Er hugur Geirs Haarde á Íslandi?

Ég er ekki viss um að hugur Geirs Haarde forsætisráðherra sé alltaf á Íslandi frekar en hugur Seðlabanka Evrópu. Þótt Geir hafi hrokkið í gírinn í síðustu viku með ríkisstjórnina og gripið til jákvæðra aðgerða gagnvart Íbúðalánasjóði og fasteignamarkaðnum þá hefur doðinn og aðgerðarleysið undanfarna mánuði bent til þess að hugur hans hafi verið annars staðar.

Geir Haarde þykist ekki bera neina ábyrgð á efnahagsástandinu á Íslandi. Hugur hans er annars staðar. Hugur hans er erlendis því hann sér engar aðrar ástæður fyrir ástandinu á Íslandi en aðstæður erlendis.

Einu skiptin sem hugur Geirs virðist vera á Íslandi er þegar hann er í útlöndum að tjá sig um málefni Íslands - eins og núna í Lundúnum. Ekki einu sinni viss um að hugurinn sá á Íslandi heldur frekar í Lundúnum - þótt hann sé að tala um Ísland.

Nú er þetta hugarflug Geirs utan Íslands og langvarandi aðgerðarleysi hans á Íslandi farið að hafa áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins sem er að tapa því frumkvæði sem hann hefur haft í íslenskum stjórnmálum frá því fyrir síðari heimstyrjöldina.

Hugur Geirs er kannske í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ef Ísland kemst þar að væri það góð lausn fyrir Geir og Sjálfstæðisflokkinn - og líklega íslensku þjóðina. Geir gæti áfram haft hugan utan Íslands - en þá með góðri samvisku!


mbl.is Forsætisráðherra: Gengi krónunnar of lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínar greinar hjá þér Hallur.

Ég skil bara ekki þetta aðgerðaleysi hjá stjórnvöldum vor. Nú síðast í útvarpsfréttum er haft eftir Geir Haarde að kostir eigin gjaldmiðils séu fleiri en gallaranir, og að við Íslendingar skiptum litlu í því samhengi þegar vextir eru ákvarðaðir í Frankfurt osfr. Sjálfstæðisflokkurinn er því miður ekki sá flokkur sem hefur þor né kjark til að sigla í gegnum þennan ólgusjó sem nú riðar þjóðarbúinu hreinlega til falls - allavega mörgum sem búa hér. Það er svo skrýtið að X-D hefur stært sig af afrekum undanfarna ára og segja að hvergi á byggðu bóli hefur hagvöxtur verið jafn mikill, sem og góðæri. Er það þeim að þakka? Nú þegar kreppir að segja þessir sömu menn að aðstæður út í heimi sé slæmar og við sleppum ekki sem og aðrir. Þetta kallast að pissa í vindinn og fá það hreinlega í andlitið á sér. Allt okkur að þakka en ekkert okkur að kenna.

Svo er reyndar mjög kómískt að heyra Framsóknarflokkinn koma með ráð og dáð um efnahagsstjórnun í landinu. Helst vil ég bara að Framsóknarflokkurinn hætti bara að starfa og láti fólk í friði með þessu bulli sínu. Þeir bera jú ekki síður ábyrgð á þessu eftir langa stjórnarsetu.

Af hverju geta þessir menn ekki bara viðurkennt stórkostleg hagstjórnarmistök?

Svo erum við að rembast á vettvangi Sameinuðu þjóðana og eyða peningum og tíma í slíkan gjörning. Hefði ekki verið nær að eyða þessari orku í að styrkja t.d. gjaldeyrirforðan og búa um hlutina þannig að þetta myndi ekki gerast? Það er alveg rétt að lánsfjárkreppan er um heim allan. En eru aðrar þjóðir að slást við gengisHRUN á gjaldmiðli sínum, allur trúverðuleiki horfinn, tveggja stafa verðbólgu osfr. Finnst mönnum ekkert að þessu virkilega?

Ef undangegnu góðæri fylgir svona lægð á eftir vil ég frekar hafa stöðuleika, minni hagvöxt og geta treyst að lánin mín geri mig ekki gjaldþrota á endanum, hvort sem innlent verðtryggt lán eða erlent er um að ræða. Það er nefnilega ekki hægt að hafa aðra löppina í íssköldu vatni, en hina í bennandi heitu - frekar vil ég hafa það volgt og geta treyst því að ég brenni ekki eða fái kal.

Ég er ekki mikill ESB maður en af illu held ég að okkur verði ýtt í þá átt ef við höldum svona áfram.

Ég vona svo sannarlega að við náum að rétta úr kútnum og að stjórnmálamennirnir okkar nái að sigla okkur í gegnum þetta hratt. En því miður er ekkert sem glæðir mann bjartsýni eins og er.

Bestu kveðjur, Hlynur Guðlaugsson

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:28

2 identicon

Góð grein.

Nei ég held að Geir vilji frekar vera í útlöndum á blússandi dagpeningum. Þarf ekkert að vera hér heima, hann er með nóg af fólki á sínum snærum til að gera ekki neitt.

Geir minn, hafðu það bara gott og haltu áfram að tuldra að það sé gott að búa á Íslandi og allt sé í fínu lagi, þá kannski rættist úr öllu.

Ásgeir Helgi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:37

3 identicon

Ekki  veit ég hvar þetta endar allt ... Ég sem öryrki hér í Dk ... úff ætli við endum ekki bara á hausnum líka ... mér er ekki farið að lítast neitt á þetta allt saman... nú er danska krónan að verða 18 úfff

Halldóra Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:38

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hversvegna á að kenna framsókn um?   Framsóknarmenn boðuðu aðgerðir í sinni kosningastefnuskrá sem hefðu breytt stöðunni.  Framsóknarmenn hefðu aldrei tekið þátt í því að auka fjárlagaramman um 20%eins og ríkisstjórnin gerði.  Það er einmitt sú aukning sem viðheldur þensluástandi hér og gerir dýfuna enn meiri.  Það er sú aukning sem takmarkar getu ríkissjóðs til að bregðast við vandanum.   Það vöruðu allir á markaði við þessari útgjaldaaukningu og bent hefur verið á að við förum að reka síkissjóð með halla þegar á næsta ári vegna hennar.   Hvert fer skuldatryggingarálagið þá?   Nei, framsóknarmenn hafa sem betur fer málfrelsi og tillögurétt og menn ættu að hlusta meira á það sem þeir hafa fram að færa.   Ef ríkisstjórnin hefði gripið til aðgerðanna á húnsæðismarkaði þegar við framsóknarmenn lögðum það til væru greiningardeildir bankana ekki að tala um "allt of lítið allt of seint"

G. Valdimar Valdemarsson, 24.6.2008 kl. 12:42

5 identicon

Það er engin að kenna eingöngu Framsókn um stöðu mála, síður en svo. Það er ákaflega skrýtið að þessir sömu menn sem seldu bankana í skjóli frelsis, hag neytenda af einkvæðingu ofl. skuli koma fram með gagnrýni á núverandi stöðu mála. Framsóknarmenn hafa þó viðurkennt mistök sín með að byrja með 90% íbúðalánin sem hleypti af stað bólu á húsnæðismarkaði sem er við það að springa núna, þökk sé einkavæðinguni, frelsinu ofl. sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu fyrir. Árangur áfram - ekkert stopp... tja hvar hefði þetta endað? Hvað hefur þetta skilað okkur...? Fákeppni á öllum mörkuðum, hæsta verð á byggðu bóli, hæstu vexti í heimi og gæti maður haldið áfram.

Ég held bara að ráðamenn og íslenska þjóðin hafi hreinlega engin úrræði, hvort sem það séu Framsóknarmenn eða aðrir, því miður. Þetta ástand kemur ekki upp á nokkrum mánuðum og vorum við vöruð við þessu í tíð Framsóknar í ríkisstjórn að flugið væri alltof hátt og lendingin yrði brotlending. Staðan er svona í dag og þarf að taka á henni eins og hún er. Leysum málin fyrst og förum svo metum stöðuna og skoðum söguna. Rétt ber að geta að Framsókn beið afhroð í kosningum og er dómur almennings bara eftir því.

Við skulum líka aðeins skoða þessa greiningardeildir bankana. Þær hreinlega vita ekkert í sinn haus og geta alveg eins snúið sér að ágiskun á veðrið úti, held að árangurinn yrði allavega betri þar. Þær hafa hafa talað í kross, og skipt um skoðun eftir hvernig ástandið er hverju sinni. Þannig ég tek allra þeirra spám og rökum með miklum fyrirvara, fólk er bara fljótt að gleyma.

Ef við skoðum helsta vandamálið sem plagar almenning beint, að þá er það tvennt: Gengishrunið og verðbólgan. Við kæumst af með annað hvort í einhvern tíma en ekki bæði til lengri tíma eins og stefnir í núna. Þessar tvær breytur eru samtvinnaðar og má segja að gengið sé okkar helsta vandmál. Lágt gengi krónu skilar sér í hærra verð og þar af leiðandi verðbólgu. Kappsmálið finnst mér að koma genginu í raungengi - hvað svo sem það kann að vera???

Kannski erum við á raungengi núna, getur einhver greiningadeildin sagt mér það?

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:24

6 identicon

Önnur frétt um sama í vb.is Geir H. Haarde sagði að
breytingarnar á gengi íslensku krónunnar hefðu verið óhjákvæmilegar
og (tæki til kjaraskerðingar)

SJÁ http://www.vb.is/?gluggi=frett&flokkur=1&id=44415

Innlendir aðilar fyrirferðarmestir

SJÁ http://www.vb.is/?gluggi=frett&flokkur=1&id=44421

IP (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:45

7 Smámynd: Þarfagreinir

Ef breytingarnar voru svona óhjákvæmilegar, af hverju gerði þá enginn (síst af öllu hann) neitt til að vara við því?

Þarfagreinir, 24.6.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband