Hvað með áhyggjur af Haarde?

Bankarnir hafa sýnt að þar á bæ eru menn sem vita hvernig á að bjarga sér - þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði og lélega efnahagsstjórn. Stóru bankarnir munu lifa af efnahagsástandið. Sparisjóðirnir eiga hins vegar erfiðara með að aðlaga sig og eru að renna hver á fætur öðrum inn í Kaupþing. Nú síðast virðist Sparisjóður Mýrasýslu vera á hraðri leið inn í íslenska bankarisan.

En ætli hafi slegið á áhyggjur útlendinga af aðgerðarleysi og efnahagsóstjórn ríkisstjórnar Geirs Haarde? Ég efast um það.

Ekki hjálpa tuttlungar umhverfisráðherrans - eða aumingjaskapur Sjálfstæðismanna í borgarstjórn - sem ekki þora að fara í Bitruvirkjun af ótta við Ólaf Friðrik sólkonung - til í efnahagsástandinu!

Það verður spennandi að sjá fjárlagafrumvarp vinar míns Árna á Kirkjuhvoli í haust. Hann er ekki í öfundsverðu hlutverki!

Vil að lokum vekja athygli á stórmerkilegu bloggi vinar míns Friðriks Jónsonar Bankar, tilviljanir og sveigjanleg hagkerfi með eigin mynt. Snilldar pistill á slóðinni:

http://fridrik.eyjan.is/2008/08/bankar-tilviljanir-og-sveigjanleg.html


mbl.is Uppgjör bankanna slá á áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Voru menn að mála skrattann á vegginn ?

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Út úr þér stígur einn alversti framsóknarfnykur sem ég hefi fundið. En jæja, best að skamma þig ekki neitt núna, þá gætirðu lokað blogginu þínu og farið fram á það við ritstjóra Mbl. að blogginu verði lokað.

Sigurður Sigurðsson, 5.8.2008 kl. 06:51

3 Smámynd: Jónas Jónasson

Hvaða djöf. áróður er þetta á Forsætisráðherra? Gott að hafa yfirvegaðann og vel greindann mann í þessu embætti en ekki eitthvað fjölmiðlafífl sem virðist nú vera uppistaðan í samfylkingunni.

Þú skiptir ekki um hest út í miðri á. (nema þú sért í samfylkingunni)

Leyfum bara kjörtímabilinu að ljúka og þá er hægt að skoða stöðuna.

Vera alltaf að ráðast á forsætisráðherra meðan hann er í sumarfríi að safna kröftum. 

Jónas Jónasson, 5.8.2008 kl. 06:57

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er merkilegt hvað Sjálfstæðismenn eru pirraðir út í Samfylkinguna...sem er burðarásin í þessari ríkisstjórn...eða er það kannski þess vegna Jónas ?

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2008 kl. 07:42

5 Smámynd: Dunni

Ekki get ég dæmt um hver er burðarásinn í ríkistjórninni. Af verkum hennar er ekki hægt að sjá að hún hafi nokkurn burðarás.  Miklu hedur að það sé hálf nakin hrísla sem heldur henni saman.

Stjórnarflokkarnir virðast ekki vera mjög samhentir og tala hvor í sína áttina. Einkum í efnahagsmálum. En þeir eru þó sammála um eitt, eins og mikill meirihluti kjósenda ef marka má skoðanakannanir, að halda Framsókn utan við stjórnarráðið enn um hríð.

Dunni, 5.8.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurður!

Hvað í færslu minni fellur undir "framsóknarfnyk?"

Jónas.

Ég biðst afsökunar á því að hafa "ráðist" á Haarde í sumarfríinu. Gerði mér ekki grein fyrir að hann væri í sumarfríi. Það er nefnilega enginn munur á aðgerðarleysinu hans í sumarfríi og ekki í sumarfríi.

Það gerðu óánægðu sjálfstæðismennirnir sem ég hef hitt að undanförnu reyndar ekki heldur :)

"Þú skiptir ekki um hest út í miðri á." segir þú. Mér hefur heldur betur sýnst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í því í Borginni að skipta um hesta í miðri á!

Hallur Magnússon, 5.8.2008 kl. 11:21

7 Smámynd: Jónas Jónasson

Samfylkinginn mætti bara á vatnshræddum asna sem stóð bara kyrr. Ólafur Foringi Magnússon tók tauminn þar sem samfylkinginn virtist hvorki vita hvað sneri fram og aftur.

Hvað þá að geta komið sér saman um að mynda sér einhverja stefnu.

Jónas Jónasson, 5.8.2008 kl. 22:35

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Æ, þú ert ágætur. Ég var bara fullur.

Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband