Lækkun ávöxtunarkröfu staðfestir styrk Íbúðalánasjóðs

Það að ávöxtunarkrafa í útboði íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs lækkar á sama tíma og skuldatryggingaálag ríkisins hækkar staðfestir sjálfstæðan styrk Íbúðalánasjóðs og boðar gott ef stjórnvöld hyggjast fjármagna endurfjármögnun íbúðalána bankanna gegnum Íbúðalánasjóð með útgáfu íbúðabréfa.

Þá verð ég að nota tækifærið og hrósa fjármálaráðherranum Árna á Kirkjubóli í svari hans við gagnrýni súrra seðlabankastjóra við þeirri sjálfsögðu ákvörðun að hætta að takmarka útlán Íbúðalánasjóðs við brunabótamat.

Árni segir:

 „Það eru hins vegar aðrir hagsmunir í þessu samhengi sem vega þyngra. Það er gríðarlega mikilvægt að það sé alltaf einhver velta með þær íbúðir fasteignamarkaðarins sem þetta hefur sérstaklega áhrif á, sem eru minni og eldri íbúðir. Viðskipti þar eru kannski upphafið að keðjuviðskiptum yfir í aðrar stærðir.“

Þetta er kjarni málsins og lofar góðu að fjármálaráðuneytið er farið að átta sig. Við eigum þá kannske von á tímabili aðgerða hjá ríkisstjórninni í stað tímabils aðgerðarleysis sem leikið hefur okkur illa.


mbl.is Íbúðalánasjóður lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband