanna, sagði Geir í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun.
Hagkerfið okkar hefur mikla aðlögunarhæfni og það er fljótt að snúa sér við þegar aðstæður breytast, sagði Geir enn fremur.
Ég er ekki viss um að Geir fái jafn góða umsögn frá Financial Times eftir þetta - og íslensku bankarnir sem ná árangri - þrátt fyrir aðgerðarleysi Geirs - ekki vegna þess!
Ekki að undra að Sjálfstæðismenn séu farnir að líta eftir nýjum formanni sbr. Sjálfstæðismenn að gefast upp á Geir Haarde?
Álag bankanna hækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Farið hefur fé betra
Páll Jóhannesson, 5.8.2008 kl. 19:54
Hallur minn gamli vinur!
Þú hefur augljóslega miklar áhyggjur af formanni Sjálfstæðisflokksins og hans aðgerðarleysi. Hins vegar ættir þú án gríns að hafa mun meiri áhyggjur af þínum eigin formanni sem ég held að muni endanlega ganga frá flokknum þínum dauðum. Ég sá hann í Kastljósinu áðan þrasandi innistæðulaust um ákvörðun umhverfisráðherra og einnig heyrði ég hann hjá Sverri Stormsker nýlega sýna sitt rétta útlit. Þig eftirlifandi Framsóknarmenn verðið að horfast í augu við að maðurinn er illa skaddaður af áralöngu stjórnmálavafstri og hefur algjörlega misst fókus á raunveruleikanum.
Af hverju býður þú þig ekki sjálfur fram til formennsku? Það yrði ekki slæmt að fá umhverfissinna sem formann þó að í felubúningi sé.
Sigurður Hrellir, 5.8.2008 kl. 20:17
Kæri Siggi!
Takk fyrir traustið!
En ég verð að segja að ég hef meiri áhyggjur af landi og þjóð en tímabundnum hremmingum Framsóknarflokksins. Þess vegna læt ég Guðna liggja milli hluta í bili - en einbeiti mér að þeim sem á að vera að stjórna landinu!
Hallur Magnússon, 5.8.2008 kl. 20:36
Kæri Hallur,
Gott er að heyra að þú skulir halda sönsum og ekki hafa áhyggjur af því sem litlu máli skiptir!!
Sjálfur hef ég miklar áhyggjur af landi og þjóð og ekki síst örvæntingarfullum stóriðjuplottum í öllum landshornum. Því miður virðist lítið breytast án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi frumkvæði að því en eins og málum er háttað eru menn þar á bæ hreint ekki sammála um það hvert stefna skal. Þess vegna rekur þjóðarskútan fyrir veðri og vindum. Guði sé lof að Guðni hefur samt ekki hönd á stýri!
Sigurður Hrellir, 5.8.2008 kl. 21:27
Þetta er ekki gott ástand.
Íhaldið sendi um daginn eitthvað uppfyllingarefni fram í víglínuna og það var í fréttunum í eitthvað kortér og svo aumkvunavert að enginn nennti einu sinni að eyða púðri á það og aumingja Geir er fyrir löngu búinn að bulla sig út í horn. Það bendir allt til þess að hann verði múlbundinn á einhvern hátt á næstu mánuðum og finnst mér líklegast að Halldór Blöndal, formaður bankaráðs seðlabankans - æðsti yfirmaður seðlabankans amk. að nafninu til - fái hefðbundna og viðeigandi förgun við hæfi og Geir taki þá við förgunarúrræði hans þarna í seðlabankanum.
Helsti gallinn við stjórnmálaumræðu hér á landi er að í hana vantar alveg efnafræðileg, læknisfræðileg og rafsegulleg atriði. Ál og kvikasilfur eru ekki beinlínis hollusta og síðan safnast það upp áratugum saman og það er ekki heldur gott að langsjóða í sér heilann. Þetta snýst líka um hlutfallslegt tap. Sá sem fremur lítið hefur til að bera frá náttúrunnar hendi til að byrja með má ekki við stórum töpum í þessu sambandi. Lifið heil.Baldur Fjölnisson, 5.8.2008 kl. 21:32
Miðað við þetta sem Geir sagði í hádegisfréttum er sennilega skynsamlegast að hann verði áfram í gönguferðum vítt um land og Solla einhversstaðar í útlöndum. Það verður þá enginn stór skaði á meðan þau gera ekki neitt.
Haraldur Bjarnason, 5.8.2008 kl. 22:28
Hér er meiri umræða um þetta sama mál: Ótrúlegur Geir
Marinó G. Njálsson, 6.8.2008 kl. 00:33
Hverju er að þakka að vöruskiptajöfnuður sé nú loks hagstæður?
Fyrrverandi ríkisstjórn sbr Kárahnúkavirkjun og álverunu henni
tengd sem skilar 180 milljörðum í útflutnigstekjur á ári. Þökk sé
Framsókn en EKKI Samfylkingu Geirs H Haarde!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.8.2008 kl. 01:04
Ég verð því miður að leiðrétta Guðmund Jónas, sem ég hef nú ekki þurft að gera áður við skírleiksmanninn þann.
Ef ég man rétt sátu nú sjálfstæðismenn með framsóknarmönnum í þeim frábæru ríkisstjórnum, sem héldu hér upp stöðugleika og ótrúlegum framförum í meira en áratug.
Ekki taka af okkur heiðurinn af því, en mikið sakna ég ykkar í ríkisstjórn, þótt sumir kratar séu bestu skinn.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.8.2008 kl. 09:31
Kaupþing lækkaði um 50 punkta. Landsbankinn um 70 punkta, Glitnir um 50 punkta og ísl. ríkið um 15. Staðhæfing þín er því ekki rétt.
Sigmundur (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.