Að spúla á sér afturendan í Tyrklandi!
9.7.2008 | 09:10
Að spúla á sér afturendan á tyrkneskum hágæða vatnssalernum er ein þessara upplifana sem maður gengur í gegnum þegar Tyrkland er sótta heim! Verð að segja að mér líkar þetta betur en gamla tyrkneska aðferðin sem ég upplifði svo oft fyrir 20 árum er ég sótti Tyrkland síðast heim - þegar maður varð að miða vel á gatið í gólfinu - og hreinsa afturendan til með eini litlu klósettpappírssnifsi! Með vinstri - minnir mig - í samræmi við hefðir múslíma.
Núna sest maður á hefðbundið "íslenskt" salerni - nema hvað á þessum er vatnsstútur - þar sem vatnið sprautast á bossan - þegar skrúfað er frá krana í vegg við hlið salernisins. Þá er ætlast til þess að salernispappírinn sé sparlega notaðu - til þess að þurrka burt rakan - og pappírnum skilið - ekki í salernið - heldur í fötu sem stendur á hægri hönd!!!
Þeir segja að þetta sé miklu umhverfisvænna en hefðbundna norðurevrópska aðferðin!
Ekki fjarri að það geti verið rétt - minni pappírsnotkun ogh einungis hálífrænn úrgangur sem flýtur út úr klóakinu!
Athugasemdir
ég sé að tyrkir hafa lært af asíubúum :) svona eru öll klósett sem ég hef komið á í asíu.. nema þeir sleppa pappírnum að mestu.
Óskar Þorkelsson, 9.7.2008 kl. 20:24
Ég var í Tyrklandi sl. haust, á strandhóteli í Antalíu. Þá var salernissystemið svona. Ég ansaði þessi auðvitað ekki. Kom ekki til mála, sér í lagi þar sem ekkert skolunarsystem var til staðar...úff, nei takk....
En gott að vera í Tyrklandi, ég á bara góðar minningar þaðan.
Snorri Bergz, 9.7.2008 kl. 21:56
Sæll félagi,
Um að gera að forðast að fá magakveisu. Salat og kældir drykkir með ísmolum (frá slæmu vatni) er það algengasta. Sýkingarleiðin er einnig oft frá höndnum og ofan í maga. Hef venjulega litla sprittklúta í vasa á ferðum mínum og hef sem betur fer sjaldan veikst þrátt fyrir að hafa farið víða.
Kína, Indland og Egyptaland held ég að séu hættulegastu staðirnir. Aldrei borða linsoðin egg eða Sushi eða annan áhættumat.
Annars getur maður getur bara ímyndað sér umhverfisáhrif þess ef fjölmennar þjóðir eins og Kínverjar byrja í stórum stíl að nota klósettpappír en þrifnaður er því miður á mörgum stöðum ábótavant.
Hafðu það gott í fríinu Hallur!
Gunnar (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.