Íbúðalánasjóður getur tæplega neitað lánveitingum á nýbyggingar!

Ég efast um að Íbúðalánasjóður geti neitað um lánveitingar á nýtt íbúðarhúsnæði. Þeir aðiljar sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða eiga rétt á lánum. Lánveitingar Íbúðalánasjóðs hafa aldrei verið háð persónulegu mati eins eða neins, heldur byggst á tryggu, sanngjörnu regluverki.

Ef Íbúðalánasjóður ætlar að neita einstaklingum sem uppfylla skilyrði um greiðslumat og byggingaraðiljum sem leggja fram bankatryggingar í samræmi við vinnureglur Íbúðalánasjóðs sem samþykktar eru af stjórn sjóðsins þá þarf félagsmálaráðherra að minnsta kosti að breyta núverandi reglugerðum - og jafnvel þarf lagabreytingu til að mínu mati.

Fréttinn "Engin lán á ný hús" kemur reyndar hvergi fram hjá framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hyggist neita hvorki einstaklingum né byggingaraðiljum um lán ef þeir uppfylla skilyrði. Hins vegar gefur hann í skyn að ekki verði veitt lánsloforð vegna leiguíbúða á þeim svæðum þar sem offramboð er á leiguíbúðúm. Það er allt annað mál - enda fjárheimildir sjóðsins í fjárlögum til veitinga leiguíbúðalána takmarkaðar við samtals að mig minnir 10 milljarða á árinu 2008.

Fyrirsögnin er því væntanlega misskilningur.

En fyrst við erum að tala um Íbúðalánasjóð - þá er vert að minna félagsmálaráðherrann á að í því kuli sem nú er á fasteignamarkaði - er honum rétt og skylt að afnema viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat - og hækka hámarkslán!


mbl.is Engin lán á ný hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það væri gott í leiðinni að afnema stimipgjöld.... Hvenær á ekki að gera það ef ekki í svona frosthörku eins og húsnæðismarkaðurinn er í."

Eða bara bíða eftir að "venjulegt" fólk hafi efni á að kaupa íbúð, þá fer frostið úr markaðinum.

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Sæll Hallur,

Augljóst virðist vera á skrifum þínum að þú ert eins og margir að skríða af stigi veruleikafyrringar yfir í afneitun.  Kjarni kapitalisma er að útdeila fjármunum þar sem þeir nýtast/ávaxtast best.  Fjárfesting í sífellt stærri og flottari íbúðarhúsum er því miður lítið annað en neysla og langt frá því að geta flokkast sem viðvarandi hagvöxtur.  Því miður styttist í að íslenskir ráðamenn þurfa að leita hjálpar hjá IMF en á þeim bænum verður varla skilningur fyrir lánveitingum til Íbúðalánasjóðs.

Að afnema stimpilgjöld er vissulega sjálfsagt mál eins og allar skattalækkanir. Að hækka lánshlutfall, prenta peninga til að lána íbúðakaupendum og allt í slíka veru yrði eingöngu til að ausa á verðbólgubálið.

Arnar Sigurðsson, 11.6.2008 kl. 13:12

3 identicon

Fréttin er sem sagt rugl? Og þetta er birt á forsíðu. Gengur það?

Einar K. (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ísland er að stefna í stærstu húsnæðismálakreppu í heiminum, þar sem 20% af landsframleiðslu síðustu ára hefur verið útaf byggingariðnaði - sem er tvöfalt hærra en í "húsnæðis-bólunni" í Bandaríkjunum og meira að segja hærra en á Spáni þar sem ástandið er talið sérstaklega alvarlegt. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst vegna auðveldara aðgengi almennings að fjármagni þegar bankarnir fóru að lána fyrir íbúðarkaupum, og þess að Framsókn hellti olíu á þann eld með því að hækka lánshlutfall íbúðarlánasjóðs upp í 90%! Framsókn ber því stóra ábyrgð á þeirri offjárfestingu sem hefur átt sér stað á íslenskum byggingarmarkaði, og geta því ekki staðið nú hrópandi á hliðarlínunni og gagnrýnt það þegar verið er að reyna taka til eftir þá; annaðhvort ættu þeir að viðurkenna mistök sín, eða bara þagað í stað þessa lýðskrums.

.

Bankarnir eru algjörlega búnir að skrúfa fyrir lán til nýbygginga, og því er það mjög eðlilegt að íbúðarlánasjóður bregðist við til að gera hlutina ekki enn verri. Seðlabankinn er farinn að viðra þá hugmynd að þeir fái að ákvarða lánshlutfall íbúðaralánasjóðs, sem sýnir bæði hversu mikilvæg breyta það er í hagstjórn og hversu illa henni hefur verið stjórnað af fyrrum ríkistjórnum. En í stað áframhaldandi aðhald boðar þú bara enn meiri olíu á eldinn.. gaman af því.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 11.6.2008 kl. 13:40

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Arnar!

Ég var farinn að sakna þín

Hallur Magnússon, 11.6.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband