Sjálfstæðismenn að gefast upp á Geir Haarde?

Sjálfstæðismenn eru að gefast upp á Geir Haarde ef marka má ummæli þónokkurra gegnheillra Sjálfstæðismanna sem ég hef spjallað við í sumarblíðunni í Sælingsdal og nágrenni undanfarna daga!

Ég hef aldrei - endurtek aldrei - heyrt Sjálfstæðismenn tala svo illa um sitjandi formann flokksins!

Þeir virðast vera að gefast upp! Segja fullum fetum að hann sé gersamlega búinn að klúðra stöðunni. Þá eru flestir afar þreyttir á Samfylkingunni.

Þá verða menn heitir þegar minnst er á borgarmálin!

Vonarstjarna flestra er Bjarni Benediktsson - sem þeir telja að hafi þegar sannað sig!  Ekki sé eftir neinu að bíða - það verði að taka af skarið og skipta um formann fyrir næstu kosningar - og Bjarni sé rétti maðurinn.

Tveir sögðu þó að Þorgerður Katrín ætti að taka við - með Bjarna Ben sem varaformann.

En greinilegt er að Bjarni Ben og Illugin Gunnarsson eru ofarlega í huga Sjálfstæðismanna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

1) Í stjórnarsamstarfi er það aldrei einn einstaklingur, sem klúðrar málunum.
2) Hvernig hefur BB "sannað sig?

Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Sævar Helgason

Var ekkert minnst á Framsóknarflokkinn í þessari merku umræðu ?   Kannski ekki umræðunnar virði sem komið er.  Guðni formaður var hálf trekktur hjá Stormsker og rauk út bæjargöngin.

Sævar Helgason, 3.8.2008 kl. 21:08

3 identicon

Samfylkingin lætur Sjálfstæðisflokkinn ekki komast upp með yfirgang og það líkar Sjálfstæðismönnum ekki við, enda ekki vanir slíku eftir að hafa haft Framsóknarflokkinn til að ráðskast með í 12 ár.

Valsól (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Júlíus.

Það var ekki ég sem hafði þessi orð um Geir.

Sævar!

Þetta  var ekki ein umræða - heldur fleiri! Það kom mér mest á óvart - fleiri en eitt og fleiri en tvö aðskilin tilvik - þar sem Sjálfstæðismenn voru gersamlega búnir að fá nóg af Geir!  ... og reyndar Ólafi Friðriki líka!

Sumir söknuðu reyndar Framsóknarrflokksins - sérstaklega þó að Jón Sigurðsson skyldi ekki hafa náð inn.

Hallur Magnússon, 3.8.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég held að sjálfstæðismenn ættu að styðja við bakið á sínum formanni fremur en að vera að tauta eitthvað í heitu pottunum. Hann er hvorki betri  né verri en hann var er hann hlaut "rússneska" kosningu á Landsfundi fyrir örfáum mánuðum. Ef eiihvað er þá er hann reynslunni ríkari en áður. Hann er þó hagfræðingur og vel til þess fallinn að leysa úr efnahagsvandanum. Gefið manninum tækifæri á að sanna sig fremur en að grafa undan honum. Þeir, sem eru í fýlu geta alltaf gengið í Samfylkinguna og ættu að gera það sem fyrst. 

Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 21:59

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Júlíus!

Ekki skamma mig :)

Það eru íhaldsmennirnir sem eru óánægðir!

En hann hagar sér ekki eins og hagfræðingur!

Hallur Magnússon, 3.8.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Lýðræðið þvælist stundum fyrir okkur :)

Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 22:27

8 identicon

Gott kvöld; Hallur og aðrir skrifarar !

Hallur ! Hygg; að við ættum að skoða, gaumgæfilega, gagnsleysi íslenzkra stjórnmálamanna, almennt. Heldur þú; að fólk sé búið að gleyma, svo skjótt, sóðaskap og lyðruhætti Framsóknarflokksins, t.d. ?

Bjarni Benediktsson - Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, eru svona viðlíka puntudúkkur, sem flest hinna, og hafa vart difið hendi, í kalt vatn, svo vitað sé til.

Eykur vart fylgið; ykkar Framsóknarmanna, að hafa Lómatjarnar kerlinguna, ásamt nokkrum annarra minnisvarða, um Halldórs tímabilið, innanborðs, á skektu ykkar, svo einfaldri ábendingu sé komið á framfæri.

Svona; til upprifjunar, gat ég þess, á síðu spjallvinar míns; Guðmundar Jónasar Kristjánssonar, á dögunum, að við þyrftum að koma hér á fót Alþýðuþjóðveldi vinnandi stétta, með bændum - sjómönnum - verkamönnum og iðnaðarmönnum, við stjórnvölinn, ekki meira, af vellyktandi rakspírakörlum og ilmvtnakerlingum, hver duglegust eru, að hygla sér og sínum, sem dæmin sanna, Hallur minn, og aðrir skrifarar.

Með sæmilegum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 22:29

9 Smámynd: Júlíus Valsson

Óskar. Eru þá byltingarsinnar í þinni sveit?

Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 22:44

10 Smámynd: Rauða Ljónið

Sælir. Tek undir með félaga Óskari, ,,Svona; til upprifjunar, gat ég þess, á síðu spjallvinar míns; Guðmundar Jónasar Kristjánssonar, á dögunum, að við þyrftum að koma hér á fót Alþýðuþjóðveldi vinnandi stétta, með bændum - sjómönnum - verkamönnum og iðnaðarmönnum, við stjórnvölinn, ekki meira, af vellyktandi rakspírakörlum og ilmvtnakerlingum, (Stofublómum) hver duglegust eru, að hygla sér og sínum, sem dæmin sanna, Hallur minn, og aðrir skrifarar."

 Stærst, skyssa sem Geir gerði var að fara í samstarf með Heilsuhælinu í Gerðahverf, þar sem hver geðræni sjúkdómurinn kemur upp daglega og engi lækinn fæst eða lyf vinna á enda, áunnar heilaskemmdir.

Hallur það er betra að spjalla við fólk í Hafnarfirði þar er sumarblíða betri og meira skjól og viskan.

Kv, Sigurjón 

Rauða Ljónið, 3.8.2008 kl. 22:57

11 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Já; svo sannarlega, Júlíus minn, og fer fjölgandi, með sama áframhaldi, og í anda hershöfðingjanna sálugu, Kerenskýs í Rússlandi, líka sem Francós, á Spáni. Veitir ekki af, að koma á röð og reglu, hér á Fróni.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 22:58

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég reikna með að Bjarni eigi fullt í fangi með að stýra N1 í gegnum efnahagsöldur sem Geir H og Árni Matt rótuðu upp svo að hann verður varla til stórræðanna.

Ef að Þorgerður Katrín ætlar að taka við af Geir þá verður hún að fara taka meiri þátt í umræðu um efnahagsmál en hún er óskrifað blað og það má helst ráða að hún sé nokkuð sátt við stefnu Geirs um að gera helst ekki neitt.

Sigurjón Þórðarson, 4.8.2008 kl. 00:00

13 identicon

Nei,  ég get svarið það að  hún amma mín átti aldrei sjónvarp.....   Aldrei.

Brúnkolla (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 00:10

14 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það þarf nú ekki að hlusta lengi til þess að heyra að margir Sjálfstæðismenn vilji Bjarna Ben, helst strax. og hvað? Það er fyllilega eðlilegt að menn leiti stöðugt leiðtoga, það er Bjarni, það er Þorgerður líka. Bjarni e.t.v. sprækastur núna.

Ég hef líka heyrt í mörgum vinum mínum í Framsóknarflokknum, og það vilja margir fá leiðtoga þangað. Þar eru líka nefnd nöfn eins og Björn Ingi, Birkir ofl. og hvað?...

Athugasemdin frá Sigurjóni finnst mér nú frekar brosleg. Heyri engan ræða um nýjan leiðtoga í Frjálslynda flokknum. Menn eru nú bara að ræða hvað gera eigi við dótið, eftir næstu kosningar.

Sigurður Þorsteinsson, 4.8.2008 kl. 07:52

15 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjallar þreyttir á Samfylkingunni.... kannski það... þetta er munurinn á að vera í ríkisstjórn með flokki sem  hefur stefnu og skoðanir... það var óneitanlega þægilegra að vera með skoðanalausa hækjuflokknum Framsókn sem hægt var að móta eins og linan leir... enn svona er þetta bara.... erfitt að vera í ríkisstjórn þegar maður er ekki sterkari flokkurinn og sjallar þekkja ekki annaðþ

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2008 kl. 10:56

16 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gleymdi aðeins... auðvitað er það draumur veikra sjálfstæðismanna að fá enn veikara aumingjalið sem hægt er að stjórna...  9% Framsóknarflokkur með gamla þreytta óhæfa liðið... guð minn góður...Valgerður og Guðni.... eins og þau hafi fundist við fornleyfauppgröft á Hólum...

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2008 kl. 10:59

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að það sé ótímabært að ræða formannsskipti í Sjálfstæðisflokknum. Geir fékk 97% atkvæða í þetta embætti á sínum tíma og nýtur mikillar virðingar innan flokksins og meðal almennings.
Ríkisstjórnin er sterk en auðvitað hafa þar verið erfiðleikar eins og einstakir óábyrgir þingmenn sf sem hafa verið að tjá sig um esb sem er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar og óánægja er meðal Sjálfstæðismanna með hroðalega ákvörðun Þórunnar.
Ég held að það sé ekkert annað stjórnarmynstur sem komi til greyna annað en Sf og Sjálfstæðisflokkur og enginn betur til þess að vera verkstjóri í dag en Geir Hilmar Haarde.
Framsóknarflokkurinn virðist vera í kreppu, mælist aldrei með yfir 9% fylgi og margt sem segir manni að það verði kjörinn nýr formaður á næsta landsfundi.

Óðinn Þórisson, 4.8.2008 kl. 13:23

18 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón Ingi styður þú, Heilsuhælið í Gerðahverf?

Rauða Ljónið, 4.8.2008 kl. 17:32

19 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef það er búrið sem rauða ljónið er geymt í..... ljón verður nefnilega að geyma á öruggum stað því þau sjást ekki fyrir og eru illa temjanleg

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2008 kl. 21:22

20 identicon

Komið þið sælir; sem fyrr !

Jón Ingi ! Aldrei skulum við vanmeta eiginleika ljónanna. Sigurjón spjallvinur minn, kann að hafa mörg tromp, uppi í erminni enn, Jón minn.

Með beztu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:33

21 identicon

Vilja menn skella allri skuldinni á Geir?

Hver flokkur hlýtur að verðskulda þann formann og þá stefnu sem hann kýs yfir sig.

 Alveg eins og hver þjóð verðskuldar þá stjórn sem hún kýs yfir sig; er það ekki?

Jón áhugamaður um heimspeki (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 00:34

22 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Félagi Óskar Helgi mun bylinningin eins og þú segir, kenna stofublómunum að sjá auðlegð Íslenskarar bænda og verkalýðs fagflærðamanna og þá sem byggja upp land vort, verðum við ekkiað reyta upp rafan fyrst.

Rauða Ljónið, 5.8.2008 kl. 00:46

23 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Félagi Óskar Helgi, mun byltingin eins og þú segir, kenna stofublómunum að sjá auðlegð Íslenskarar bænda og verkalýðs, fagflærðamanna og þá sem byggja upp land vort, verðum við ekki að reyta upp rafan fyrst.

Og byrja upp á nýtt, til að framtíð lands og þjóðar megi njóta síns á komandi tímum stofublóm bjarga engi ekki satt?.

Kv. Þinn vinur Sigurjón 

Rauða Ljónið, 5.8.2008 kl. 00:51

24 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Burtu með Geir, sem fyrst, þjóðinni til heilla.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.8.2008 kl. 08:48

25 Smámynd: Hallur Magnússon

Af gefnu tilefni - þá er ég ekki á móti því að Geir Haarde leiði Sjálfstæðisflokkinn - og það sem lengst!

Það breytir ekki því að það virðist vera að fjara undan honum hjá Sjálfstæðismönnum.

Ég held reyndar nánast engar líkur á að Geir hætti fyrr en á næsta kjörtímabili - nema hann vilji það sjálfur - til að komast á annan vettvang - í Öryggisráðið og í framhaldi toppstöðu erlendis!

Hallur Magnússon, 5.8.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband