Enn einu sinni lendi ég í Kaupþingi!
1.7.2008 | 18:20
Enn einu sinni lendi ég í Kaupþingi með bankaviðskiptin og tengd viðskipti! Átti í viðskiptum við Búnaðarbankann í Borgarnesi. Hann rann inn í Kaupþing með stofnun KB banka. Á í viðskiptum við Alþjóða líftryggingafélagið - sem rann inn í Kaupþing. Færði viðskiptin mín í SPRON. Færði einni aukalífeyrissparnaðinn minn þangað í haust. Nú er SPRON runnið inn í Kaupþing.
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að gefast upp og halda bara áfram viðskiptum við Kaupþing/SPRON - eða hvort ég skuli stuðla að frekari samruna á bankamarkaði með því að taka upp viðskipti við annan banka! Því að sjálfsögðu mun sá banki - eða sparisjóður - renna inn í Kaupþing með tímanum!
Kaupþing og SPRON sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skil þig mjög vel.
Hlutabréf mín í þessu fyrirtæki voru einu sinni virði eins slyddujeppa. Fyrir arðinn var hins vegar ekki unnt að kaupa nema sem nemur 3 rauð strætókort. Í prósentum voru þetta einungis um 1% af markaðsvirði hlutabréfanna. Það hefði þótt léleg ávöxtun á sama tíma sem banki þessi sankaði að sér 85 milljarða í hagnað. Stjórnendur bankans gripu tækifærið og hækkuðu laun sín upp í stjarnfræðilegar tölur að fullyrða má að á nokkrum manuðum hala þeir nú inn ævilaun flestra launaþræla.
Svona er Ísland í dag, óskiljanlegra en var í gær.
Kannski þarf að panta eitt stykki byltingu til að lagfæra þetta.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.7.2008 kl. 18:40
Þetta þýðir = Þar sem að KB og Spron eru með útibú, þar þarf ekki nema 1stk útibú núna. ÞArafleiðandi hægt að fækka störfum. .... Sniðugt!
Hermann Hrafn Bridde (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 18:41
Hallur minn, Sparisjóður Mýrarsýslu er málið (eða Sparisjóður Akraness, sem er í eigu SPM)......
Eggert Hjelm Herbertsson, 1.7.2008 kl. 20:15
Þetta er borðleggjandi einelti !
Björg Ingvadóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.