Valdníðsla Ólafs Friðriks virðist lögbrot!

Valdníðsla Ólafs Friðriks borgarstjóra við brottrekstur fulltrúa hans úr skipulagsráði er ekki einungis siðlaus einræðishyggja heldur virðist hún einnig vera lögbrot!  Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn virkilega standa að einræðislegri valdníðslu og mögulegu lögbroti?

Dögg Pálsdóttir lögmaður virðist sannfærð um að Ólafur Friðrik sé að brjóta lög með athæfi sínu, en Dögg skrifar um málið í pistlinum "Dregur dilk á eftir sér" á vefsíðu sinni.

Dögg segir meðal annars:

"Ég sé því ekki betur en að sveitarstjórnarlög heimili ekki lengur að skipta út fulltrúa í nefnd eingöngu að þeirri ástæðu að hann njóti ekki lengur trausts þess meirihluta sem er hverju sinni. Skilyrðin eru almennari og hlutlægari. 

Til að unnt sé að veita kosnum nefndarmanni lausn þá þarf öðru af tveimur skilyrðum að vera fullnægt:

  • að um brottvikningu hans sé ekki ágreiningur innan sveitarstjórnar eða
  • fyrir brottvikningunni séu málefnalegar ástæður, svo sem ef nefndarmaður, án lögmætra forfalla, mætir ekki á fundi nefndar eða brýtur gegn þagnarskyldu. "

Ég hef meiri trú á að lögfræðingurinn Dögg hafi rétt fyrir sér en læknirinn Ólafur Friðrik - ekki hvað síst eftir opinberar sjúkdómgreiningar læknisins á fjölmiðlamönnum sem honum er illa við!

 PS.

Fram kemur í frétt á visir.is að Ólöf Guðný Valdimarsdóttir útilokar ekki að sækja skaðabætur til borgarinnar vegna ákvörðunar borgarstjóra að reka hana úr skipulagsráði.

Þar bætist væntanlega enn í svimandi fórnarkostnað sem borgarbúar þurfa að sjá úr borgarsjóði og sjóðum Orkuveitunnar vegna Ólafs Friðriks og duttlunga hans!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

öll skotinn hittu beint í mark !  

góður Hallur ;) 

Óskar Þorkelsson, 5.8.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Skot í mark! Vissulega. Ólafur ætti að skammast sín - en kann það ekki. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að gera slíkt hið sama en ég efast um að þar á bæ viti nokkur maður hvað það er að skammast sín. Þeir standa aðgerðarlausir hjá og horfa uppá þessa óáran óreiðuástand og vitleysu sem engan endi ætlar að taka. Ekki eins og þeir séu í minnihluta í þessum meirihluta. Ég segi Borgarpólitíkin STÓRT skamm þeirra veður minnst sem verstu pólitíkusa sem þjóðin hefur átt og mun vonandi aldrei sjá aftur.  Borgarbúar eiga annað og betra skilið. Ég sem landsbyggðarmaður læt mig þetta varða því þetta er jú einu sinni höfuðborg okkar allra og þá meina ég okkar ALLRA.

Páll Jóhannesson, 5.8.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Dunni

Kjempe bra Hallur.  Nú segjum við bara við Ólaf; "Læknir læknaðu sjálfan þig".

Dunni, 5.8.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband