Er löggan að fjölfalda músíkdiska ólöglega fyrir löggubílana sína?
23.6.2008 | 19:16
Er löggan að fjölfalda músíkdiska ólöglega fyrir löggubílana sína?
Ætli löggan sé undanþegin lögum um höfundarrétt?
Eða munu löggurnar sem tóku fyrrum nemanda minn Magna Ásgeirsson í bakaríið fyrir að aka á rétt rúmlega 100 - væntanlega á fíflalega 2+1 kaflanum á leiðinni milli Hveragerðis og Reykjavíkur - já, munu þær greiða eðlilega sekt fyrir ólöglega fjölfaldaðan geisladisk?
Einhvern veginn efast ég um það - en Magni fær eflaust að punga út fyrir hraðasektinni hvað sem ólöglegum afritum löggunnar líður.
Um þetta er fjallað á músíkvefnum Monitor í dag!
Þar segir:
"Magni böstar lögguna
Eru þið ekki að grínast með spilarann? spurði tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson lögregluþjóna sem stöðvuðu hann á dögunum fyrir of hraðan akstur. Hann var á 109 kílómetrahraða á leiðinni milli Reykjavíkur og Hveragerðis.
Skrítinn svipur kom á lögregluþjónana þegar Magni benti þeim á að geisladiskurinn í spilara lögreglubílsins væri ólöglega fjölfaldaður. Hann segir frá atvikinu á bloggsíðu sinni:
Svipurinn var reyndar helvíti fyndinn á strákunum, segir hann og gantast með að lögregluþjónarnir hafi sagt að diskurinn væri ekki í þeirra eigu. Magni spurði þá hver ætti lögin á disknum, en þá var lítið um svör.
Næst reyndi Magni það sem allir hefðu sjálfsagt reynt: Ég gef ykkur séns ef þið gefið mér séns, sagði hann. Trikkið virkaði greinilega ekki þar sem hann endar færsluna á því að segjast vera 22.000 krónum fátækari."
Ef ég þekki Magna rétt þá mun hann borga sektina með bros á vör - og vista þessa sögu í hinum skemmtilega sagnabanka sem hann geymir - enda frá Borgarfirði eystra þar sem góð saga er gulli betri!
En væntanlega var Magni orðinn of seinn á leið í flug austur á Borgarfjörð í afmæli 60 ára afmælisveislu mömmu sinnar, hennar Jóu í Brekkubæ, þegar hann var tekinn. Magni sem er svo löghlýðinn og ekur aldrei yfir hámarkshraða!
Reyndar á mamma hans Magna - hún Bergrún Jóhanna Borgfjörð - ekki afmæli fyrr en 27. júní - en veislan var haldinn liðinn laugardag!
Fyrst ég er farinn að tala um Brekkubæ - þá er hægt að fá þaðan hágæða Austurlamb á góðu verði - beint úr haga í maga! Mæli með því
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:28 | Facebook
Athugasemdir
Efnahagsbrotadeildin er iðulega að sækja og deila á deilt.net.
Baldur Fjölnisson, 23.6.2008 kl. 19:19
.
Hallur Magnússon, 23.6.2008 kl. 19:33
Ég er sjálfur blásaklaus sem lamb í þessu efni að sjálfsögðu en var um daginn að kenna kunningja mínum á torrentana og utorrent sem er ágætis forrit í þessu sambandi og hann náði í Hulk og á listanum yfir deilendum kom greinilega fram efnahagsbrotadeild.is. Það er hægt að stilla utorrent þannig að hann sýni bara ip-tölurnar eða nafn viðkomandi vefseturs og þannig er það.
Baldur Fjölnisson, 23.6.2008 kl. 20:26
Annars er miklu einfaldara að sækja þetta kvikmyndadrasl beint á netið.
Ég dánlóda því í tiltölulega litlum flash videó fælum í gegnum hjálparforrit í Firefox sem kallast Download Helper (Tools/Add-ons osfrv.) og horfi á það í tölvunni eða litlu tónlistar/myndapparati sem ég er með.
Baldur Fjölnisson, 23.6.2008 kl. 20:49
Þekki Magna betur en svo Árni að hann láti svona frá sér án þess að vera viss, enda brugðust löggurnar þannig við athugasemdunum. Þeir vissu að þeir voru að fremja lögbrot......og lögbrjótar eiga ekki að vera í löggunni. - Auðvitað átti Magni, sem er atvinnutónlistarmaður, að kæra þessa gutta! - En hvert....til löggunnar?
Haraldur Bjarnason, 24.6.2008 kl. 01:28
Lög sem þúsundir virða alveg að vettugi og lögreglan líka eru augljóslega orðin marklaus.
Deilt.net hefur 25 þús. meðlimi.
Þegar ég set geisladisk í tölvuna þá rippar Windows Media Player hann sjálfkrafa inn á harða diskinn og síðan get ég brennt það á disk, sett inn á ipod, whatever. Eins er það með DVD myndir nema hugbúnaðurinn til þess fylgir ekki enn tölvunum. Hugbúnaðarframleiðendur skaffa allt sem til þarf og þetta er leikur einn og þúsundir nýta sér það reglulega eins og gefur að skilja.
Baldur Fjölnisson, 24.6.2008 kl. 14:41
Árni þú ert greinilega í góðu sambandi við þessar löggur og virðist tilbúinn að leggjast lágt til að vernda þær. Ég trúi því hins vegar sem Magni skrifaði á bloggið sitt. Þarna viðrist vera brot á höfundarréttarlögum sem menn hafa verið dæmdir fyrir. Lögreglumenn sem hafa slíkt undir höndum eru því lögbrjótar, þótt þeir beri fyrir sig að annar eigi spilarann og diskinn. - Tal þitt um að bjóða löggunni mútur er nú bara hlægilegt.
Haraldur Bjarnason, 24.6.2008 kl. 19:25
Brenndur diskur er ekki sama og ólöglegur diskur, þér er frjálst að gera afrit til einkanota af tónlist sem þú hefur eignast með lögmætum hætti.
Baldur: Efnahagsbrotadeild.is er ekki til. Ef menn þar væru að stunda torrent download þá kæmi það fram sem tmd.is (Tölvumiðstöð Dómsmálaráðuneytis).
Bjarki (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.